Hefði viljað ganga lengra í dag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. september 2021 13:29 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefði viljað ganga lengra í tilslökunum á sóttvarnatakmörkunum innanlands. Hún hefði meðal annars vilja afnema grímuskyldu. „Við fögnum þeim að sjálfsögðu en á sama tíma hefði ég vilja sjá umfangsmeiri afléttingu; enga grímuskyldu og svona fastar kveðið á um eðlilegra líf. En þetta er mikilvægt skref, sérstaklega fyrir börn og ungmenni í skóla og fleiri,“ sagði Áslaug Arna eftir ríkisstjórnarfund í dag þar sem tilsklakanir á sóttvarnaaðgerðum voru kynntar. „En á sama tíma þá sé ég enga sérstaka ástæðu fyrir því að aðstæður hér séu með allt öðrum hætti en í löndunum í kring um okkur. Þá er ég ekki að gera lítið úr skaðsemi veirunnar heldur bara að koma sér í eðlilegt líf og frjálst líf sem felur ekki í sér íþyngjandi takmarkanir,“ sagði Áslaug. Nýjar reglur taka gildi á miðnætti en þá fara almennar fjöldatakmarkanir úr 200 í 500 manns og hámarksfjöldi á hraðprófsviðburðum fer úr 500 í 1.500. Grímuskylda á slíkum viðburðum verður einnig afnumin en aðeins ef gestir hans eru sitjandi. Skemmtistaðir mega einnig hafa opið lengur; hleypa gestum inn til miðnættis en verða að hafa tæmt staðina klukkan eitt. Þannig þú hefðir viljað ganga enn lengra í dag? „Já, ég held að við séum bara komin á þann stað að fólki sé orðið treystandi til að bera ábyrgð á sínum eigin sóttvörnum þegar staðan er orðin svona góð eins og raun ber vitni,“ segir Áslaug. „Bólusetningar veita mikla vernd, sem og að staðan á spítalanum er góð og búið að styrkja hann.“ Er ekki hlustað nógu mikið á þig og þessi sjónarmið í ríkisstjórninni? „Við höfum alltaf rætt þau hiklaust inni á fundum og munum vonandi gera það bara áfram næstu daga. Þetta er auðvitað mikilvægt skref sem er verið að stíga núna.“ Samt alltaf eining í ríkisstjórninni Þrátt fyrir þessi orð Áslaugar fullyrti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eftir fundinn í dag að eining hefði ríkt um næstu aðgerðir í ríkisstjórninni eins og alltaf. Var samhljómur um þetta innan ríkisstjórnarinnar? var hún spurð og svarið var einfalt: „Algjör.“ „Við ræðum málin alltaf, komum alltaf samhljóma hérna út.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira
„Við fögnum þeim að sjálfsögðu en á sama tíma hefði ég vilja sjá umfangsmeiri afléttingu; enga grímuskyldu og svona fastar kveðið á um eðlilegra líf. En þetta er mikilvægt skref, sérstaklega fyrir börn og ungmenni í skóla og fleiri,“ sagði Áslaug Arna eftir ríkisstjórnarfund í dag þar sem tilsklakanir á sóttvarnaaðgerðum voru kynntar. „En á sama tíma þá sé ég enga sérstaka ástæðu fyrir því að aðstæður hér séu með allt öðrum hætti en í löndunum í kring um okkur. Þá er ég ekki að gera lítið úr skaðsemi veirunnar heldur bara að koma sér í eðlilegt líf og frjálst líf sem felur ekki í sér íþyngjandi takmarkanir,“ sagði Áslaug. Nýjar reglur taka gildi á miðnætti en þá fara almennar fjöldatakmarkanir úr 200 í 500 manns og hámarksfjöldi á hraðprófsviðburðum fer úr 500 í 1.500. Grímuskylda á slíkum viðburðum verður einnig afnumin en aðeins ef gestir hans eru sitjandi. Skemmtistaðir mega einnig hafa opið lengur; hleypa gestum inn til miðnættis en verða að hafa tæmt staðina klukkan eitt. Þannig þú hefðir viljað ganga enn lengra í dag? „Já, ég held að við séum bara komin á þann stað að fólki sé orðið treystandi til að bera ábyrgð á sínum eigin sóttvörnum þegar staðan er orðin svona góð eins og raun ber vitni,“ segir Áslaug. „Bólusetningar veita mikla vernd, sem og að staðan á spítalanum er góð og búið að styrkja hann.“ Er ekki hlustað nógu mikið á þig og þessi sjónarmið í ríkisstjórninni? „Við höfum alltaf rætt þau hiklaust inni á fundum og munum vonandi gera það bara áfram næstu daga. Þetta er auðvitað mikilvægt skref sem er verið að stíga núna.“ Samt alltaf eining í ríkisstjórninni Þrátt fyrir þessi orð Áslaugar fullyrti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eftir fundinn í dag að eining hefði ríkt um næstu aðgerðir í ríkisstjórninni eins og alltaf. Var samhljómur um þetta innan ríkisstjórnarinnar? var hún spurð og svarið var einfalt: „Algjör.“ „Við ræðum málin alltaf, komum alltaf samhljóma hérna út.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira