Ekki vanmeta velferðina María Rut Kristinsdóttir skrifar 14. september 2021 10:30 Ég hef oft furðað mig á því hvernig hin pólitíska orðræða virðist oft verða. Það þykir voða fínt að vita allt um hagvöxt, verga landsframleiðslu og vísitölu neysluverðs. En þegar það kemur að fólki, manneskjum og líðan þá hefur mér fundist tónninn dofna. Ekki misskilja mig, auðvitað eru öll hagfræðihugtökin mikilvæg og sterkt efnahagslíf sömuleiðis. Vissulega er þetta undirstaða margs í samfélaginu, en það má ekki vanmeta velferðina. Í mínum huga er gott og sterkt velferðarnet, sem grípur fólk sem á þarf að halda forsenda öflugs samfélags. Samfélag jöfnuðar og frjálslyndis, þar sem við treystum fólki fyrir því að taka ákvarðanir um eigið líf, en tryggjum um leið öflugt stuðningskerfi fyrir þau sem þurfa á því að halda. Það er hlutverk ríkisins að tryggja jöfn tækifæri. Jöfn tækifæri skapa síðan velferð og velsæld í samfélaginu. Það ætti því að vera eitt helsta keppikefli okkar allra að tryggja sem flestum tækifæri til að rækta hæfileika sína, koma í veg fyrir jaðarsetningu og tryggja að einstaklingar sem lenda í áföllum fái tækifæri til að græða sárin sem fyrst. Ekki fleiri plástra Alltof lengi hefur tíðkast að plástra vandamál í stað þess að ráðast að rótum þeirra. Íslenska ríkið virðist fyrst og fremst bjóða almenningi upp á alls kyns biðlista eftir nauðsynlegum úrræðum. Til að bíta höfuðið af skömminni þá býður íslenska ríkið einnig börnunum okkar upp á langa biðlista í flest úrræði sem snúa að velferð þeirra. Börn bíða á biðlistum í allt að tvö ár eftir nauðsynlegum greiningum og jafnvel þegar að niðurstaða fæst, hefst ný bið eftir fleiri úrræðum. Það eru óboðlegir biðlistar hjá sálfræðingum og talmeinafræðingum. Það getur verið gríðarlega dýrkeypt að láta börn bíða eftir nauðsynlegri þjónustu. Það hefur skort á langtímamarkmið um að grípa einstaklinga skjótar – til þess að fyrirbyggja langtímaafleiðingar í formi alvarlegra sjúkdóma sem skerða lífsgæði og möguleika fólks til að nýta tækifærin sín. Þetta eru engin geimvísindi. Því fyrr sem þjónusta er tryggð og hún samþætt á milli kerfa - þeim mun minni líkur eru á langtíma afleiðingum. Þeim mun minni líkur eru til að mynda á að áföll í æsku fylgi fólki út ævina. Gott dæmi um skammsýni í þessum efni er aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Stærstur hluti örorkulífeyris er greiddur vegna geðrænna veikinda fólks. Notkun Íslendinga á þunglyndislyfjum er tvöföld á við meðaltal OECD og Íslendingar nota 37% meira af svefnlyfjum en næsta Norðurlandaþjóð, Svíar. Algengi sjálfsvíga og geðrænna veikinda er grafalvarlegt vandamál sem verður að setja í forgrunn. Það eru alltof mörg sem neita sér um þessa þjónustu vegna kostnaðar eða langra biðlista. Forvarnir skipta öllu máli, á það jafnt við um líkamlega sjúkdóma sem og andlega. Þar á allur okkar fókus að vera. En til þess þarf að setja í forgang að greiða fyrir aðgengi fólks að fyrirbyggjandi úrræðum og leggja allt í sölurnar til að tryggja að öryggisnetin okkar virki. Tryggjum aðgengi að nauðsynlegri þjónustu Komist Viðreisn í ríkisstjórn verður rík áhersla lögð á að vinda ofan af þessu flókna kerfi okkar. Kerfi sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn bera höfuðábyrgð á. Frá 1995 hefur Framsóknarflokkurinn nefnilega stýrt félagsmálaráðuneytinu í 20 ár af 26, eða rúmlega 77% tímans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt fjármálaráðuneytinu í 22 ár af 26 frá 1995 eða rúmlega 85% tímans. Þessir flokkar bera hér mikla ábyrgð. Viðreisn leggur áherslu á að fólkið okkar eigi gott líf og þau kerfi sem eiga að halda utan um það verði einfaldari og sveigjanlegri. Niðurgreiðsla á sálfræðimeðferð- eða annarri klínískri meðferð er þar lykilatriði. Öflugt og sveigjanlegt almannatryggingakerfi er forsenda lífsgæða og velferðar. Sömuleiðis ætlar Viðreisn að draga úr bráðavanda og biðlistum í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Þetta snýst um pólitíska ákvörðun um að setja fólk og velferð í forgang. Viðreisn er tilbúin að taka þann slag. Höfundur