Tölum um sjálfsvíg Sigurborg Sveinsdóttir og Svava Arnardóttir skrifa 10. september 2021 09:00 10. september er alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga og þá eru gjarnan skipulagðir alls kyns viðburðir til að opna umræðuna um sjálfsskaða og sjálfsvíg, auk þess sem fjöldi fallegra minningarstunda á sér stað. Við höfum sjálfar íhugað og reynt að taka eigið líf. Við erum líka hluti af hópi Hugaraflsfólks sem hefur persónulega reynslu af málefninu og erum að gefa út bókina Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum. Við höfum sterka skoðun og reynslu af því hvernig mismunandi umræða getur reynst skaðleg og önnur hjálpleg. Það skiptir máli hvaða orð við notum. Þau endurspegla þá hugmyndafræði sem við aðhyllumst og hvaða framtíðarmöguleika við eigum ef við höfum á annað borð einhvern tímann upplifað öngstræti. Þegar við tölum um sjálfsskaða, sjálfsvígshugsanir og -tilraunir þá hættir fólki til að sjúkdómsvæða skiljanlega angist og nota gildishlaðin orð. Sá orðaforði kemur oft úr læknisfræðilega líkaninu. Sjálfsskaði, sjálfsvígshugsanir og -tilraunir eru ekki sjúkdómseinkenni. Við erum gagnrýnar á réttmæti geðsjúkdómagreininga og teljum þær ekki sjálfkrafa hjálplegar. Þær ná að sama skapi takmarkað utan um upplifanir okkar og sýna ekki heildarmynd vandans. Einnig ber að nefna að fjöldi fólks hefur upplifað þessa angist án þess að hafa nokkurn tímann fengið geðsjúkdómastimpil. Ekkert okkar „fremur sjálfsmorð“ eða „fremur sjálfsvíg“ því við erum ekki að tala um glæp og við viljum ekki ala frekar á fordómum í þessum málaflokki. Við tölum um það að taka eigið líf, velja að kveðja þennan heim, stytta sér aldur eða sjá sér engar aðrar leiðir færar til að lifa áfram. Við viljum opna umræðuna um þessar skiljanlegu tilfinningar og uppræta skömmina sem viðhelst í óvönduðu orðavali. Við höfum líka tekið eftir ákveðinni orðræðu hjá þeim sem vilja opna umræðu um sjálfsvíg. Þar er endurtekið talað um von og myndavalið sýnir gjarnan logandi sprittkerti. Við vitum af eigin reynslu að þetta er rétt og lífið getur orðið betra en á sama tíma ná þessi skilaboð engan veginn til markhópsins þegar við erum í öngstræti. Þetta virkar innantómt og það þarf að mæta hverju og einu okkar þar sem við erum stödd hverju sinni. Það er ekki nóg að segja að við þurfum að tala um hlutina eða að það sé von. Það þarf að leggja spilin á borðið og ræða rætur vandans og gefa raunveruleg tól til að rækta von í staðinn fyrir að nefna hana eingöngu á orð, líkt og hún spretti fram úr tómarúmi. Hvað um það þegar fólk deyr vegna sjálfsvígs? Við höfum orðið varar við óhjálplegt orðalag líkt og „Hann tapaði fyrir sjúkdómnum“, „Hún var ekki rétt (sjúkdóms)greind“, „Hán var með falinn sjúkdóm“, „Við gerðum allt; þau voru hjá geðlækni, fengu geðlyf eða voru hjá sálfræðingi“. Við sem samfélag vorum að tapa einstaklingi, það var ekki einstaklingur sem tapaði baráttunni. Við skiljum að það leynist einhver sáluhjálp í því að tengja sjálfsvígið við yfirnáttúruleg öfl, veikindi eða geðsjúkdóm, líkt og þetta væri bílslys eða náttúruhamfarir. Það léttir aðeins af ábyrgðinni og vanlíðaninni sem eftirlifendur finna fyrir og miðlar því að þetta hafi í raun verið óviðráðanlegt. Staðreyndin er sú að aðstandendur gerðu allt sem þau gátu miðað við upplýsingarnar sem þau höfðu um eðli sjálfsskaða og sjálfsvíga. Aðstandendu og samfélagið hafa hins vegar í raun ekki verið með hjálplegustu bjargráðin né hugmyndafræðina til að takast á við undirliggjandi orsök vandans sem birtist fyrst og fremst sem einstaklingsþjáning. Fólk grípur þess vegna til sjúkdómsgreininga því það er að reyna að einfalda einhvern veruleika sem er flóknari en svo. Við viljum fjarlægja þessa sjúkdómstengingu en veita sáluhjálpina og stuðninginn. Við getum því miður ekki bjargað öllum og í flestum tilvikum hefur fólk þjáðst lengi í þögn áður en þau yfirgefa þennan heim. Í raun getum við ekki bjargað neinum nema okkur sjálfum. Það sem eftirlifendur geta gert er að miðla nýrri sýn, opna umræðuna og vinna að auknum jöfnuði í samfélaginu svo aðstæður fólks batni og færri neyðist til að ganga í gegnum svartnætti. Við viljum heyra frá fólki sem hefur íhugað eða reynt að taka eigið líf. Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga ætti að miðla persónulegum reynslu- og batasögum fólks sem hefur verið á þessum stað. Það vantar sárlega umræðu um bata og það sem reynist okkur hjálplegt. Þær eru ekki áberandi í umræðunni í dag. Það heyrast nær eingöngu sögur frá aðstandendum sem hafa misst ástvin eða viðtöl við fagfólk sem telur mikilvægt að ræða efnið út frá þeim sjónarhóli að þetta sé hræðilegur fjölskylduharmleikur eða fylgifiskur svokallaðra geðsjúkdóma. Það eru haldnar fallegar minningarstundir og söfnunarátök um þau sem hafa farið og restin af umræðunni varðar þau sem eru að berjast fyrir eigin lífi í vanlíðan sem virðist engan endi taka. Okkur langar að draga fram umræðu um að við erum gríðarlega stór hópur fólks sem hafa verið á þessum stað en fögnum nú lífinu, eða erum þakklát fyrir að hafa ekki náð að fara, eða erum í það minnsta sátt í dag. Við erum ekki alltaf himinlifandi eða hoppandi kát, en við erum ekki í endalausu ströggli. Ekki frekar en öll önnur! Höfundar eru Hugaraflsfélagar og tveir af höfundum bókarinnar Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
10. september er alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga og þá eru gjarnan skipulagðir alls kyns viðburðir til að opna umræðuna um sjálfsskaða og sjálfsvíg, auk þess sem fjöldi fallegra minningarstunda á sér stað. Við höfum sjálfar íhugað og reynt að taka eigið líf. Við erum líka hluti af hópi Hugaraflsfólks sem hefur persónulega reynslu af málefninu og erum að gefa út bókina Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum. Við höfum sterka skoðun og reynslu af því hvernig mismunandi umræða getur reynst skaðleg og önnur hjálpleg. Það skiptir máli hvaða orð við notum. Þau endurspegla þá hugmyndafræði sem við aðhyllumst og hvaða framtíðarmöguleika við eigum ef við höfum á annað borð einhvern tímann upplifað öngstræti. Þegar við tölum um sjálfsskaða, sjálfsvígshugsanir og -tilraunir þá hættir fólki til að sjúkdómsvæða skiljanlega angist og nota gildishlaðin orð. Sá orðaforði kemur oft úr læknisfræðilega líkaninu. Sjálfsskaði, sjálfsvígshugsanir og -tilraunir eru ekki sjúkdómseinkenni. Við erum gagnrýnar á réttmæti geðsjúkdómagreininga og teljum þær ekki sjálfkrafa hjálplegar. Þær ná að sama skapi takmarkað utan um upplifanir okkar og sýna ekki heildarmynd vandans. Einnig ber að nefna að fjöldi fólks hefur upplifað þessa angist án þess að hafa nokkurn tímann fengið geðsjúkdómastimpil. Ekkert okkar „fremur sjálfsmorð“ eða „fremur sjálfsvíg“ því við erum ekki að tala um glæp og við viljum ekki ala frekar á fordómum í þessum málaflokki. Við tölum um það að taka eigið líf, velja að kveðja þennan heim, stytta sér aldur eða sjá sér engar aðrar leiðir færar til að lifa áfram. Við viljum opna umræðuna um þessar skiljanlegu tilfinningar og uppræta skömmina sem viðhelst í óvönduðu orðavali. Við höfum líka tekið eftir ákveðinni orðræðu hjá þeim sem vilja opna umræðu um sjálfsvíg. Þar er endurtekið talað um von og myndavalið sýnir gjarnan logandi sprittkerti. Við vitum af eigin reynslu að þetta er rétt og lífið getur orðið betra en á sama tíma ná þessi skilaboð engan veginn til markhópsins þegar við erum í öngstræti. Þetta virkar innantómt og það þarf að mæta hverju og einu okkar þar sem við erum stödd hverju sinni. Það er ekki nóg að segja að við þurfum að tala um hlutina eða að það sé von. Það þarf að leggja spilin á borðið og ræða rætur vandans og gefa raunveruleg tól til að rækta von í staðinn fyrir að nefna hana eingöngu á orð, líkt og hún spretti fram úr tómarúmi. Hvað um það þegar fólk deyr vegna sjálfsvígs? Við höfum orðið varar við óhjálplegt orðalag líkt og „Hann tapaði fyrir sjúkdómnum“, „Hún var ekki rétt (sjúkdóms)greind“, „Hán var með falinn sjúkdóm“, „Við gerðum allt; þau voru hjá geðlækni, fengu geðlyf eða voru hjá sálfræðingi“. Við sem samfélag vorum að tapa einstaklingi, það var ekki einstaklingur sem tapaði baráttunni. Við skiljum að það leynist einhver sáluhjálp í því að tengja sjálfsvígið við yfirnáttúruleg öfl, veikindi eða geðsjúkdóm, líkt og þetta væri bílslys eða náttúruhamfarir. Það léttir aðeins af ábyrgðinni og vanlíðaninni sem eftirlifendur finna fyrir og miðlar því að þetta hafi í raun verið óviðráðanlegt. Staðreyndin er sú að aðstandendur gerðu allt sem þau gátu miðað við upplýsingarnar sem þau höfðu um eðli sjálfsskaða og sjálfsvíga. Aðstandendu og samfélagið hafa hins vegar í raun ekki verið með hjálplegustu bjargráðin né hugmyndafræðina til að takast á við undirliggjandi orsök vandans sem birtist fyrst og fremst sem einstaklingsþjáning. Fólk grípur þess vegna til sjúkdómsgreininga því það er að reyna að einfalda einhvern veruleika sem er flóknari en svo. Við viljum fjarlægja þessa sjúkdómstengingu en veita sáluhjálpina og stuðninginn. Við getum því miður ekki bjargað öllum og í flestum tilvikum hefur fólk þjáðst lengi í þögn áður en þau yfirgefa þennan heim. Í raun getum við ekki bjargað neinum nema okkur sjálfum. Það sem eftirlifendur geta gert er að miðla nýrri sýn, opna umræðuna og vinna að auknum jöfnuði í samfélaginu svo aðstæður fólks batni og færri neyðist til að ganga í gegnum svartnætti. Við viljum heyra frá fólki sem hefur íhugað eða reynt að taka eigið líf. Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga ætti að miðla persónulegum reynslu- og batasögum fólks sem hefur verið á þessum stað. Það vantar sárlega umræðu um bata og það sem reynist okkur hjálplegt. Þær eru ekki áberandi í umræðunni í dag. Það heyrast nær eingöngu sögur frá aðstandendum sem hafa misst ástvin eða viðtöl við fagfólk sem telur mikilvægt að ræða efnið út frá þeim sjónarhóli að þetta sé hræðilegur fjölskylduharmleikur eða fylgifiskur svokallaðra geðsjúkdóma. Það eru haldnar fallegar minningarstundir og söfnunarátök um þau sem hafa farið og restin af umræðunni varðar þau sem eru að berjast fyrir eigin lífi í vanlíðan sem virðist engan endi taka. Okkur langar að draga fram umræðu um að við erum gríðarlega stór hópur fólks sem hafa verið á þessum stað en fögnum nú lífinu, eða erum þakklát fyrir að hafa ekki náð að fara, eða erum í það minnsta sátt í dag. Við erum ekki alltaf himinlifandi eða hoppandi kát, en við erum ekki í endalausu ströggli. Ekki frekar en öll önnur! Höfundar eru Hugaraflsfélagar og tveir af höfundum bókarinnar Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar