Bíó og sjónvarp

Byrja að kynna Matrix með pilluvali

Samúel Karl Ólason skrifar
Neo í Matrix Revolutions.
Neo í Matrix Revolutions.

Búið er að gera breytingar á heimasíðu Matrix kvikmyndanna í fyrsta sinn í nokkur ár. Það var gert í tilefni þess að sýna á fyrstu stiklu fjórðu myndarinnar úr söguheimi Wachowski systranna á fimmtudaginn.

Sú mynd heitir Matrix Resurrections og Keanu Reeves og Carrie-Anne Moss snúa þar aftur sem Neo og Trinity. Lana Wachowski leikstýrir myndinni.

Áhugasamir geta farið á síðuna What is the Matrix og valið rauða eða bláa pillu, eins og Thomas Anderson eða Neo sjálfur þurfti að gera í fyrstu myndinni.

Við það að velja pillu kemur stutt kitla sem sýnir hluta úr myndinni. Warner Bros. segir að forvitnir gætu smellt á pillurnar 180 þúsund sinnum, án þess að sjá sömu kitluna.

Til stendur að frumsýna Matrix Resurrections þann 22. desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.