Nýjar takmarkanir fá misjafnar viðtökur: Menntskælingar í skýjunum en hárgreiðslumenn brjálaðir Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. september 2021 19:27 Nýjar samkomutakmarkanir sem taka gildi á miðnætti leggjast misjafnlega í fólk. Hárgreiðslufólk skilur ekkert í því að þurfa áfram að bera grímur á meðan menntaskólanemar geta ekki beðið eftir að komast aftur á skólaböll. Og hljóðið í eigendum skemmtistaða er heldur dauft þó þeir taki fagnandi öllum þeim aukaklukkustundum sem heilbrigðisráðherra leyfir þeim að halda stöðum sínum opnum. Ný reglugerð um sóttvarnaaðgerðir tekur gildi á miðnætti en samkvæmt henni munu 500 geta komið saman án takmarkana og opnunartími skemmtistaða verður lengdur um klukkustund. Almenn grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja einn metra á milli fólks fellur þó ekki niður og það eru hárgreiðslumenn síður en svo sáttir með. Krakkarnir tjútta á meðan við berum grímur „Þetta eru mjög mikil vonbrigði. Við erum bara mjög ósáttar með þetta, erum orðnar þreyttar á að vera með þetta. Skrifuðum ekkert undir það þegar við byrjuðum að læra hárgreiðslu eða vinna við hárgreiðslu að vera með grímur,“ segir Svava Björg Harðardóttir, einn eigenda Touch hárstofu. „Svo eru unglingarnir að dansa og tjútta niðri í bæ og öll utan í hvert öðru og hér stöndum við með grímur.“ Á miðnætti tekur einnig í gildi breyting á svokölluðum hraðprófsviðburðum en þá má halda slíka viðburði fyrir 1.500 manns. Ef þeir eru sitjandi á viðburðinum þurfa þeir ekki að vera með grímu en ef um standandi viðburð er að ræða er grímuskylda enn í gildi. En það er undantekning gerð á þessu fyrir framhaldsskóla og grunnskólanema. Sem þýðir að þeir geta farið að halda böll á ný í fyrsta skipti síðan faraldurinn hófst. Við ræddum við formenn tveggja nemendafélaga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag: Aukaklukkutíminn fínn en lítið meira en það Veitingamenn landsins hafa þá ekki mikla skoðun á þeim aukaklukkutíma sem heilbrigðisráðherra hefur úthlutað þeim. Staðir mega nú hleypa inn gestum til miðnættis en verða að hafa lokað tómum stað klukkan eitt. Geoffrey Huntingdon-Williams, meðeigandi og rekstrarstjóri á Prikinu.Vísir/Egill Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Framhaldsskólar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Og hljóðið í eigendum skemmtistaða er heldur dauft þó þeir taki fagnandi öllum þeim aukaklukkustundum sem heilbrigðisráðherra leyfir þeim að halda stöðum sínum opnum. Ný reglugerð um sóttvarnaaðgerðir tekur gildi á miðnætti en samkvæmt henni munu 500 geta komið saman án takmarkana og opnunartími skemmtistaða verður lengdur um klukkustund. Almenn grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja einn metra á milli fólks fellur þó ekki niður og það eru hárgreiðslumenn síður en svo sáttir með. Krakkarnir tjútta á meðan við berum grímur „Þetta eru mjög mikil vonbrigði. Við erum bara mjög ósáttar með þetta, erum orðnar þreyttar á að vera með þetta. Skrifuðum ekkert undir það þegar við byrjuðum að læra hárgreiðslu eða vinna við hárgreiðslu að vera með grímur,“ segir Svava Björg Harðardóttir, einn eigenda Touch hárstofu. „Svo eru unglingarnir að dansa og tjútta niðri í bæ og öll utan í hvert öðru og hér stöndum við með grímur.“ Á miðnætti tekur einnig í gildi breyting á svokölluðum hraðprófsviðburðum en þá má halda slíka viðburði fyrir 1.500 manns. Ef þeir eru sitjandi á viðburðinum þurfa þeir ekki að vera með grímu en ef um standandi viðburð er að ræða er grímuskylda enn í gildi. En það er undantekning gerð á þessu fyrir framhaldsskóla og grunnskólanema. Sem þýðir að þeir geta farið að halda böll á ný í fyrsta skipti síðan faraldurinn hófst. Við ræddum við formenn tveggja nemendafélaga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag: Aukaklukkutíminn fínn en lítið meira en það Veitingamenn landsins hafa þá ekki mikla skoðun á þeim aukaklukkutíma sem heilbrigðisráðherra hefur úthlutað þeim. Staðir mega nú hleypa inn gestum til miðnættis en verða að hafa lokað tómum stað klukkan eitt. Geoffrey Huntingdon-Williams, meðeigandi og rekstrarstjóri á Prikinu.Vísir/Egill
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Framhaldsskólar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira