Forvarnir eru lykilatriði í heilbrigðisþjónustu framtíðar Unnur Pétursdóttir skrifar 8. september 2021 11:01 Ein helsta áskorun heilbrigðiskerfisins á næstu áratugum er öldrun þjóðarinnar og það fyrirsjáanlega álag sem hún mun valda í velferðarkerfinu. Mikið var fjallað um öldrunarmál frá mörgum sjónarhornum á heilbrigðisþingi í lok ágúst. Ljóst er ef kerfið á ekki að sligast undan álaginu þá eru forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir lykilatriði. Þar mun sjúkraþjálfun leika stórt hlutverk. Önnur áskorun eru lífstílssjúkdómar og afleiðingar hreyfingarleysis á heilbrigðiskerfið. Nú þegar ber mjög á lífstílssjúkdómum hjá fjölda fólks, allt niður í börn og unglinga. og munu þeir verða vaxandi vandamál þegar þessar yngstu kynslóðir okkar eldast. Því er brýnt að hér á landi sé fjölmennur hópur sjúkraþjálfara sem bæði hefur þekkingu á sjúkdómafræðinni og þjálfunarfræðinni og getur aðstoðað fólk við að koma sínum málum í betra horf. Í þriðja lagi er fólk að átta sig á því hversu gríðarlega stórt hlutverk sjúkraþjálfun gegnir í krabbabeinsmeðferð og ekki síður eftir meðferð. Hér áður fyrr átti fólk bara að vera þakklátt fyrir að ná bata. Vaxandi vitund er um nauðsyn endurhæfingar hjá þessum hópi fólks. Sjúkraþjálfarar fá nú til sín fólk á öllum aldri sem þarf að ná fyrri þrótti, þreki og lífsgæðum og þarna er þörfin að springa út. Endurhæfing eftir Covid-19 Nýjasti vinkillinn hjá sjúkraþjálfurum er endurhæfing eftir Covid-19. Íslenskir sjúkraþjálfarar fylgjast vel með niðurstöðum allra rannsókna sem eru að koma fram. Þar hefur komið í ljós að aðstæður fólks sem hefur fengið Covid eru sérstakar að því leyti að þar kemur inn óvæntur síþreytuþáttur. Þetta þarf að hafa ofarlega í huga í endurhæfingu þessa hóps. Það fylgja þessu sérstök langvarandi einkenni sem eru ólík þeim sem eru til dæmis vegna lífstílssjúkdóma eða eftir krabbameinsmeðferð. Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar 8. september Af þessu sökum er alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar, sem haldinn er hátíðlegur í dag, 8. september, tileinkaður endurhæfingu í kjölfar Covid-19. Það er vel við hæfi, enda hefur ekkert haft eins gífurleg áhrif á heilbrigðiskerfi alls heimsins á síðari tímum. Heilbrigðisstarfsfólk um allan heim hefur unnið þrekvirki við að annast þá sem veikst hafa og rétt er að benda á að þar hafa sjúkraþjálfarar, sem hafa sérhæft sig í lungnasjúkraþjálfun, unnið markvert starf á gjörgæsludeildum um allan heim, þ.á.m. hér á Landspítalanum. Nú er hins vegar komið að endurhæfingu margra þeirra og það verður eflaust margra ára verkefni allra endurhæfingarstétta. Tækifæri sem mega ekki glatast Margsannað er að sjúkraþjálfun, sem er tiltölulega ódýrt úrræði, seinkar verulega þörf eldra fólks og fatlaðra fyrir umfangsmeiri og miklu dýrari þjónustu. Sjúkraþjálfun hefur gríðarlegt forvarnargildi og þó svo að stór hópur eldri borgara og langveikra geti nýtt sér líkamsrækt sem stendur öllum til boða, þá er mikilvægt að fólk fái notið heilsueflingar sjúkraþjálfara, sem með þekkingu á sjúkdómum og/eða einkennum viðkomandi geta samþætt heilsueflingu og heilsufarsástand viðkomandi. Eitt stærsta tækifæri framtíðar er fjarheilbrigðisþjónusta. Efling fjarsjúkraþjálfunar er nauðsyn. Það er ljóst að hvorki verður nægur mannafli né fjármunir í framtíðinni til að sinna öllum í beinni, staðbundinni þjónustu í framtíðinni og því er brýnt að þessi þáttur þjónustunnar verði stórefldur. Það er spennandi þróun í sambandi við þennan vaxandi hóp aldraðra að eftir því sem árin líða verður þetta fólk sífellt leiknara í tæknilausnum. Lykillinn að aukinni endurhæfingarþjónustu við eldri borgara liggur í því að færa þjónustu eins og fræðslu, leiðbeiningar og eftirfylgni að einhverju leiti í fjarþjónustu. Í þessum efnum felst stórt tækifæri sem má ekki glatast Samningslaust við sjúkraþjálfara Rétt er í lokin að benda á að ekki hefur verið samningur í gildi við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara síðan í janúar 2020. Brýnt er að tryggja fjármagn sem gerir Sjúkratryggingum Íslands kleyft að gera ásættanlega samninga við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara um þjónustu þeirra. Ljóst er að þörfin á þjónustu sjúkraþjálfara mun aukast á næstu árum og áratugum og því er nauðsynlegt að gera ráð fyrir aukinni þörf á sjúkraþjálfun á fjárlögum. Hver króna sem sett er í endurhæfingu skilar sér til baka í auknum lífsgæðum og þjóðhagslegum verðmætum. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ein helsta áskorun heilbrigðiskerfisins á næstu áratugum er öldrun þjóðarinnar og það fyrirsjáanlega álag sem hún mun valda í velferðarkerfinu. Mikið var fjallað um öldrunarmál frá mörgum sjónarhornum á heilbrigðisþingi í lok ágúst. Ljóst er ef kerfið á ekki að sligast undan álaginu þá eru forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir lykilatriði. Þar mun sjúkraþjálfun leika stórt hlutverk. Önnur áskorun eru lífstílssjúkdómar og afleiðingar hreyfingarleysis á heilbrigðiskerfið. Nú þegar ber mjög á lífstílssjúkdómum hjá fjölda fólks, allt niður í börn og unglinga. og munu þeir verða vaxandi vandamál þegar þessar yngstu kynslóðir okkar eldast. Því er brýnt að hér á landi sé fjölmennur hópur sjúkraþjálfara sem bæði hefur þekkingu á sjúkdómafræðinni og þjálfunarfræðinni og getur aðstoðað fólk við að koma sínum málum í betra horf. Í þriðja lagi er fólk að átta sig á því hversu gríðarlega stórt hlutverk sjúkraþjálfun gegnir í krabbabeinsmeðferð og ekki síður eftir meðferð. Hér áður fyrr átti fólk bara að vera þakklátt fyrir að ná bata. Vaxandi vitund er um nauðsyn endurhæfingar hjá þessum hópi fólks. Sjúkraþjálfarar fá nú til sín fólk á öllum aldri sem þarf að ná fyrri þrótti, þreki og lífsgæðum og þarna er þörfin að springa út. Endurhæfing eftir Covid-19 Nýjasti vinkillinn hjá sjúkraþjálfurum er endurhæfing eftir Covid-19. Íslenskir sjúkraþjálfarar fylgjast vel með niðurstöðum allra rannsókna sem eru að koma fram. Þar hefur komið í ljós að aðstæður fólks sem hefur fengið Covid eru sérstakar að því leyti að þar kemur inn óvæntur síþreytuþáttur. Þetta þarf að hafa ofarlega í huga í endurhæfingu þessa hóps. Það fylgja þessu sérstök langvarandi einkenni sem eru ólík þeim sem eru til dæmis vegna lífstílssjúkdóma eða eftir krabbameinsmeðferð. Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar 8. september Af þessu sökum er alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar, sem haldinn er hátíðlegur í dag, 8. september, tileinkaður endurhæfingu í kjölfar Covid-19. Það er vel við hæfi, enda hefur ekkert haft eins gífurleg áhrif á heilbrigðiskerfi alls heimsins á síðari tímum. Heilbrigðisstarfsfólk um allan heim hefur unnið þrekvirki við að annast þá sem veikst hafa og rétt er að benda á að þar hafa sjúkraþjálfarar, sem hafa sérhæft sig í lungnasjúkraþjálfun, unnið markvert starf á gjörgæsludeildum um allan heim, þ.á.m. hér á Landspítalanum. Nú er hins vegar komið að endurhæfingu margra þeirra og það verður eflaust margra ára verkefni allra endurhæfingarstétta. Tækifæri sem mega ekki glatast Margsannað er að sjúkraþjálfun, sem er tiltölulega ódýrt úrræði, seinkar verulega þörf eldra fólks og fatlaðra fyrir umfangsmeiri og miklu dýrari þjónustu. Sjúkraþjálfun hefur gríðarlegt forvarnargildi og þó svo að stór hópur eldri borgara og langveikra geti nýtt sér líkamsrækt sem stendur öllum til boða, þá er mikilvægt að fólk fái notið heilsueflingar sjúkraþjálfara, sem með þekkingu á sjúkdómum og/eða einkennum viðkomandi geta samþætt heilsueflingu og heilsufarsástand viðkomandi. Eitt stærsta tækifæri framtíðar er fjarheilbrigðisþjónusta. Efling fjarsjúkraþjálfunar er nauðsyn. Það er ljóst að hvorki verður nægur mannafli né fjármunir í framtíðinni til að sinna öllum í beinni, staðbundinni þjónustu í framtíðinni og því er brýnt að þessi þáttur þjónustunnar verði stórefldur. Það er spennandi þróun í sambandi við þennan vaxandi hóp aldraðra að eftir því sem árin líða verður þetta fólk sífellt leiknara í tæknilausnum. Lykillinn að aukinni endurhæfingarþjónustu við eldri borgara liggur í því að færa þjónustu eins og fræðslu, leiðbeiningar og eftirfylgni að einhverju leiti í fjarþjónustu. Í þessum efnum felst stórt tækifæri sem má ekki glatast Samningslaust við sjúkraþjálfara Rétt er í lokin að benda á að ekki hefur verið samningur í gildi við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara síðan í janúar 2020. Brýnt er að tryggja fjármagn sem gerir Sjúkratryggingum Íslands kleyft að gera ásættanlega samninga við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara um þjónustu þeirra. Ljóst er að þörfin á þjónustu sjúkraþjálfara mun aukast á næstu árum og áratugum og því er nauðsynlegt að gera ráð fyrir aukinni þörf á sjúkraþjálfun á fjárlögum. Hver króna sem sett er í endurhæfingu skilar sér til baka í auknum lífsgæðum og þjóðhagslegum verðmætum. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun