Ríkisstjórnin kolfallin samkvæmt könnun Maskínu Heimir Már Pétursson skrifar 14. september 2021 12:14 Núverandi ríkisstjórn fengi samanlagt einungis 29 þingmenn ef kosið væri nú, miðað við könnun Maskínu. infogram Ríkisstjórnin er kolfallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Vísi og fengju stjórnarflokkarnir samanlagt aðeins tuttugu og níu þingmenn. Samkvæmt Maskínukönnuninni fyrir fréttastofuna tapar Sjálfstæðisflokkurinn töluverðu fylgi milli kannana. Flokkurinn mælist nú með 21 prósenta fylgi og fengi fjórtán þingmenn og tapaði tveimur frá síðustu kosningum. Vinstri græn mælast nú með 11,5 prósent og fengju sjö þingmenn, töpuðu fjórum frá kosningunum 2017 þegar flokkurinn fékk ellefu þingmenn kjörna en tveir þingmenn yfirgáfu þingflokkinn á kjörtímabilinu. Framsóknarflokkurinn fengi 12 prósent atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Maskínu og átta þingmenn kjörna sama fjölda og í síðustu kosningum. Ásmundur Einar Daðason næði ekki kjöri í Reykjavíkurkjördæmi norður. Samanlagt fengju stjórnarflokkarnir því aðeins 29 þingmenn en þeir eru með þrjátíu og þrjá þingmenn í dag eftir brottför tveggja þingmanna Vinstri grænna. Samfylkingin er í sókn og mælist með 14,6 prósent og fengi 9 þingmenn. Píratar mælast með 13,3 prósent og níu þingmenn og ná inn þingmönnum í öllum kjördæmum í fyrsta skipti. Viðreisn fengi 12,3 prósenta fylgi og átta þingmenn í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi. Miðflokkurinn myndi bíða afhroð ef úrslit kosninganna yrðu eins og í könnun Maskínu. Flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fengi 5,5 prósent atkvæða og þrjá þingmenn kjörna. Þeirra á meðal formann flokksins. Flokkur fólksins næði inn einum manni í Suðurkjördæmi. Þannig myndi Inga Sæland formaður flokksins ekki ná kjöri í Reykjavíkurkjördæmi suður. Sósíalistaflokkurinn mælist með 6,1 prósent atkvæða. Flokkurinn fengi fjóra þingmenn þar af tvo uppbótarþingmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn kemst varla á blað með 0,1 prósenta fylgi og þar af leiðandi engan þingmann. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Samkvæmt Maskínukönnuninni fyrir fréttastofuna tapar Sjálfstæðisflokkurinn töluverðu fylgi milli kannana. Flokkurinn mælist nú með 21 prósenta fylgi og fengi fjórtán þingmenn og tapaði tveimur frá síðustu kosningum. Vinstri græn mælast nú með 11,5 prósent og fengju sjö þingmenn, töpuðu fjórum frá kosningunum 2017 þegar flokkurinn fékk ellefu þingmenn kjörna en tveir þingmenn yfirgáfu þingflokkinn á kjörtímabilinu. Framsóknarflokkurinn fengi 12 prósent atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Maskínu og átta þingmenn kjörna sama fjölda og í síðustu kosningum. Ásmundur Einar Daðason næði ekki kjöri í Reykjavíkurkjördæmi norður. Samanlagt fengju stjórnarflokkarnir því aðeins 29 þingmenn en þeir eru með þrjátíu og þrjá þingmenn í dag eftir brottför tveggja þingmanna Vinstri grænna. Samfylkingin er í sókn og mælist með 14,6 prósent og fengi 9 þingmenn. Píratar mælast með 13,3 prósent og níu þingmenn og ná inn þingmönnum í öllum kjördæmum í fyrsta skipti. Viðreisn fengi 12,3 prósenta fylgi og átta þingmenn í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi. Miðflokkurinn myndi bíða afhroð ef úrslit kosninganna yrðu eins og í könnun Maskínu. Flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fengi 5,5 prósent atkvæða og þrjá þingmenn kjörna. Þeirra á meðal formann flokksins. Flokkur fólksins næði inn einum manni í Suðurkjördæmi. Þannig myndi Inga Sæland formaður flokksins ekki ná kjöri í Reykjavíkurkjördæmi suður. Sósíalistaflokkurinn mælist með 6,1 prósent atkvæða. Flokkurinn fengi fjóra þingmenn þar af tvo uppbótarþingmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn kemst varla á blað með 0,1 prósenta fylgi og þar af leiðandi engan þingmann.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira