Innlent

Greini­legt að kvika streymi enn úr eld­stöðinni

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Það hefur verið lítið að sjá við gosstöðvarnar á daginn en á nóttunni hefur sést glitta í glóðir. Þá er greinilegt að gas streymir enn upp úr gígnum.
Það hefur verið lítið að sjá við gosstöðvarnar á daginn en á nóttunni hefur sést glitta í glóðir. Þá er greinilegt að gas streymir enn upp úr gígnum. vísir/vilhelm

Þó hálfgert goshlé hafi staðið í tæpa viku við Geldingadali er greinilegt að enn streymi einhver kvika upp á yfirborðið við eldstöðina. Ótímabært er að velta upp möguleikanum á að gosinu sé að ljúka.

Þetta segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu í morgunsárið. Hún segir að næturvaktin hafi séð glitta í smá glóð við gíginn í nótt og síðustu nætur.

Þá sést greinilega að gas kemur enn upp úr gígnum sem þýðir að kvika er þar enn að koma upp, þó hún sé augljóslega ekki í miklu magni.

Svipað goshlé varð í sumar en gosið tók þá aftur við sér eftir nokkurra daga hlé með miklum látum.

Gosið hefur nokkrum sinnum skipt um takt og ekki ólíklegt að það taki aftur við sér af fullum krafti á næstunni.

„En það er bara eins og alltaf erfitt að segja til um þetta. Við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist næstu daga,“ segir Bryndís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×