Kvistaborgarbörn í Safamýrarskóla næstu mánuði vegna rakaskemmda Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2021 07:29 Kvistaborg er til húsa við Kvistaland í Fossvogi. Á heimasíðu leikskólans segir að um sé að ræða fjögurra deilda leikskóli þar sem dvelja 74 börn samtímis. Reykjavíkurborg Starfsemi leikskólans Kvistaborg í Fossvogi færist tímabundið í Safamýrarskóla næstu mánuði vegna framkvæmda sem framundan eru í húsnæði leikskólans vegna rakaskemmda og uppfærslu á húsnæði leikskólans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg, en starfsemin færist í Safamýrarskóla frá og með þriðjudeginum í næstu viku, 21. september. Vonast sé til að skólastarfið færist aftur í Fossvogsdalinn fyrir jól. „Flutningur starfseminnar og fyrirhugaðar framkvæmdir voru kynntar fyrir starfsfólki og foreldrum á fundum í [gærkvöldi]. Þar kom fram að verkfræðistofan Efla mælir með að farið verið í gagngerar endurbætur á elsta hluta skólans sem byggður var 1972 og hentar illa starfi nútíma leikskóla. Ákveðið var að flytja alla starfsemi skólans tímabundið í Safamýri 5 sem áður var Safamýrarskóli til að hægt verði að fara í undirbúning framkvæmda á meðan unnið er að hönnun og skipulagningu verksins. Í sumar og haust hefur verið unnið að því að undirbúa húsnæði í vestur hluta Safamýrarskóla svo hægt sé að taka við allri starfsemi Kvistaborgar. Þar var áður grunnskóli og góð aðstaða fyrir börn í leik og námi, til að mynda stór leikfimisalur sem mun nýtast starfinu vel næstu mánuði. Framundan eru framkvæmdir við austurhluta Safamýrarskóla en þar verður nýr leikskóli opnaður á næsta ári. Haldinn verður starfsdagur á Kvistaborg mánudaginn 20. september til að auðvelda flutning á leiktækjum og öðrum munum og mun leikskólinn opna á ný í Safamýrarskóla þriðjudaginn 21. september. Stefnt er að því að starf leikskólans flytji aftur í Fossvog fyrir jól,“ segir í tilkynningunni. Tæplega fjögurra kílómetra leið er milli Kvistaborgar og Safamýrarskóla. Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg, en starfsemin færist í Safamýrarskóla frá og með þriðjudeginum í næstu viku, 21. september. Vonast sé til að skólastarfið færist aftur í Fossvogsdalinn fyrir jól. „Flutningur starfseminnar og fyrirhugaðar framkvæmdir voru kynntar fyrir starfsfólki og foreldrum á fundum í [gærkvöldi]. Þar kom fram að verkfræðistofan Efla mælir með að farið verið í gagngerar endurbætur á elsta hluta skólans sem byggður var 1972 og hentar illa starfi nútíma leikskóla. Ákveðið var að flytja alla starfsemi skólans tímabundið í Safamýri 5 sem áður var Safamýrarskóli til að hægt verði að fara í undirbúning framkvæmda á meðan unnið er að hönnun og skipulagningu verksins. Í sumar og haust hefur verið unnið að því að undirbúa húsnæði í vestur hluta Safamýrarskóla svo hægt sé að taka við allri starfsemi Kvistaborgar. Þar var áður grunnskóli og góð aðstaða fyrir börn í leik og námi, til að mynda stór leikfimisalur sem mun nýtast starfinu vel næstu mánuði. Framundan eru framkvæmdir við austurhluta Safamýrarskóla en þar verður nýr leikskóli opnaður á næsta ári. Haldinn verður starfsdagur á Kvistaborg mánudaginn 20. september til að auðvelda flutning á leiktækjum og öðrum munum og mun leikskólinn opna á ný í Safamýrarskóla þriðjudaginn 21. september. Stefnt er að því að starf leikskólans flytji aftur í Fossvog fyrir jól,“ segir í tilkynningunni. Tæplega fjögurra kílómetra leið er milli Kvistaborgar og Safamýrarskóla.
Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira