Hver er stefna Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðismálum? Þorsteinn Sæmundsson skrifar 12. september 2021 12:31 Leiðtogar Sjálfstæðisflokks og VG hafa undanfarandi lýst löngun sinni til að endurnýja núverandi stjórnarsamstarf að loknum kosningum í haust. Leiðtogarnir hafa lagt sig fram um að sýna gott samband sín á milli. Meðal annars hafa þau tekið sér tíma frá því að baka vandræði við ríkisstjórnarborðið og gripið í að baka bollakökur í sjónvarpinu. Allt er þetta huggulegt og má maður segja krúttlegt en nauðsynlegt er burtséð frá kökubakstrinum að vita hvað hugsanlegt framlengt stjórnarsamstarf gæti falið í sér. Í fjögur ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið þátt í að sveigja heilbrigðiskerfið í átt að auknum ríkisrekstri á kostnað sjálfstætt starfandi aðila og félagasamtaka. Þessi vegferð hefur haft í för með sér skerðingu á heilbrigðisþjónustu við almenning. Nefna má nokkur dæmi. Sjálfstæðisflokkurinn tekur þátt í að viðhalda biðlistum í algengum aðgerðum s.s. liðskiptaaðgerðum á hné og mjöðm í stað þess að semja við innlendan einkaaðila sem er þess albúinn að gera fjölda slíkra aðgerða. Í stað þess tekur Sjálfstæðisflokkurinn þátt í að senda sjúklinga á einkasjúkrahús í Svíþjóð vegna sömu aðgerða. Kostnaðurinn er tvö og hálft til þrefaldur miðað við það sem er í boði hér á landi. Þess má geta að Sjálfstæðisflokkurinn fer með ríkisfjármálin. Sjálfstæðisflokkurinn tekur þátt í að halda fjölda kvenna sem bíða niðurstaðna leghálssýna í spennitreyju og sættir sig við að úrvinnsla sýna dragist vegna sendinga til Danmerkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur engar athugasemdir uppi við ástandið. Sjálfstæðisflokkurinn ræður fjármálaráðuneytinu í núverandi ríkisstjórn. Flokkurinn hefur enga tilburði uppi til að koma á samningum milli sjálfstætt starfandi sérfræðinga sem hafa verið án samningssambands síðan árið 2018 heldur styður við stefnu sem lækkað hefur framlög til einkarekinna aðila úr 6 til 7% af heildarútgjöldum til heilbrigðismála í 4% á örfáum árum. Flokkurinn styður jafnframt stefnu varðandi endurgreiðslur til skjólstæðinga sérfræðilækna sem hugsanlega standast ekki lög um bókhald eins og fram kom í nýlegri grein í Morgunblaðinu. Enn er minnt á að Sjálfstæðisflokkurinn hefur lyklavöld að fjármálaráðuneytinu. Sjálfstæðisflokkurinn styður stefnu sem er hægt og hægt að sliga rekstur hjúkrunarheimila og hefur neytt sveitarfélög til að gefast upp við þann rekstur. Heldur nöturleg framkoma við fólkið sem ól okkur upp ekki satt. Sjálfstæðisflokkurinn boðar nýfenginn áhuga á heilbrigðismálum og kveðst vilja breytingar………..eftir kosningar. Það sama er uppi á teningnum í málefnum eldra fólks. Þar á að bæta úr áralangri vanrækslu flokksins……..eftir kosningar. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hljóta að hugsa sig um og inna forystu flokksins eftir stefnu hans í heilbrigðismálum. Ungir læknar sem hafa lokið framhaldsnámi erlendis veigra sér við að koma heim vegna ófremdarástands á Landspítala og víðar í heilbrigðiskerfinu sem er á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins. Mikill hluti þessa unga fólks lítur ekki á Ísland sem ,,land tækifæranna“ og haslar sér því völl erlendis. Það er illbætanlegur skaði fyrir Ísland og Íslendinga í boði Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Leiðtogar Sjálfstæðisflokks og VG hafa undanfarandi lýst löngun sinni til að endurnýja núverandi stjórnarsamstarf að loknum kosningum í haust. Leiðtogarnir hafa lagt sig fram um að sýna gott samband sín á milli. Meðal annars hafa þau tekið sér tíma frá því að baka vandræði við ríkisstjórnarborðið og gripið í að baka bollakökur í sjónvarpinu. Allt er þetta huggulegt og má maður segja krúttlegt en nauðsynlegt er burtséð frá kökubakstrinum að vita hvað hugsanlegt framlengt stjórnarsamstarf gæti falið í sér. Í fjögur ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið þátt í að sveigja heilbrigðiskerfið í átt að auknum ríkisrekstri á kostnað sjálfstætt starfandi aðila og félagasamtaka. Þessi vegferð hefur haft í för með sér skerðingu á heilbrigðisþjónustu við almenning. Nefna má nokkur dæmi. Sjálfstæðisflokkurinn tekur þátt í að viðhalda biðlistum í algengum aðgerðum s.s. liðskiptaaðgerðum á hné og mjöðm í stað þess að semja við innlendan einkaaðila sem er þess albúinn að gera fjölda slíkra aðgerða. Í stað þess tekur Sjálfstæðisflokkurinn þátt í að senda sjúklinga á einkasjúkrahús í Svíþjóð vegna sömu aðgerða. Kostnaðurinn er tvö og hálft til þrefaldur miðað við það sem er í boði hér á landi. Þess má geta að Sjálfstæðisflokkurinn fer með ríkisfjármálin. Sjálfstæðisflokkurinn tekur þátt í að halda fjölda kvenna sem bíða niðurstaðna leghálssýna í spennitreyju og sættir sig við að úrvinnsla sýna dragist vegna sendinga til Danmerkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur engar athugasemdir uppi við ástandið. Sjálfstæðisflokkurinn ræður fjármálaráðuneytinu í núverandi ríkisstjórn. Flokkurinn hefur enga tilburði uppi til að koma á samningum milli sjálfstætt starfandi sérfræðinga sem hafa verið án samningssambands síðan árið 2018 heldur styður við stefnu sem lækkað hefur framlög til einkarekinna aðila úr 6 til 7% af heildarútgjöldum til heilbrigðismála í 4% á örfáum árum. Flokkurinn styður jafnframt stefnu varðandi endurgreiðslur til skjólstæðinga sérfræðilækna sem hugsanlega standast ekki lög um bókhald eins og fram kom í nýlegri grein í Morgunblaðinu. Enn er minnt á að Sjálfstæðisflokkurinn hefur lyklavöld að fjármálaráðuneytinu. Sjálfstæðisflokkurinn styður stefnu sem er hægt og hægt að sliga rekstur hjúkrunarheimila og hefur neytt sveitarfélög til að gefast upp við þann rekstur. Heldur nöturleg framkoma við fólkið sem ól okkur upp ekki satt. Sjálfstæðisflokkurinn boðar nýfenginn áhuga á heilbrigðismálum og kveðst vilja breytingar………..eftir kosningar. Það sama er uppi á teningnum í málefnum eldra fólks. Þar á að bæta úr áralangri vanrækslu flokksins……..eftir kosningar. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hljóta að hugsa sig um og inna forystu flokksins eftir stefnu hans í heilbrigðismálum. Ungir læknar sem hafa lokið framhaldsnámi erlendis veigra sér við að koma heim vegna ófremdarástands á Landspítala og víðar í heilbrigðiskerfinu sem er á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins. Mikill hluti þessa unga fólks lítur ekki á Ísland sem ,,land tækifæranna“ og haslar sér því völl erlendis. Það er illbætanlegur skaði fyrir Ísland og Íslendinga í boði Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun