Þær eru miklu sterkari en þær sýndu í dag Sverrir Mar Smárason skrifar 12. september 2021 17:00 Vilhjálmur Kári var sáttur með 6-1 sigur í dag. Vísir/Hulda Margrét Vilhjálmur Kári, þjálfari Breiðabliks, var að vonum sáttur með 6-1 sinna stelpna á öflugu liði Þróttar R. í lokaumferð Pepsi-Max deild kvenna í dag. „Mér fannst þetta bara flottur leikur hjá stelpunum. Fannst þær spila bara nokkuð vel miðað við erfiðar aðstæður. Það er ekkert auðvelt að spila í svona veðri en mér fannst við bara ná fínu spili, góðum mörkum og fínum leik. Gott að enda þetta svona,“ sagði Vilhjálmur. Agla María Albertsdóttur átti frábæran leik í dag, lagði upp þrjú mörk og skoraði eitt. Með fleiri mörkum í dag hefði hún getað nælt sér í gullskóinn. „Agla María er náttúrulega búin að vera frábær í sumar og það sem mér finnst kannski einkenna hennar leik er að hún er mikið að leggja upp og mikið að búa til. Það er ekki allt bara fengið með því að vera markadrottning. Hún er náttúrulega bæði búin að skora mikið og hún er búin að leggja upp mörg mörk þannig að það er bara frábær eiginleiki að gera hvoru tveggja og það gerir hana að þessum leikmanni sem hún er. Hún er einn besti leikmaðurinn í deildinni,“ sagði Vilhjálmur um Öglu Maríu. Nýlega tilkynnti Vilhjálmur að hann myndi hætta sem þjálfari Breiðabliks eftir tímabilið en það er ekki búið enn. Næst á dagskrá er úrslitaleikur í Mjólkurbikarnum og í kjölfarið fyrsta riðlakeppnin í Meistaradeild kvenna. „Lýst bara mjög vel á þetta. Það er frábært að fara í bikarúrslitin en það verður mjög erfiður leikur á móti sterku Þróttaraliði. Þær áttu ekki mjög góðan leik í dag fannst mér, þær eru miklu sterkari en þær sýndu í dag. Það verður mjög erfiður og spennandi leikur reikna ég með,“ sagði Vilhjálmur um bikarúrslitin og bætti svo við „það verður mjög spennandi (drátturinn í Meistaradeildinni á morgun), maður verður við skjáinn. Við erum með okkar fulltrúa, Úlla Hinriks, á staðnum en við fylgjumst bara með hér og verður mjög spennandi að sjá á móti hvaða liðum við erum að fara að spila,“ sagði Vilhjálmur að lokum um Meistaradeildina. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
„Mér fannst þetta bara flottur leikur hjá stelpunum. Fannst þær spila bara nokkuð vel miðað við erfiðar aðstæður. Það er ekkert auðvelt að spila í svona veðri en mér fannst við bara ná fínu spili, góðum mörkum og fínum leik. Gott að enda þetta svona,“ sagði Vilhjálmur. Agla María Albertsdóttur átti frábæran leik í dag, lagði upp þrjú mörk og skoraði eitt. Með fleiri mörkum í dag hefði hún getað nælt sér í gullskóinn. „Agla María er náttúrulega búin að vera frábær í sumar og það sem mér finnst kannski einkenna hennar leik er að hún er mikið að leggja upp og mikið að búa til. Það er ekki allt bara fengið með því að vera markadrottning. Hún er náttúrulega bæði búin að skora mikið og hún er búin að leggja upp mörg mörk þannig að það er bara frábær eiginleiki að gera hvoru tveggja og það gerir hana að þessum leikmanni sem hún er. Hún er einn besti leikmaðurinn í deildinni,“ sagði Vilhjálmur um Öglu Maríu. Nýlega tilkynnti Vilhjálmur að hann myndi hætta sem þjálfari Breiðabliks eftir tímabilið en það er ekki búið enn. Næst á dagskrá er úrslitaleikur í Mjólkurbikarnum og í kjölfarið fyrsta riðlakeppnin í Meistaradeild kvenna. „Lýst bara mjög vel á þetta. Það er frábært að fara í bikarúrslitin en það verður mjög erfiður leikur á móti sterku Þróttaraliði. Þær áttu ekki mjög góðan leik í dag fannst mér, þær eru miklu sterkari en þær sýndu í dag. Það verður mjög erfiður og spennandi leikur reikna ég með,“ sagði Vilhjálmur um bikarúrslitin og bætti svo við „það verður mjög spennandi (drátturinn í Meistaradeildinni á morgun), maður verður við skjáinn. Við erum með okkar fulltrúa, Úlla Hinriks, á staðnum en við fylgjumst bara með hér og verður mjög spennandi að sjá á móti hvaða liðum við erum að fara að spila,“ sagði Vilhjálmur að lokum um Meistaradeildina. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira