Tíska og hönnun

Flottustu og ruglingslegustu lúkkin á MET Gala að mati HI beauty

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
MET Gala fór fram í Los Angeles í gær.
MET Gala fór fram í Los Angeles í gær. Getty/Samsett

Hið árlega MET gala fór fram við mikla viðhöfn í gær. Viðburðurinn var með örlítið ólíku sniði í ár vegna heimsfaraldursins en þó var „stiginn“ frægi svipaður og áður. 

Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag voru strangar kröfur settar á gesti til þess að draga úr smithættu. Allir gestir þurftu að sýna fram á bólusetningarvottorð og niðurstöðu úr nýrri Covid sýnatöku.  

Hér fyrir neðan má sjá það sem sérfræðingar okkar í HI beauty, þær Heiður Ósk og Ingunn Sig, höfðu að segja um þær stjörnur sem skinu skærast á MET Gala í ár.

Kendall Jenner

„Þetta look var Kendall Jenner frá toppi til táar. Látlaus fullkomin húð, búið að ýkja hennar möndlulaga augu með stök augnhár í endana, beinar augabrúnir og vel af over-line á varirnar. Hárið skipt í miðju og tekið upp en hún hefur verið dugleg að rokka þennan hárstíl síðasta árið. Kjóllinn var einn sá allra flottasti i gær og detailarnir á öxlunum og hálsinum settu punktinn yfir i-ið“

Kendall Jenner.Getty/Mike Coppola

Megan Fox

„Við fengum báðar þvílíkt vá móment þegar við sáum hana og sérstaklega varðandi hárið. Elskum gervitoppinn og síðu fléttuna. Förðunin var í old hollywood glam stíl í fullkomin takt við þema kvöldsins.“

Megan Fox vakti einnig mikla athygli á MTV verðlaununum kvöldið áður og má lesa nánar um það HÉR á Vísi

Megan Fox.Gett/ Mike Coppola

Olivia Rodrigo

„Olivia Rodrigo var geggjuð í gær. Hún var mjög current og var rokka mikið af helstu trendum 2020/2021. Við sáum soap brows, grafískan liner og hárið skipt í miðju og tekið upp í spikey snúð.“

Olivia Rodrigo.Getty/ Gilbert Carrasquillo

Rihanna

„Rihanna er auðvitað hér á listanum hjá okkur. Þrátt fyrir að við séum ekki nógu ánægðar með húfuna sem hún skartaði bætti hún okkur það upp með klikkuðu hári og förðun. Rihanna er oft með dökkar varir og fannst okkur bleik/fjólubláu litirnir í augnskugganum tóna einstaklega vel við varirnar. Hún var með stærri augnhár en vanarlega og gaf það lookinu aukna dramatík.“

Rihanna og ASAP Rocky.Getty/Taylor Hill/

Barbie Ferreira

„Barbie var með eina af mest áberandi förðunum kvöldsins og það má segja að hún hafi tekið Euphoria stílinn með sér á rauða dregilinn. Fjólublár augnskuggi og kinnaliturinn dregin alveg upp að gagnauga og steinninn niður hársvörðinn gaf okkur létt álfa-vibe. Hins vegar fær hárið falleinkunn frá okkur.“

Barbie Ferreira.Getty/Theo Wargo

Zoe Kravitz

„Zoe Kravitz átti flottasta heildarlookið að okkar okkar mati. Náttúrulega fegurð hennar skein í gegn og var förðunin látlaus en dró fram hennar bestu kosti. Hárið skipt í miðju og búið að móta litlu baby hárin við andlitið. Kjóllinn stóð uppúr og sérstaklega ef tekið er eftir detailunum. Ef kjóllinn er grandskoðaður má sjá YSL merkið í munstrinu á kjólnum.“

Zoe Kravitz.Getty/Taylor Hill

Kate Hudson

Kate Hudson var æðisleg í öllu bleiku. Monochromatic look frá toppi til táar og var að gefa okkur How to loose a guy in 10 days vibes. Enn og aftur sáum við miðjuskiptingu og hárið tekið aftur í lágt tagl.“

Kate Hudson.Getty/Taylor Hill

Kim Kardashian

„Ó elsku Kim, við vitum ekkert hvað er í gangi. Þetta er í fjórða eða fimmta sinn í þessum mánuði þar sem við sjáum ekki í andlitið á henni en hún hefur skartað grímu hvert sem hún fer síðustu mánuði. Við vitum hins vegar að förðunarfræðingurinn hennar tók sér góðan tíma í að farða hana fyrir viðburðinn en fengum við ekki að njóta góðs af því í þetta skiptið.“

Það fór samt ekki framhjá neinum að þetta væri Kim Kardashian á bak við þennan heilbúning.Getty/Theo Wargo

Ella Emhoff

„Ella Emhoff var með MET-gala-legustu förðunina í gær. Það voru ekki margir sem tóku sénsa eða fóru út fyrir kassann en við fengum að sjá perlur í kringum augun og mjög fashion-legt makeup hjá henni. Þykkar brúnir, látlaus húð og hárið skipt í miðju, tekið aftur fyrir eyru og beygt upp í vængi.“

Ella Emhoff.Getty/Jeff Kravitz

Tengdar fréttir

Láta drauminn rætast og setja á markað eigin förðunarvörur

„Við erum að búa til okkar eigin förðunarvörur,“ tilkynntu förðunarfræðingarnir Heiður Ósk og Ingunn Sig í nýjasta hlaðvarpsþætti HI beauty. Heiður Ósk og Ingunn Sig hafa unnið að þessu verkefni í eitt og hálft ár en hafa þó aldrei sagt frá þessu opinberlega fyrr en í þættinum.

Megan Fox senu­þjófur á rauða dreglinum

MTV verðlaunahátíðin var haldin með miklum glæsibrag í Barclays Center í New York í nótt. Allar helstu stjörnur tónlistarheimsins voru þar samankomnar, bæði nýliðar sem og aðrir eldri og reynslumeiri. Það var mikið um glamúr og dressin voru hvert öðru glæsilegra.

Leður­klædd Madonna opnaði MTV verð­launa­há­tíðina í nótt

MTV VMA (Video music awards) hátíðin fór fram með pompi og prakt í New York í nótt. MTV sjónvarpsstöðin fagnar 40 ára afmæli sínu í ár og voru allar helstu stjörnur úr tónlistarheiminum samankomnar til þess að uppskera eða samgleðjast. Söngkonan Doja Cat var kynnir kvöldsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×