Stundum partur af Evrópu Heiða Ingimarsdóttir skrifar 14. september 2021 21:30 Eins og fjölmargir Íslendingar hef ég aflað mér framhaldsmenntunar erlendis. Fyrir valinu varð England, fyrir Brexit vitanlega, og ég útskrifaðist að lokum með MA gráðu. Þegar út var komið mætti ég á nýnemadaga. Þar var mér sagt að fylgja Evrópunemendunum eftir því ég væri jú frá Evrópu. Það væru nú svo mikil líkindi á menningu og siðum að ég þyrfti ekki auka fræðslu. Þegar ég flutti þurfti ég ekki landvistarleyfi. Enda kom ég frá Evrópu og á grundvelli samningsins um evrópska efnahagssvæðið (EES) þurfti þess ekki. En eins og áður segir var þetta áður en varð af Brexit. Ég mátti byrja að vinna strax ef ég vildi og börnin mín fóru inn í skólakerfið án nokkurra vandkvæða. Ég gekk inn á næstu heilsugæslu og fékk alla þjónustu þar frítt. Alls staðar brosti fólk og sagði mér að ég hefði hin og þessi réttindi því Ísland væri hluti af EES. En þegar kom að því að gera upp námið breyttist allt. Ég þurfti að greiða skólagjöld. Allt í einu var ég ekki hluti af Evrópu lengur. Ég var frá Íslandi. Þegar kom að skólagjöldum var ég alþjóðanemandi. Þetta þýddi að ég mátti punga út tvöfaldri upphæð á við skólafélaga mína frá Evrópu. Munurinn lá í því að þeir voru frá löndum innan ESB og EES samningurinn dekkaði ekki þennan hluta skólavistarinnar. Þetta er pínu dæmi af því hver staðan er án fullrar ESB aðildar. Við erum með en við erum samt ekki með. Á meðan við erum ekki fullgildir meðlimir missum við af ýmsum réttindum og það sem er verst: við höfum enga rödd þegar kemur að stefnumótun og lagasetningu innan Evrópulandanna. Með inngöngu í ESB fengjum við sæti við borðið, hefðum rödd og áhrif á það regluverk sem við síðan þurfum að lifa eftir. Það hlýtur að vera lýðræðislegur réttur okkar að aðildaviðræður séu kláraðar og að við fáum síðan að kjósa um samning um fulla aðild okkar að ESB. Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Evrópusambandið Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Eins og fjölmargir Íslendingar hef ég aflað mér framhaldsmenntunar erlendis. Fyrir valinu varð England, fyrir Brexit vitanlega, og ég útskrifaðist að lokum með MA gráðu. Þegar út var komið mætti ég á nýnemadaga. Þar var mér sagt að fylgja Evrópunemendunum eftir því ég væri jú frá Evrópu. Það væru nú svo mikil líkindi á menningu og siðum að ég þyrfti ekki auka fræðslu. Þegar ég flutti þurfti ég ekki landvistarleyfi. Enda kom ég frá Evrópu og á grundvelli samningsins um evrópska efnahagssvæðið (EES) þurfti þess ekki. En eins og áður segir var þetta áður en varð af Brexit. Ég mátti byrja að vinna strax ef ég vildi og börnin mín fóru inn í skólakerfið án nokkurra vandkvæða. Ég gekk inn á næstu heilsugæslu og fékk alla þjónustu þar frítt. Alls staðar brosti fólk og sagði mér að ég hefði hin og þessi réttindi því Ísland væri hluti af EES. En þegar kom að því að gera upp námið breyttist allt. Ég þurfti að greiða skólagjöld. Allt í einu var ég ekki hluti af Evrópu lengur. Ég var frá Íslandi. Þegar kom að skólagjöldum var ég alþjóðanemandi. Þetta þýddi að ég mátti punga út tvöfaldri upphæð á við skólafélaga mína frá Evrópu. Munurinn lá í því að þeir voru frá löndum innan ESB og EES samningurinn dekkaði ekki þennan hluta skólavistarinnar. Þetta er pínu dæmi af því hver staðan er án fullrar ESB aðildar. Við erum með en við erum samt ekki með. Á meðan við erum ekki fullgildir meðlimir missum við af ýmsum réttindum og það sem er verst: við höfum enga rödd þegar kemur að stefnumótun og lagasetningu innan Evrópulandanna. Með inngöngu í ESB fengjum við sæti við borðið, hefðum rödd og áhrif á það regluverk sem við síðan þurfum að lifa eftir. Það hlýtur að vera lýðræðislegur réttur okkar að aðildaviðræður séu kláraðar og að við fáum síðan að kjósa um samning um fulla aðild okkar að ESB. Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun