Gleymd börn á gráu svæði Valgarður Lyngdal Jónsson skrifar 14. september 2021 13:00 Þegar málaflokkur þjónustu við fatlað fólk fluttist frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 „gleymdist“ að gera ráð fyrir þjónustu við börn með alvarlegar geð- og þroskaraskanir, börn sem gjarnan eru sögð glíma við svokallaðan fjölþættan vanda. Þetta eru börn sem auk meðferðar og búsetu utan heimilis, þurfa stuðning og gæslu í öruggu umhverfi. Hvert barn þarf umönnun og gæslu tveggja til þriggja starfsmanna, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Sem betur fer eru þetta ekki mörg börn sem þurfa þjónustu af þessu tagi en samkvæmt nýlegri skýrslu sem velferðarsviðin á höfuðborgarsvæðinu gerðu má áætla að þetta séu um 30 börn á landsvísu. Allt frá því að fyrrnefnd yfirfærsla átti sér stað, hafa sveitarfélögin og ríkið unnið að því, stundum í góðri samvinnu en því miður stundum í ákveðinni togstreitu, að reyna að fækka „gráu svæðunum“ í skilgreiningum á því hvað teljist vera þjónusta við fatlaða (á ábyrgð sveitarfélaga) og hvað teljist vera heilbrigðisþjónusta (á ábyrgð ríkisins). Þjónusta við börn með fjölþættan vanda er stödd á miðju slíku „gráu svæði“ og heyrir að einhverju leyti undir geðheilbrigðisþjónustu í ríkisreknu heilbrigðiskerfi en að öðru leyti undir þjónustu á grundvelli barnaverndarlaga eða laga um þjónustu við fólk með langvarandi stuðningsþörf. Börn með fjölþættan vanda eru þannig gleymd börn á gráu svæði – stödd í miðjum átökum um hver eigi að sjá þeim fyrir þjónustu og greiða fyrir hana, ríkið eða sveitarfélögin. Á síðustu árum hefur ríkið stöðugt dregið úr þeirri þjónustu sem það veitir þessum börnum. Meðferðarheimili Barnaverndarstofu, rekin af ríkinu, voru 10 talsins árið 2000, en þeim hefur fækkað mikið síðan, voru orðin 5 árið 2011 (þegar þjónusta við fatlað fólk færðist til sveitarfélaga) og nú árið 2021 er aðeins eitt eftir. Þar er ekkert rými fyrir gleymdu börnin. Þannig hefur myndast tómarúm í þjónustu við þessi börn sem einkaaðilar hafa stigið inn í og bjóða sveitarfélögunum þessa þjónustu gegn fullu gjaldi. Með þessum hætti hefur heilbrigðis- og búsetuþjónusta fyrir þessi börn verið einkavædd þegjandi og hljóðalaust og reikningurinn sendur sveitarfélögunum. Þessi einkafyrirtæki veita eflaust mjög góða og faglega þjónustu, en algengur kostnaður á hvert barn er um 60-80 milljónir á ári og getur hæglega farið upp í 130-150 milljónir. Fyrir eitt barn. Augljóst er að slíkur kostnaður getur verið mikið högg fyrir fjárhag eins sveitarfélags, hvað þá ef börnin eru fleiri en eitt. Á liðnu kjörtímabili hafa þingmenn Samfylkingarinnar ítrekað kallað eftir skýrri leiðsögn, skilvirku skipulagi og heildstæðri stefnu í geðheilbrigðismálum barna. Allt of mörg börn bíða nú greiningar og hjálpar og þau og fjölskyldur þeirra standa frammi fyrir skorti á úrræðum og ótal spurningum í flóknum kerfum. Á annað hundrað börn bíða nú eftir þjónustu á Barna- og unglingageðdeild og alls eru á annað þúsund börn á biðlista eftir sálfræðigreiningu eða meðferð í opinbera heilbrigðiskerfinu. Á sama tíma hafa starfsmenn stofnana ríkisins í auknum mæli haft frumkvæði að því að börn í þeirra þjónustu verði vistuð á einkareknum heimilum. Samfylkingin vill ráðast í þjóðarátak í geðheilbrigðismálum um allt land og gera geðheilbrigðisþjónustu að hluta af almenna heilbrigðiskerfinu. Með þessu erum við að tala um að þjónustan verði greidd af sjúkratryggingum Íslands, en einnig að geðheilbrigðisþjónusta verði ekki álitin afgangsstærð í íslensku heilbrigðiskerfi. Uppræta þarf biðlista barna og ungmenna eftir nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu og innleiða þarf gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu fyrir börn og ungmenni. Ríkið er eini opinberi aðilinn sem hefur bolmagn til að fjármagna þá þjónustu sem börn með fjölþættan vanda þurfa á að halda. Stöðva þarf hina hljóðlátu einkavæðingu þessarar þjónustu, ríkið þarf að axla sína ábyrgð og hætta að senda sveitarfélögunum reikninginn. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Geðheilbrigði Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þegar málaflokkur þjónustu við fatlað fólk fluttist frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 „gleymdist“ að gera ráð fyrir þjónustu við börn með alvarlegar geð- og þroskaraskanir, börn sem gjarnan eru sögð glíma við svokallaðan fjölþættan vanda. Þetta eru börn sem auk meðferðar og búsetu utan heimilis, þurfa stuðning og gæslu í öruggu umhverfi. Hvert barn þarf umönnun og gæslu tveggja til þriggja starfsmanna, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Sem betur fer eru þetta ekki mörg börn sem þurfa þjónustu af þessu tagi en samkvæmt nýlegri skýrslu sem velferðarsviðin á höfuðborgarsvæðinu gerðu má áætla að þetta séu um 30 börn á landsvísu. Allt frá því að fyrrnefnd yfirfærsla átti sér stað, hafa sveitarfélögin og ríkið unnið að því, stundum í góðri samvinnu en því miður stundum í ákveðinni togstreitu, að reyna að fækka „gráu svæðunum“ í skilgreiningum á því hvað teljist vera þjónusta við fatlaða (á ábyrgð sveitarfélaga) og hvað teljist vera heilbrigðisþjónusta (á ábyrgð ríkisins). Þjónusta við börn með fjölþættan vanda er stödd á miðju slíku „gráu svæði“ og heyrir að einhverju leyti undir geðheilbrigðisþjónustu í ríkisreknu heilbrigðiskerfi en að öðru leyti undir þjónustu á grundvelli barnaverndarlaga eða laga um þjónustu við fólk með langvarandi stuðningsþörf. Börn með fjölþættan vanda eru þannig gleymd börn á gráu svæði – stödd í miðjum átökum um hver eigi að sjá þeim fyrir þjónustu og greiða fyrir hana, ríkið eða sveitarfélögin. Á síðustu árum hefur ríkið stöðugt dregið úr þeirri þjónustu sem það veitir þessum börnum. Meðferðarheimili Barnaverndarstofu, rekin af ríkinu, voru 10 talsins árið 2000, en þeim hefur fækkað mikið síðan, voru orðin 5 árið 2011 (þegar þjónusta við fatlað fólk færðist til sveitarfélaga) og nú árið 2021 er aðeins eitt eftir. Þar er ekkert rými fyrir gleymdu börnin. Þannig hefur myndast tómarúm í þjónustu við þessi börn sem einkaaðilar hafa stigið inn í og bjóða sveitarfélögunum þessa þjónustu gegn fullu gjaldi. Með þessum hætti hefur heilbrigðis- og búsetuþjónusta fyrir þessi börn verið einkavædd þegjandi og hljóðalaust og reikningurinn sendur sveitarfélögunum. Þessi einkafyrirtæki veita eflaust mjög góða og faglega þjónustu, en algengur kostnaður á hvert barn er um 60-80 milljónir á ári og getur hæglega farið upp í 130-150 milljónir. Fyrir eitt barn. Augljóst er að slíkur kostnaður getur verið mikið högg fyrir fjárhag eins sveitarfélags, hvað þá ef börnin eru fleiri en eitt. Á liðnu kjörtímabili hafa þingmenn Samfylkingarinnar ítrekað kallað eftir skýrri leiðsögn, skilvirku skipulagi og heildstæðri stefnu í geðheilbrigðismálum barna. Allt of mörg börn bíða nú greiningar og hjálpar og þau og fjölskyldur þeirra standa frammi fyrir skorti á úrræðum og ótal spurningum í flóknum kerfum. Á annað hundrað börn bíða nú eftir þjónustu á Barna- og unglingageðdeild og alls eru á annað þúsund börn á biðlista eftir sálfræðigreiningu eða meðferð í opinbera heilbrigðiskerfinu. Á sama tíma hafa starfsmenn stofnana ríkisins í auknum mæli haft frumkvæði að því að börn í þeirra þjónustu verði vistuð á einkareknum heimilum. Samfylkingin vill ráðast í þjóðarátak í geðheilbrigðismálum um allt land og gera geðheilbrigðisþjónustu að hluta af almenna heilbrigðiskerfinu. Með þessu erum við að tala um að þjónustan verði greidd af sjúkratryggingum Íslands, en einnig að geðheilbrigðisþjónusta verði ekki álitin afgangsstærð í íslensku heilbrigðiskerfi. Uppræta þarf biðlista barna og ungmenna eftir nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu og innleiða þarf gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu fyrir börn og ungmenni. Ríkið er eini opinberi aðilinn sem hefur bolmagn til að fjármagna þá þjónustu sem börn með fjölþættan vanda þurfa á að halda. Stöðva þarf hina hljóðlátu einkavæðingu þessarar þjónustu, ríkið þarf að axla sína ábyrgð og hætta að senda sveitarfélögunum reikninginn. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar