Loka í Aðalstræti og leggja minni áherslu á miðbæinn Eiður Þór Árnason skrifar 8. september 2021 08:00 Breytingar eru framundan við Aðalstræti 9. Te og kaffi Te og kaffi hefur lokað kaffihúsi sínu við Aðalstræti í Reykjavík eftir níu ára rekstur. Aðstoðarframkvæmdastjóri segir að miðbærinn hafi tekið breytingum og keðjan leggi nú meiri áherslu á önnur svæði. „Leigusamningurinn okkar var að klárast og við tókum þá ákvörðun að framlengja hann ekki. Reksturinn er búinn að vera strembinn í undanförnu ástandi og það þurfti líka að fara í endurbætur á staðnum sem var ekki talið svara kostnaði,“ segir Halldór Guðmundsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Te og kaffis. Þá sé stutt í næsta útibú keðjunnar við Lækjartorg. Hann segir að miklar breytingar hafi átt sér stað í miðbænum á seinustu árum og viðskiptin að einhverju leyti færst á önnur svæði. „Okkur hefur fundist þessi staður vera aðeins útundan og töldum okkar hagsmuni ekki liggja þarna til framtíðar. En við erum nýbúin að opna nýjan stað í Garðabænum og erum bara að horfa á önnur markaðssvæði heldur en miðbæinn.“ Einnig spili inn í að kaffihúsið á Aðalstræti hafi verið lítið og tekið tiltölulega fáa í sæti. „Rekstrarkostnaður er bara búinn að aukast það mikið að við getum ekki leyft okkur að vera með svona litla staði í rekstri lengur.“ Setur spurningarmerki við fyrirkomulag uppbyggingar Halldór segir að faraldurinn hafi vissulega haft áhrif á rekstur fyrirtækisins en að sumir staðir hafi gengið mun betur en aðrir. „Sérstaklega þar sem við erum með Íslendingana eins og í verslunarmiðstöðvunum, Hamraborg og Borgartúninu. Þessir staðir hafa komið fínt út úr Covid-inu en miðbærinn á enn langt í land.“ Stóraukið framboð af stöðum í miðbænum hafi haft áhrif á rekstrargrundvöllinn. „Það er svo gríðarlega mikið af öllu þar og það breytir svolítið dýnamíkinni. Ég myndi segja að sú uppbygging sem hefur átt sér þarna stað virðist vera eins og menn hafi gert ráð fyrir tuttugu prósenta aukningu ferðamanna ár eftir ár. Það er margt frábært búið að gerast í uppbyggingu en við erum farin að leggja minni áherslu á miðbæinn.“ Eftir standa þrjú kaffihús Te og kaffis í 101. Halldór segir að engin ástæða sé fyrir fastagesti að hafa áhyggjur af framtíð þeirra í bráð. „Við erum nokkuð staðráðin í því að halda áfram á þeim stöðum. Við teljum að það sé góður rekstrargrundvöllur fyrir því.“ Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló „Ég var svo svekkt að geta ekki horft á teiknimyndirnar á laugardagsmorgnum. Því pabbi dró mann á fætur til að kíkja á kaffihúsið,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð og skellihlær. 18. apríl 2021 08:01 Te hjá Te og Kaffi hækkaði um rúm 20 prósent milli mánaða Tugprósenta verðhækkun á tei á milli mánaða hjá Te og kaffi. 18. október 2019 13:15 Kaffihús Te & kaffi hverfa úr verslunum Eymundsson Ekki náðist samkomulag um frekara samstarf. 9. ágúst 2019 16:10 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
„Leigusamningurinn okkar var að klárast og við tókum þá ákvörðun að framlengja hann ekki. Reksturinn er búinn að vera strembinn í undanförnu ástandi og það þurfti líka að fara í endurbætur á staðnum sem var ekki talið svara kostnaði,“ segir Halldór Guðmundsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Te og kaffis. Þá sé stutt í næsta útibú keðjunnar við Lækjartorg. Hann segir að miklar breytingar hafi átt sér stað í miðbænum á seinustu árum og viðskiptin að einhverju leyti færst á önnur svæði. „Okkur hefur fundist þessi staður vera aðeins útundan og töldum okkar hagsmuni ekki liggja þarna til framtíðar. En við erum nýbúin að opna nýjan stað í Garðabænum og erum bara að horfa á önnur markaðssvæði heldur en miðbæinn.“ Einnig spili inn í að kaffihúsið á Aðalstræti hafi verið lítið og tekið tiltölulega fáa í sæti. „Rekstrarkostnaður er bara búinn að aukast það mikið að við getum ekki leyft okkur að vera með svona litla staði í rekstri lengur.“ Setur spurningarmerki við fyrirkomulag uppbyggingar Halldór segir að faraldurinn hafi vissulega haft áhrif á rekstur fyrirtækisins en að sumir staðir hafi gengið mun betur en aðrir. „Sérstaklega þar sem við erum með Íslendingana eins og í verslunarmiðstöðvunum, Hamraborg og Borgartúninu. Þessir staðir hafa komið fínt út úr Covid-inu en miðbærinn á enn langt í land.“ Stóraukið framboð af stöðum í miðbænum hafi haft áhrif á rekstrargrundvöllinn. „Það er svo gríðarlega mikið af öllu þar og það breytir svolítið dýnamíkinni. Ég myndi segja að sú uppbygging sem hefur átt sér þarna stað virðist vera eins og menn hafi gert ráð fyrir tuttugu prósenta aukningu ferðamanna ár eftir ár. Það er margt frábært búið að gerast í uppbyggingu en við erum farin að leggja minni áherslu á miðbæinn.“ Eftir standa þrjú kaffihús Te og kaffis í 101. Halldór segir að engin ástæða sé fyrir fastagesti að hafa áhyggjur af framtíð þeirra í bráð. „Við erum nokkuð staðráðin í því að halda áfram á þeim stöðum. Við teljum að það sé góður rekstrargrundvöllur fyrir því.“
Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló „Ég var svo svekkt að geta ekki horft á teiknimyndirnar á laugardagsmorgnum. Því pabbi dró mann á fætur til að kíkja á kaffihúsið,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð og skellihlær. 18. apríl 2021 08:01 Te hjá Te og Kaffi hækkaði um rúm 20 prósent milli mánaða Tugprósenta verðhækkun á tei á milli mánaða hjá Te og kaffi. 18. október 2019 13:15 Kaffihús Te & kaffi hverfa úr verslunum Eymundsson Ekki náðist samkomulag um frekara samstarf. 9. ágúst 2019 16:10 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló „Ég var svo svekkt að geta ekki horft á teiknimyndirnar á laugardagsmorgnum. Því pabbi dró mann á fætur til að kíkja á kaffihúsið,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð og skellihlær. 18. apríl 2021 08:01
Te hjá Te og Kaffi hækkaði um rúm 20 prósent milli mánaða Tugprósenta verðhækkun á tei á milli mánaða hjá Te og kaffi. 18. október 2019 13:15
Kaffihús Te & kaffi hverfa úr verslunum Eymundsson Ekki náðist samkomulag um frekara samstarf. 9. ágúst 2019 16:10