Stöðugleiki fyrir heimilin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. september 2021 07:01 Það kæmi mér ekki á óvart að stöðugleiki sé það orð sem mest er notað í þessari kosningabaráttu. En það eru ekki allir að tala um það sama þótt þeir noti sama orðið. Pólitískur stöðugleiki er vissulega mikilvægur. Það skiptir máli að ríkisstjórnir sitji stöðugar milli reglubundinna kosninga. Ríkisstjórnin hefur staðið sig í þessu. Hún má eiga það. Það er gott. En vandinn er að forystumenn hennar telja nóg að stöðugri setu þeirra á ráðherrastólum sé ekki raskað. Í mínum huga þarf stöðugleiki að hafa miklu víðtækari skírskotun. Heimilin þarfnast stöðugleika. Og fyrirtækin þarfnast líka stöðugleika, ekki síst litlu vaxtarsprotarnir í þekkingariðnaði og ferðaþjónustu. Ungu fjölskyldurnar, sem eru í miðjum klíðum að koma sér þaki yfir höfuðið, þurfa einmitt núna, þegar við frambjóðendurnir erum í kosningabaráttu, að finna leiðir til að til að greiða tugi þúsunda króna í hærri vexti en þær höfðu reiknað með þegar lánið var tekið. Það er hinn kaldi veruleiki. Talsmenn ríkisstjórnarinnar segja við þessar fjölskyldur að þetta sé heilbrigðismerki og sýni hversu vel henni hafi tekist í glímu við efnahagslegar afleiðingar veirunnar. Á sama tíma eru fjölskyldur á öðrum Norðurlöndum og úti um alla Evrópu að greiða sömu mánaðarlegu afborganirnar af húsnæðislánum sínum. Þær búa við raunverulegan stöðugleika. Þeirra ríkisstjórnir hafa líka glímt við efnahagslegar afleiðingar farsóttarinnar. Munurinn er að þær búa við stöðugan gjaldmiðil. Og þær hafa einmitt þess vegna verið fljótari en við að fá hjól atvinnulífsins til að snúast aftur. Til að gæta allrar sanngirni held ég að Seðlabankinn hafi stjórnað krónunni eins og best verður á kosið. En það besta sem við fáum út úr krónunni skapar ekki þann stöðugleika fyrir heimilin sem við viljum berjast fyrir. Fjölskylda á Íslandi á að geta notið sama stöðugleika og fjölskylda í Danmörku. Þegar keypt er í matinn eða fjárfest í fasteign. En það gerist ekki meðan við höfum ríkisstjórn sem lítur á tvöfalt meiri verðbólgu og tvöfalt hraðari vaxtahækkanir en annars staðar sem stöðugleika og góðan árangur. Þetta er líka spurning um réttlæti því að sumir í okkar samfélagi fá að starfa utan krónuhagkerfisins meðan almenningur situr upp með hina flöktandi krónu. Höfundur er formaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Íslenska krónan Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Sjá meira
Það kæmi mér ekki á óvart að stöðugleiki sé það orð sem mest er notað í þessari kosningabaráttu. En það eru ekki allir að tala um það sama þótt þeir noti sama orðið. Pólitískur stöðugleiki er vissulega mikilvægur. Það skiptir máli að ríkisstjórnir sitji stöðugar milli reglubundinna kosninga. Ríkisstjórnin hefur staðið sig í þessu. Hún má eiga það. Það er gott. En vandinn er að forystumenn hennar telja nóg að stöðugri setu þeirra á ráðherrastólum sé ekki raskað. Í mínum huga þarf stöðugleiki að hafa miklu víðtækari skírskotun. Heimilin þarfnast stöðugleika. Og fyrirtækin þarfnast líka stöðugleika, ekki síst litlu vaxtarsprotarnir í þekkingariðnaði og ferðaþjónustu. Ungu fjölskyldurnar, sem eru í miðjum klíðum að koma sér þaki yfir höfuðið, þurfa einmitt núna, þegar við frambjóðendurnir erum í kosningabaráttu, að finna leiðir til að til að greiða tugi þúsunda króna í hærri vexti en þær höfðu reiknað með þegar lánið var tekið. Það er hinn kaldi veruleiki. Talsmenn ríkisstjórnarinnar segja við þessar fjölskyldur að þetta sé heilbrigðismerki og sýni hversu vel henni hafi tekist í glímu við efnahagslegar afleiðingar veirunnar. Á sama tíma eru fjölskyldur á öðrum Norðurlöndum og úti um alla Evrópu að greiða sömu mánaðarlegu afborganirnar af húsnæðislánum sínum. Þær búa við raunverulegan stöðugleika. Þeirra ríkisstjórnir hafa líka glímt við efnahagslegar afleiðingar farsóttarinnar. Munurinn er að þær búa við stöðugan gjaldmiðil. Og þær hafa einmitt þess vegna verið fljótari en við að fá hjól atvinnulífsins til að snúast aftur. Til að gæta allrar sanngirni held ég að Seðlabankinn hafi stjórnað krónunni eins og best verður á kosið. En það besta sem við fáum út úr krónunni skapar ekki þann stöðugleika fyrir heimilin sem við viljum berjast fyrir. Fjölskylda á Íslandi á að geta notið sama stöðugleika og fjölskylda í Danmörku. Þegar keypt er í matinn eða fjárfest í fasteign. En það gerist ekki meðan við höfum ríkisstjórn sem lítur á tvöfalt meiri verðbólgu og tvöfalt hraðari vaxtahækkanir en annars staðar sem stöðugleika og góðan árangur. Þetta er líka spurning um réttlæti því að sumir í okkar samfélagi fá að starfa utan krónuhagkerfisins meðan almenningur situr upp með hina flöktandi krónu. Höfundur er formaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun