Hraunkvika rennur á ný í Geldingadölum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2021 12:00 Hér má sjá að kvikan er farin að koma upp í gígnum í Fagradalsfjalli. Matthias Vogt Óróinn í Fagradalsfjalli fór að aukast skyndilega í morgun eftir lengstu lægð eldgossins frá upphafi þess. Flugmaður sem flaug yfir Geldingadali í morgun segist hafa verið gríðarlega spenntur þegar hann sá að farið sé að flæða úr gígnum að nýju. Eldgosið í Geldingadölum hefur haldið sig nokkuð til hlés undanfarna viku en ekkert hefur sést í hraun renna úr gígnum síðan fimmtudaginn 2. september síðastliðinn og er þetta lengsta pásan sem gosið hefur tekið sér hingað til. Virknin í Fagradalsfjalli jókst hins vegar skyndilega í morgun og fer enn vaxandi. Hraun er nú loks farið að renna úr gígnum eftir langt hlé. „Ég var frekar hissa vegna þess að ég bjóst ekki við því að sjá nokkra hraunkviku,“ segir Matthias Vogt, flugmaður hjá Volcano Heli, en hann flaug yfir Geldingadali um klukkan tíu í morgun. Á vesturhlið gígsins hafi hann séð hraun flæða úr gígveggnum og í vesturátt niður hlíðina. „Á vesturhlið gígsins var lítið gat, þar sem hraunkvika rann út og niður gíghlíðina í vesturátt.“ Þegar hann hafi flogið nær gígnum hafi hann séð rauðglóandi hraun ofan í gígnum. Matthías segist hafa flogið margoft yfir Geldingadali frá því gosið hófst í mars, jafnvel nokkrum sinnum á dag. Hefurðu flogið oft yfir gíginn? „Já, margoft. Í rauninn alveg síðan í mars, síðan fyrsta dag gossins hef ég flogið þarna yfir nokkrum sinnum á dag,“ segir Matthias. Hann segist hafa verið mjög spenntur þegar hann sá hraunið flæða að nýju eftir vikulangt hlé. Í hvert skipti sem hann fljúgi yfir svæðið sé eitthvað nýtt og spennandi að sjá. „Ég var mjög, mjög spenntur að sjá það. Auðvitað hef ég séð þetta margoft en þetta er aldrei leiðinlegt og alltaf magnað að sjá hlutina sem eru að gerast þarna,“ sagði Matthías Vogt, flugmaður hjá Volcano Heli. Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Greinilegt að kvika streymi enn úr eldstöðinni Þó hálfgert goshlé hafi staðið í tæpa viku við Geldingadali er greinilegt að enn streymi einhver kvika upp á yfirborðið við eldstöðina. Ótímabært er að velta upp möguleikanum á að gosinu sé að ljúka. 8. september 2021 09:11 Gosið hafi mannast Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sást frá Suðurstrandavegi. Eldfjallafræðingur telur að gosið hafi mannast. 27. ágúst 2021 09:00 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira
Eldgosið í Geldingadölum hefur haldið sig nokkuð til hlés undanfarna viku en ekkert hefur sést í hraun renna úr gígnum síðan fimmtudaginn 2. september síðastliðinn og er þetta lengsta pásan sem gosið hefur tekið sér hingað til. Virknin í Fagradalsfjalli jókst hins vegar skyndilega í morgun og fer enn vaxandi. Hraun er nú loks farið að renna úr gígnum eftir langt hlé. „Ég var frekar hissa vegna þess að ég bjóst ekki við því að sjá nokkra hraunkviku,“ segir Matthias Vogt, flugmaður hjá Volcano Heli, en hann flaug yfir Geldingadali um klukkan tíu í morgun. Á vesturhlið gígsins hafi hann séð hraun flæða úr gígveggnum og í vesturátt niður hlíðina. „Á vesturhlið gígsins var lítið gat, þar sem hraunkvika rann út og niður gíghlíðina í vesturátt.“ Þegar hann hafi flogið nær gígnum hafi hann séð rauðglóandi hraun ofan í gígnum. Matthías segist hafa flogið margoft yfir Geldingadali frá því gosið hófst í mars, jafnvel nokkrum sinnum á dag. Hefurðu flogið oft yfir gíginn? „Já, margoft. Í rauninn alveg síðan í mars, síðan fyrsta dag gossins hef ég flogið þarna yfir nokkrum sinnum á dag,“ segir Matthias. Hann segist hafa verið mjög spenntur þegar hann sá hraunið flæða að nýju eftir vikulangt hlé. Í hvert skipti sem hann fljúgi yfir svæðið sé eitthvað nýtt og spennandi að sjá. „Ég var mjög, mjög spenntur að sjá það. Auðvitað hef ég séð þetta margoft en þetta er aldrei leiðinlegt og alltaf magnað að sjá hlutina sem eru að gerast þarna,“ sagði Matthías Vogt, flugmaður hjá Volcano Heli.
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Greinilegt að kvika streymi enn úr eldstöðinni Þó hálfgert goshlé hafi staðið í tæpa viku við Geldingadali er greinilegt að enn streymi einhver kvika upp á yfirborðið við eldstöðina. Ótímabært er að velta upp möguleikanum á að gosinu sé að ljúka. 8. september 2021 09:11 Gosið hafi mannast Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sást frá Suðurstrandavegi. Eldfjallafræðingur telur að gosið hafi mannast. 27. ágúst 2021 09:00 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira
Greinilegt að kvika streymi enn úr eldstöðinni Þó hálfgert goshlé hafi staðið í tæpa viku við Geldingadali er greinilegt að enn streymi einhver kvika upp á yfirborðið við eldstöðina. Ótímabært er að velta upp möguleikanum á að gosinu sé að ljúka. 8. september 2021 09:11
Gosið hafi mannast Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sást frá Suðurstrandavegi. Eldfjallafræðingur telur að gosið hafi mannast. 27. ágúst 2021 09:00