Að byrgja brunn ... Jóna Kristín Gunnarsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson skrifa 13. september 2021 12:01 Fyrir einstakling með ógreint og/eða vanmeðhöndlað ADHD [eða aðrar raskanir] skiptir snemmbært inngrip sköpum. Óbreytt staða getur hæglega leitt til kvíða og þunglyndis, rýrir þannig lífsgæði og afleiddur kostnaður einstaklings sem og hins opinbera óheyrilegur, hvort heldur í félagslegu eða hagrænu tilliti. Það eitt að geta leitað til sálfræðings án þess að setja heimilisbókhaldið á hliðina getur varnað því að einstaklingur þrói með sér kvíða og þunglyndi og þannig aukið á vanda viðkomandi, löngu áður en horft er til ADHD eða annara raskana sem hinn raunverulega orsakavald. Ef til kemur, verður eftirleikurinn jafnframt mun auðveldari og styttra í að viðkomandi taki flugið á eigin forsendum. Þetta á við um börn og einstaklinga sem greinast á fullorðinsárum. Munurinn er sá að eftir 18 ára aldur hefur sálfræðiþjónusta hingað til ekki fallið undir kostnaðþátttöku Sjúkratrygginga. ADHD samtökin hafa lengi bent á þennan hnökra í kerfinu. Um miðjan síðasta áratug settu samtökin verkefnið í öndvegi, enda um sjálfsagðan hluta af heilsugæslu að ræða, sem jafnframt geti dragi úr þörf fyrir frekari meðferð. Sama hvort litið sé til ADHD eða annara raskana og sjúkdóma. Á síðasta ári samþykkti loks Alþingi að svo skildi verða, en heldur lítið virðist vera um efndir. Reyndar, til að gæta allrar sanngirni birtist á vordögum 2021 auglýsing frá Sjúkratryggingum þar sem óskað var eftir „áhugasömum fyrirtækjum til viðræðna um sálfræðiþjónustu samkvæmt tilvísun frá heilsugæslu.“ Það á semsagt, korter í kosningar, að skutla 100 milljónum í málaflokkinn. Eða í besta falli einhver 5-10% af [van-] áætlaðri þörf. Hér væri nær að stjórnvöld hlusti á rök sérfræðinga í þessum málum, s.s. geðlækna og sálfræðinga. Besta leiðin til að lækka kostnað til lengri tíma litið, er einfaldlega að útrýma biðlistum með því að tryggja faglegt inngrip sem fyrst. Þessi orð eru sett fram í nafni ADHD samtakanna, hvers skjólstæðingar telja eitthvað um 20.000. Kostnaðarþátttaka Sjúkratrygginga vegna sálfræðiþjónustu snertir þó mun stærri hóp og því má öllu þenkjandi fólki vera ljóst að rétt framkvæmd muni skipta sköpum fyrir samfélagið allt. Þess vegna skora ADHD samtökin á frambjóðendur allra flokka til Alþingis haustið 2021 að taka á þessu þverpóltíska máli af staðfestu. Byrgja brunninn áður en stór hluti þjóðarinna fellur í hann. Fyrir hönd ADHD samtakanna, Jóna Kristín Gunnarsdóttir, varaformaðurVilhjálmur Hjálmarsson, formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir einstakling með ógreint og/eða vanmeðhöndlað ADHD [eða aðrar raskanir] skiptir snemmbært inngrip sköpum. Óbreytt staða getur hæglega leitt til kvíða og þunglyndis, rýrir þannig lífsgæði og afleiddur kostnaður einstaklings sem og hins opinbera óheyrilegur, hvort heldur í félagslegu eða hagrænu tilliti. Það eitt að geta leitað til sálfræðings án þess að setja heimilisbókhaldið á hliðina getur varnað því að einstaklingur þrói með sér kvíða og þunglyndi og þannig aukið á vanda viðkomandi, löngu áður en horft er til ADHD eða annara raskana sem hinn raunverulega orsakavald. Ef til kemur, verður eftirleikurinn jafnframt mun auðveldari og styttra í að viðkomandi taki flugið á eigin forsendum. Þetta á við um börn og einstaklinga sem greinast á fullorðinsárum. Munurinn er sá að eftir 18 ára aldur hefur sálfræðiþjónusta hingað til ekki fallið undir kostnaðþátttöku Sjúkratrygginga. ADHD samtökin hafa lengi bent á þennan hnökra í kerfinu. Um miðjan síðasta áratug settu samtökin verkefnið í öndvegi, enda um sjálfsagðan hluta af heilsugæslu að ræða, sem jafnframt geti dragi úr þörf fyrir frekari meðferð. Sama hvort litið sé til ADHD eða annara raskana og sjúkdóma. Á síðasta ári samþykkti loks Alþingi að svo skildi verða, en heldur lítið virðist vera um efndir. Reyndar, til að gæta allrar sanngirni birtist á vordögum 2021 auglýsing frá Sjúkratryggingum þar sem óskað var eftir „áhugasömum fyrirtækjum til viðræðna um sálfræðiþjónustu samkvæmt tilvísun frá heilsugæslu.“ Það á semsagt, korter í kosningar, að skutla 100 milljónum í málaflokkinn. Eða í besta falli einhver 5-10% af [van-] áætlaðri þörf. Hér væri nær að stjórnvöld hlusti á rök sérfræðinga í þessum málum, s.s. geðlækna og sálfræðinga. Besta leiðin til að lækka kostnað til lengri tíma litið, er einfaldlega að útrýma biðlistum með því að tryggja faglegt inngrip sem fyrst. Þessi orð eru sett fram í nafni ADHD samtakanna, hvers skjólstæðingar telja eitthvað um 20.000. Kostnaðarþátttaka Sjúkratrygginga vegna sálfræðiþjónustu snertir þó mun stærri hóp og því má öllu þenkjandi fólki vera ljóst að rétt framkvæmd muni skipta sköpum fyrir samfélagið allt. Þess vegna skora ADHD samtökin á frambjóðendur allra flokka til Alþingis haustið 2021 að taka á þessu þverpóltíska máli af staðfestu. Byrgja brunninn áður en stór hluti þjóðarinna fellur í hann. Fyrir hönd ADHD samtakanna, Jóna Kristín Gunnarsdóttir, varaformaðurVilhjálmur Hjálmarsson, formaður
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar