Handbolti

Hall­dór Jóhann um mót­herja Sel­fyssinga: Spila stór­kalla­bolta, eru þungir og miklir en ekki hraðir

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Halldór Jóhann er spenntur fyrir komandi tímabili.
Halldór Jóhann er spenntur fyrir komandi tímabili. Vísir/Sigurjón

Selfoss leikur gegn tékkneska liðinu KH ISMM Kopřivnice í Evrópubikarnum í handbolta. Verða báðir leikirnir leikni ytra um næstu helgi.

„Þetta er lið sem lenti í 4. sæti í deildinni úti, við lentum í 4. sæti í deildinni hér. Held að deildirnar séu svipaðar að getu að mörgu leyti. Þetta er svolítill stórkallabolti, stórir strákar, þungir og miklir en ekki hraðir. Við erum ekki með miklar upplýsingar, ég er með einn leik núna og er að vonast eftir öðrum um helgina svo við förum ekki alveg blindir til leiks,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon um verkefnið sem framundan er.

„Myndi segja að þetta væru svona 50/50 möguleikar en auðvitað erum við á útivelli í báðum leikjunum. Það er mikil áhætta en á Covid-tímum er þetta einfaldasti kosturinn. Þeir gáfu okkur gott tilboð og við ákváðum að stökkva á það.“

„Við förum snemma, á þriðjduagskvöldi, og leikið er á laugardag og sunnudag. Nýtum þetta í æfingar líka og náum að hrista hópinn saman fyrir átökin í Olís-deildinni sem er mjög jákvætt.“

Klippa: Halldór Jóhann um Tékklands ævintýri Selfyssina

Tíu leikmenn fjarverandi

„Í ljósi þess að á þessum tíu manna lista eru allt sem gætu spilað í byrjunarliðinu og hafa spilað í byrjunarliðinu á síðustu tveimur árum. Við þurfum bara að komast í gegnum þetta. Ég fæ vonandi leikmenn til baka í lok október og byrjun nóvember og vonandi meiðist enginn á meðan.“

„Held að hún hafi sjaldan verið jafn sterk og hún er í ár. Bæði erum við að fá leikmenn heim og fá upp góða kynslóð af leikmönnum. Liðin eru fjölmörg gífurlega sterk. Haukar gríðar sterkir, FH gríðar sterkir, Stjarnan gríðar sterkir, Afturelding er með afar sterkan hóp. Við erum mjög sterkir þegar við erum komnir með alla okkar leikmenn.“

„Held þetta verði mjög skemmtileg deild, mjög jöfn. Vonandi verða fá stig milli 1. sætis og 8. til 9. sætis,“ sagði Halldór Jóhann að endingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×