er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Félagsmál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Ég hef oft furðað mig á því hvernig hin pólitíska orðræða virðist oft verða. Það þykir voða fínt að vita allt um hagvöxt, verga landsframleiðslu og vísitölu neysluverðs. En þegar það kemur að fólki, manneskjum og líðan þá hefur mér fundist tónninn dofna. Ekki misskilja mig, auðvitað eru öll hagfræðihugtökin mikilvæg og sterkt efnahagslíf sömuleiðis. Vissulega er þetta undirstaða margs í samfélaginu, en það má ekki vanmeta velferðina. Í mínum huga er gott og sterkt velferðarnet, sem grípur fólk sem á þarf að halda forsenda öflugs samfélags. Samfélag jöfnuðar og frjálslyndis, þar sem við treystum fólki fyrir því að taka ákvarðanir um eigið líf, en tryggjum um leið öflugt stuðningskerfi fyrir þau sem þurfa á því að halda. Það er hlutverk ríkisins að tryggja jöfn tækifæri. Jöfn tækifæri skapa síðan velferð og velsæld í samfélaginu. Það ætti því að vera eitt helsta keppikefli okkar allra að tryggja sem flestum tækifæri til að rækta hæfileika sína, koma í veg fyrir jaðarsetningu og tryggja að einstaklingar sem lenda í áföllum fái tækifæri til að græða sárin sem fyrst. Ekki fleiri plástra Alltof lengi hefur tíðkast að plástra vandamál í stað þess að ráðast að rótum þeirra. Íslenska ríkið virðist fyrst og fremst bjóða almenningi upp á alls kyns biðlista eftir nauðsynlegum úrræðum. Til að bíta höfuðið af skömminni þá býður íslenska ríkið einnig börnunum okkar upp á langa biðlista í flest úrræði sem snúa að velferð þeirra. Börn bíða á biðlistum í allt að tvö ár eftir nauðsynlegum greiningum og jafnvel þegar að niðurstaða fæst, hefst ný bið eftir fleiri úrræðum. Það eru óboðlegir biðlistar hjá sálfræðingum og talmeinafræðingum. Það getur verið gríðarlega dýrkeypt að láta börn bíða eftir nauðsynlegri þjónustu. Það hefur skort á langtímamarkmið um að grípa einstaklinga skjótar – til þess að fyrirbyggja langtímaafleiðingar í formi alvarlegra sjúkdóma sem skerða lífsgæði og möguleika fólks til að nýta tækifærin sín. Þetta eru engin geimvísindi. Því fyrr sem þjónusta er tryggð og hún samþætt á milli kerfa - þeim mun minni líkur eru á langtíma afleiðingum. Þeim mun minni líkur eru til að mynda á að áföll í æsku fylgi fólki út ævina. Gott dæmi um skammsýni í þessum efni er aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Stærstur hluti örorkulífeyris er greiddur vegna geðrænna veikinda fólks. Notkun Íslendinga á þunglyndislyfjum er tvöföld á við meðaltal OECD og Íslendingar nota 37% meira af svefnlyfjum en næsta Norðurlandaþjóð, Svíar. Algengi sjálfsvíga og geðrænna veikinda er grafalvarlegt vandamál sem verður að setja í forgrunn. Það eru alltof mörg sem neita sér um þessa þjónustu vegna kostnaðar eða langra biðlista. Forvarnir skipta öllu máli, á það jafnt við um líkamlega sjúkdóma sem og andlega. Þar á allur okkar fókus að vera. En til þess þarf að setja í forgang að greiða fyrir aðgengi fólks að fyrirbyggjandi úrræðum og leggja allt í sölurnar til að tryggja að öryggisnetin okkar virki. Tryggjum aðgengi að nauðsynlegri þjónustu Komist Viðreisn í ríkisstjórn verður rík áhersla lögð á að vinda ofan af þessu flókna kerfi okkar. Kerfi sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn bera höfuðábyrgð á. Frá 1995 hefur Framsóknarflokkurinn nefnilega stýrt félagsmálaráðuneytinu í 20 ár af 26, eða rúmlega 77% tímans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt fjármálaráðuneytinu í 22 ár af 26 frá 1995 eða rúmlega 85% tímans. Þessir flokkar bera hér mikla ábyrgð. Viðreisn leggur áherslu á að fólkið okkar eigi gott líf og þau kerfi sem eiga að halda utan um það verði einfaldari og sveigjanlegri. Niðurgreiðsla á sálfræðimeðferð- eða annarri klínískri meðferð er þar lykilatriði. Öflugt og sveigjanlegt almannatryggingakerfi er forsenda lífsgæða og velferðar. Sömuleiðis ætlar Viðreisn að draga úr bráðavanda og biðlistum í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Þetta snýst um pólitíska ákvörðun um að setja fólk og velferð í forgang. Viðreisn er tilbúin að taka þann slag. Höfundur er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun