Spáin fyrir Olís-deild karla 2021-22: Lífróðurinn róinn (10.-12. sæti) Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. september 2021 10:00 Grótta, HK og Víkingur munu berjast um að halda sér í Olís-deild karla. vísir/vilhelm/bára/víkingur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 16. september. Í fyrsta hluta spár okkar tökum við fyrir liðin sem við teljum að muni þurfa að berjast fyrir tilverurétti sínum í Olís-deildinni. HK og Víkingur voru bestu liðin í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili en bilið milli deildanna er mikið og veturinn gæti orðið langur í Kórnum og í Víkinni. Bæði lið hafa flakkað á milli deilda undanfarin ár en vilja ólm festa sig í sessi meðal þeirra bestu. Grótta endaði í 10. sæti Olís-deildarinnar á síðasta tímabili og má ekki slaka á ef liðið ætlar ekki að sogast niður í harða fallbaráttu í vetur. Seltirningar virðast þó vera með talsvert sterkara lið en HK-ingar og Víkingar. Víkingur í 12. sæti: Orðnir leiðir á jójó-leiknum Víkingur tók sæti Kríu í Olís-deildinni.víkingur Víkingur fékk jafn mörg stig og HK í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili á markatölu en lenti í 2. sæti á lakari árangri í innbyrðis viðureignum. Víkingar töpuðu svo fyrir Kríu í umspili um sæti í Olís-deildinni. Þeir fengu þó sætið á endanum eftir að Kría dró sig úr keppni. Þetta er í annað sinn á fjórum árum sem Víkingar fara upp í Olís-deildina með þessum hætti. Tímabilið 2017-18 tók Víkingur sæti KR í Olís-deildinni en vann aðeins einn leik og féll. Undanfarin aldarfjórðung hefur Víkingur flakkað á milli efstu og næstefstu deildar en eytt meiri tíma í þeirri næstefstu. Sautján ár eru síðan Víkingar héldu sér í efstu deild. Metnaðurinn í Víkinni er mikill og menn vilja hefja félagið til fyrri vegs og virðingar í handboltanum. Þeir gera sér þó grein fyrir að það gæti tekið tíma og óvíst er hvort leikmannahópur Víkings sé nógu sterkur til að halda sjó í Olís-deildinni. Víkingar vonast til að innkoma reynsluboltanna Jovans Kukobat og Péturs Júníussonar hjálpi til að halda liðinu uppi. Áhugavert verður að sjá hvað sá síðarnefndi getur fært Víkingum en hann hefur ekki spilað handbolta undanfarin ár. Þjálfari Víkings er Jón Gunnlaugur Viggósson sem er af miklum Víkingsættum. Honum til aðstoðar er Andri Berg Haraldsson en sonur hans, Jóhannes Berg, er í stóru hlutverki í Víkingsliðinu. Gengi Víkings undanfarinn áratug 2020-21: B-deild (2. sæti - tóku sæti Kríu) 2019-20: B-deild (7. sæti) 2018-19: B-deild (4. sæti) 2017-18: 12. sæti 2016-17: B-deild (3. sæti - tóku sæti KR) 2015-16: 10. sæti 2014-15: B-deild (2. sæti - upp í gegnum umspil) 2013-14: B-deild (6. sæti) 2012-13: B-deild (3. sæti) 2011-12: B-deild (2. sæti) Jóhannes Berg Andrason og Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings.víkingur Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Jóhann Reynir Gunnlaugsson frá Gróttu Benedikt Elvar Skarphéðinsson frá FH Gísli Jörgen Gíslason frá FH Jovan Kukobat frá Þór Pétur Júníusson byrjaður aftur Andri Dagur Ófeigsson frá Selfossi Jón Hjálmarsson byrjaður aftur Logi Ágústsson frá ÍR Farnir: Victor Máni Matthiasson til Fjölnis Bjartur Már Guðmundsson til Færeyja Logi Snædal Jónsson fluttur erlendis Örn Ingi Bjarkason hættur Róbert Petterson hættur Guðmundur Rögnvaldsson hættur Lykilmaðurinn Hjalti Már Hjaltason í kunnuglegri stöðu á línunni.víkingur Hjalti Már Hjaltason hefur verið lengi í Víkingi og reynst þeim rauðu og svörtu vel. Hann lék einkar vel á síðasta tímabili, skoraði 71 mark og var valinn besti varnarmaður Grill 66 deildarinnar á lokahófi HSÍ. Hjalti er Víkingum mikilvægur á báðum endum vallarins og er fyrirliði liðsins. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Ásgeir Örn Hallgrímsson fer yfir möguleika Víkings. Klippa: Víkingur 12. sæti HK í 11. sæti: Nýs Kórsstjóra bíður erfitt verkefni Kristján Ottó Hjálmsson er í stóru hlutverki hjá HK, jafnt í vörn sem sókn.vísir/daníel Timburmennirnir eftir Íslandsmeistaraárið 2012 vara enn hjá HK. Undanfarin ár hafa reynst félaginu erfið. Það endaði í neðsta sæti Olís-deildarinnar 2014 og 2015 og því næstneðsta 2020. Síðast þegar HK var í Olís-deildinni, tímabilið 2019-20, tapaði liðið fyrstu tólf leikjum sínum, fékk aðeins sex stig og féll nokkuð sannfærandi. En HK-ingar sneru bökum saman, unnu Grill 66-deildina á síðasta tímabili og endurheimtu sæti sitt í Olís-deildinni. Öfugt við þegar HK-ingar fóru síðast upp hafa þeir verið nokkuð rólegir á félagaskiptamarkaðnum og eru með svipað lið og í fyrra. Það er þó kominn nýr maður í brúnna, Sebastian Alexandersson sem tók við af Elíasi Má Halldórssyni. Sebastian er gríðarlega reynslumikill þjálfari sem fer oft frumlegar og óvenjulegar leiðir. Hann þarf að taka á öllu sem hann á til að halda HK í Olís-deildinni. Þar vill félagið vera en óvíst er hvort mannskapurinn sé nógu sterkur. Og miðað við frammistöðuna í bikarleiknum gegn Fram á HK talsvert í land. Þá heggur fjarvera hornamannsins unga og efnilega, Símons Michaels Guðjónssonar, stórt skarð í lið HK. Gengi HK undanfarinn áratug 2020-21: B-deild (1. sæti) 2019-20: 11. sæti 2018-19: B-deild (6. sæti - upp í gegnum umspil) 2017-18: B-deild (4. sæti) 2016-17: B-deild (6. sæti) 2015-16: B-deild (5. sæti) 2014-15: 10. sæti 2013-14: 8. sæti 2012-13: 5. sæti 2011-12: 4. sæti+Íslandsmeistari Bjarki Finnbogason er öflug skytta.vísir/bára Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Arnór Róbertssson frá Fram Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha frá Aftureldingu (á láni) Róbert Örn Karlsson frá Fram (á láni) Farnir: Kristófer Andri Daðason til Fram Ágúst Ingi Óskarsson til Færeyja Einar Pétur Pétursson hættur Lykilmaðurinn Hjörtur Ingi Halldórsson reyndist HK afar vel á síðasta tímabili.vísir/bára Hjörtur Ingi Halldórsson kom til HK frá Haukum fyrir síðasta tímabil. Hann var langmarkahæsti leikmaður HK með 103 mörk og einn af bestu leikmönnum Grill 66 deildarinnar. Hjörtur fær nú tækifæri til að sýna sig og sanna í Olís-deildinni og HK-ingar þurfa svo sannarlega á miklu og góðu framlagi frá honum að halda. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Theodór Ingi Pálmason fer yfir möguleika HK. Klippa: HK 11. sæti Grótta í 10. sæti: Ættu að enda réttu megin við strikið Grótta var fimm stigum frá fallsæti á síðasta tímabili.vísir/vilhelm Grótta endaði í 10. sæti Olís-deildarinnar á síðasta tímabili. Seltirningar spiluðu á köflum vel, voru inni í flestum leikjum og voru fimm stigum frá fallsæti þegar uppi var staðið. Grótta gulltryggði sæti sitt með því að vinna Þór í 20. umferðinni. Varnarleikur Seltirninga var að mestu góður en sóknarleikurinn ekki nógu beittur og aðeins liðin sem féllu skoruðu minna en Grótta. Hins vegar fengu sex lið á sig fleiri mörk en strákarnir hans Arnars Daða Arnarssonar sem er á sínu þriðja tímabili með Gróttu. Seltirningar gerðu vel á félagaskiptamarkaðnum í fyrra og fengu leikmenn sem skiptu sköpum. Má þar meðal annars nefna Gunnar Dan Hlynsson, Birgi Stein Jónsson, Andra Þór Helgason og síðast en ekki síst Stefán Huldar Stefánsson sem var besti leikmaður Gróttu á síðasta tímabili og einn besti leikmaður Olís-deildarinnar. Hann er horfinn á braut og það verður hægara sagt en gert að fylla skarð hans. Grótta hefur ekki gert jafn mikið á félagaskiptamarkaðnum að þessu sinni og það er erfitt að sjá liðið gera betur en í fyrra. Þeir hafa þó fengið nokkra spennandi leikmenn eins og Ívar Loga Styrmisson og Serbann Igor Mrsulja. Leiðin upp í sætin í úrslitakeppninni virðist vera lengri en bilið niður í fallbaráttuna fyrir Gróttu en Seltirningar ættu ef allt er eðlilegt að vera réttu megin við strikið næsta vor. Gengi Gróttu undanfarinn áratug 2020-21: 10. sæti 2019-20: B-deild (3. sæti) 2018-19: 12. sæti 2017-18: 9. sæti 2016-17: 8. sæti+8-liða úrslit 2015-16: 5. sæti+8-liða úrslit+bikarúrslit 2014-15: B-deild (1. sæti) 2013-14: B-deild (4. sæti) 2012-13: B-deild (4. sæti) 2011-12: 8. sæti Hannes Grimm stendur undir nafni og lætur jafnan finna fyrir sér í vörn Gróttu.vísir/vilhelm HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Mörk skoruð – 25,3 (10. sæti) Mörk á sig – 27,0 (6. sæti) Hlutfallsvarsla – 31,6% (5. sæti) Skotnýting – 56,9% (10. sæti) Tapaðir boltar – 10,5 (7. sæti) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Ívar Logi Styrmisson frá ÍBV (á láni) Einar Baldvin Baldvinsson frá Val Sveinn Brynjar Agnarsson frá ÍR (á láni) Igor Mrsulja frá Serbíu Akimasa Abe frá Japan Gunnar Hrafn Pálsson frá Stjörnunni Farnir: Jóhann Reynir Gunnlaugsson til Víkings Stefán Huldar Stefánsson til Hauka (var á láni) Satoru Goto til Japans Brynjar Jökull Guðmundsson til Vængja Júpíters Lykilmaðurinn Birgir Steinn Jónsson hefur reynst Gróttu mikil búbót.vísir/vilhelm Ein bestu félagaskipti síðasta tímabils voru þegar Grótta fékk Birgi Stein Jónsson frá Stjörnunni. Hann var bæði marka- og stoðsendingahæsti leikmaður Gróttu og þeirra langmikilvægasti sóknarmaður. Birgir var auk þess í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar. Hann þarf að eiga svipað gott tímabil í ár ef Grótta ætlar að halda sjó. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Ásgeir Örn Hallgrímsson fer yfir möguleika Gróttu. Klippa: Grótta 10. sæti Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Víkingur Reykjavík HK Grótta Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira
Í fyrsta hluta spár okkar tökum við fyrir liðin sem við teljum að muni þurfa að berjast fyrir tilverurétti sínum í Olís-deildinni. HK og Víkingur voru bestu liðin í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili en bilið milli deildanna er mikið og veturinn gæti orðið langur í Kórnum og í Víkinni. Bæði lið hafa flakkað á milli deilda undanfarin ár en vilja ólm festa sig í sessi meðal þeirra bestu. Grótta endaði í 10. sæti Olís-deildarinnar á síðasta tímabili og má ekki slaka á ef liðið ætlar ekki að sogast niður í harða fallbaráttu í vetur. Seltirningar virðast þó vera með talsvert sterkara lið en HK-ingar og Víkingar. Víkingur í 12. sæti: Orðnir leiðir á jójó-leiknum Víkingur tók sæti Kríu í Olís-deildinni.víkingur Víkingur fékk jafn mörg stig og HK í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili á markatölu en lenti í 2. sæti á lakari árangri í innbyrðis viðureignum. Víkingar töpuðu svo fyrir Kríu í umspili um sæti í Olís-deildinni. Þeir fengu þó sætið á endanum eftir að Kría dró sig úr keppni. Þetta er í annað sinn á fjórum árum sem Víkingar fara upp í Olís-deildina með þessum hætti. Tímabilið 2017-18 tók Víkingur sæti KR í Olís-deildinni en vann aðeins einn leik og féll. Undanfarin aldarfjórðung hefur Víkingur flakkað á milli efstu og næstefstu deildar en eytt meiri tíma í þeirri næstefstu. Sautján ár eru síðan Víkingar héldu sér í efstu deild. Metnaðurinn í Víkinni er mikill og menn vilja hefja félagið til fyrri vegs og virðingar í handboltanum. Þeir gera sér þó grein fyrir að það gæti tekið tíma og óvíst er hvort leikmannahópur Víkings sé nógu sterkur til að halda sjó í Olís-deildinni. Víkingar vonast til að innkoma reynsluboltanna Jovans Kukobat og Péturs Júníussonar hjálpi til að halda liðinu uppi. Áhugavert verður að sjá hvað sá síðarnefndi getur fært Víkingum en hann hefur ekki spilað handbolta undanfarin ár. Þjálfari Víkings er Jón Gunnlaugur Viggósson sem er af miklum Víkingsættum. Honum til aðstoðar er Andri Berg Haraldsson en sonur hans, Jóhannes Berg, er í stóru hlutverki í Víkingsliðinu. Gengi Víkings undanfarinn áratug 2020-21: B-deild (2. sæti - tóku sæti Kríu) 2019-20: B-deild (7. sæti) 2018-19: B-deild (4. sæti) 2017-18: 12. sæti 2016-17: B-deild (3. sæti - tóku sæti KR) 2015-16: 10. sæti 2014-15: B-deild (2. sæti - upp í gegnum umspil) 2013-14: B-deild (6. sæti) 2012-13: B-deild (3. sæti) 2011-12: B-deild (2. sæti) Jóhannes Berg Andrason og Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings.víkingur Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Jóhann Reynir Gunnlaugsson frá Gróttu Benedikt Elvar Skarphéðinsson frá FH Gísli Jörgen Gíslason frá FH Jovan Kukobat frá Þór Pétur Júníusson byrjaður aftur Andri Dagur Ófeigsson frá Selfossi Jón Hjálmarsson byrjaður aftur Logi Ágústsson frá ÍR Farnir: Victor Máni Matthiasson til Fjölnis Bjartur Már Guðmundsson til Færeyja Logi Snædal Jónsson fluttur erlendis Örn Ingi Bjarkason hættur Róbert Petterson hættur Guðmundur Rögnvaldsson hættur Lykilmaðurinn Hjalti Már Hjaltason í kunnuglegri stöðu á línunni.víkingur Hjalti Már Hjaltason hefur verið lengi í Víkingi og reynst þeim rauðu og svörtu vel. Hann lék einkar vel á síðasta tímabili, skoraði 71 mark og var valinn besti varnarmaður Grill 66 deildarinnar á lokahófi HSÍ. Hjalti er Víkingum mikilvægur á báðum endum vallarins og er fyrirliði liðsins. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Ásgeir Örn Hallgrímsson fer yfir möguleika Víkings. Klippa: Víkingur 12. sæti HK í 11. sæti: Nýs Kórsstjóra bíður erfitt verkefni Kristján Ottó Hjálmsson er í stóru hlutverki hjá HK, jafnt í vörn sem sókn.vísir/daníel Timburmennirnir eftir Íslandsmeistaraárið 2012 vara enn hjá HK. Undanfarin ár hafa reynst félaginu erfið. Það endaði í neðsta sæti Olís-deildarinnar 2014 og 2015 og því næstneðsta 2020. Síðast þegar HK var í Olís-deildinni, tímabilið 2019-20, tapaði liðið fyrstu tólf leikjum sínum, fékk aðeins sex stig og féll nokkuð sannfærandi. En HK-ingar sneru bökum saman, unnu Grill 66-deildina á síðasta tímabili og endurheimtu sæti sitt í Olís-deildinni. Öfugt við þegar HK-ingar fóru síðast upp hafa þeir verið nokkuð rólegir á félagaskiptamarkaðnum og eru með svipað lið og í fyrra. Það er þó kominn nýr maður í brúnna, Sebastian Alexandersson sem tók við af Elíasi Má Halldórssyni. Sebastian er gríðarlega reynslumikill þjálfari sem fer oft frumlegar og óvenjulegar leiðir. Hann þarf að taka á öllu sem hann á til að halda HK í Olís-deildinni. Þar vill félagið vera en óvíst er hvort mannskapurinn sé nógu sterkur. Og miðað við frammistöðuna í bikarleiknum gegn Fram á HK talsvert í land. Þá heggur fjarvera hornamannsins unga og efnilega, Símons Michaels Guðjónssonar, stórt skarð í lið HK. Gengi HK undanfarinn áratug 2020-21: B-deild (1. sæti) 2019-20: 11. sæti 2018-19: B-deild (6. sæti - upp í gegnum umspil) 2017-18: B-deild (4. sæti) 2016-17: B-deild (6. sæti) 2015-16: B-deild (5. sæti) 2014-15: 10. sæti 2013-14: 8. sæti 2012-13: 5. sæti 2011-12: 4. sæti+Íslandsmeistari Bjarki Finnbogason er öflug skytta.vísir/bára Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Arnór Róbertssson frá Fram Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha frá Aftureldingu (á láni) Róbert Örn Karlsson frá Fram (á láni) Farnir: Kristófer Andri Daðason til Fram Ágúst Ingi Óskarsson til Færeyja Einar Pétur Pétursson hættur Lykilmaðurinn Hjörtur Ingi Halldórsson reyndist HK afar vel á síðasta tímabili.vísir/bára Hjörtur Ingi Halldórsson kom til HK frá Haukum fyrir síðasta tímabil. Hann var langmarkahæsti leikmaður HK með 103 mörk og einn af bestu leikmönnum Grill 66 deildarinnar. Hjörtur fær nú tækifæri til að sýna sig og sanna í Olís-deildinni og HK-ingar þurfa svo sannarlega á miklu og góðu framlagi frá honum að halda. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Theodór Ingi Pálmason fer yfir möguleika HK. Klippa: HK 11. sæti Grótta í 10. sæti: Ættu að enda réttu megin við strikið Grótta var fimm stigum frá fallsæti á síðasta tímabili.vísir/vilhelm Grótta endaði í 10. sæti Olís-deildarinnar á síðasta tímabili. Seltirningar spiluðu á köflum vel, voru inni í flestum leikjum og voru fimm stigum frá fallsæti þegar uppi var staðið. Grótta gulltryggði sæti sitt með því að vinna Þór í 20. umferðinni. Varnarleikur Seltirninga var að mestu góður en sóknarleikurinn ekki nógu beittur og aðeins liðin sem féllu skoruðu minna en Grótta. Hins vegar fengu sex lið á sig fleiri mörk en strákarnir hans Arnars Daða Arnarssonar sem er á sínu þriðja tímabili með Gróttu. Seltirningar gerðu vel á félagaskiptamarkaðnum í fyrra og fengu leikmenn sem skiptu sköpum. Má þar meðal annars nefna Gunnar Dan Hlynsson, Birgi Stein Jónsson, Andra Þór Helgason og síðast en ekki síst Stefán Huldar Stefánsson sem var besti leikmaður Gróttu á síðasta tímabili og einn besti leikmaður Olís-deildarinnar. Hann er horfinn á braut og það verður hægara sagt en gert að fylla skarð hans. Grótta hefur ekki gert jafn mikið á félagaskiptamarkaðnum að þessu sinni og það er erfitt að sjá liðið gera betur en í fyrra. Þeir hafa þó fengið nokkra spennandi leikmenn eins og Ívar Loga Styrmisson og Serbann Igor Mrsulja. Leiðin upp í sætin í úrslitakeppninni virðist vera lengri en bilið niður í fallbaráttuna fyrir Gróttu en Seltirningar ættu ef allt er eðlilegt að vera réttu megin við strikið næsta vor. Gengi Gróttu undanfarinn áratug 2020-21: 10. sæti 2019-20: B-deild (3. sæti) 2018-19: 12. sæti 2017-18: 9. sæti 2016-17: 8. sæti+8-liða úrslit 2015-16: 5. sæti+8-liða úrslit+bikarúrslit 2014-15: B-deild (1. sæti) 2013-14: B-deild (4. sæti) 2012-13: B-deild (4. sæti) 2011-12: 8. sæti Hannes Grimm stendur undir nafni og lætur jafnan finna fyrir sér í vörn Gróttu.vísir/vilhelm HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Mörk skoruð – 25,3 (10. sæti) Mörk á sig – 27,0 (6. sæti) Hlutfallsvarsla – 31,6% (5. sæti) Skotnýting – 56,9% (10. sæti) Tapaðir boltar – 10,5 (7. sæti) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Ívar Logi Styrmisson frá ÍBV (á láni) Einar Baldvin Baldvinsson frá Val Sveinn Brynjar Agnarsson frá ÍR (á láni) Igor Mrsulja frá Serbíu Akimasa Abe frá Japan Gunnar Hrafn Pálsson frá Stjörnunni Farnir: Jóhann Reynir Gunnlaugsson til Víkings Stefán Huldar Stefánsson til Hauka (var á láni) Satoru Goto til Japans Brynjar Jökull Guðmundsson til Vængja Júpíters Lykilmaðurinn Birgir Steinn Jónsson hefur reynst Gróttu mikil búbót.vísir/vilhelm Ein bestu félagaskipti síðasta tímabils voru þegar Grótta fékk Birgi Stein Jónsson frá Stjörnunni. Hann var bæði marka- og stoðsendingahæsti leikmaður Gróttu og þeirra langmikilvægasti sóknarmaður. Birgir var auk þess í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar. Hann þarf að eiga svipað gott tímabil í ár ef Grótta ætlar að halda sjó. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Ásgeir Örn Hallgrímsson fer yfir möguleika Gróttu. Klippa: Grótta 10. sæti Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
2020-21: B-deild (2. sæti - tóku sæti Kríu) 2019-20: B-deild (7. sæti) 2018-19: B-deild (4. sæti) 2017-18: 12. sæti 2016-17: B-deild (3. sæti - tóku sæti KR) 2015-16: 10. sæti 2014-15: B-deild (2. sæti - upp í gegnum umspil) 2013-14: B-deild (6. sæti) 2012-13: B-deild (3. sæti) 2011-12: B-deild (2. sæti)
Komnir: Jóhann Reynir Gunnlaugsson frá Gróttu Benedikt Elvar Skarphéðinsson frá FH Gísli Jörgen Gíslason frá FH Jovan Kukobat frá Þór Pétur Júníusson byrjaður aftur Andri Dagur Ófeigsson frá Selfossi Jón Hjálmarsson byrjaður aftur Logi Ágústsson frá ÍR Farnir: Victor Máni Matthiasson til Fjölnis Bjartur Már Guðmundsson til Færeyja Logi Snædal Jónsson fluttur erlendis Örn Ingi Bjarkason hættur Róbert Petterson hættur Guðmundur Rögnvaldsson hættur
2020-21: B-deild (1. sæti) 2019-20: 11. sæti 2018-19: B-deild (6. sæti - upp í gegnum umspil) 2017-18: B-deild (4. sæti) 2016-17: B-deild (6. sæti) 2015-16: B-deild (5. sæti) 2014-15: 10. sæti 2013-14: 8. sæti 2012-13: 5. sæti 2011-12: 4. sæti+Íslandsmeistari
Komnir: Arnór Róbertssson frá Fram Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha frá Aftureldingu (á láni) Róbert Örn Karlsson frá Fram (á láni) Farnir: Kristófer Andri Daðason til Fram Ágúst Ingi Óskarsson til Færeyja Einar Pétur Pétursson hættur
2020-21: 10. sæti 2019-20: B-deild (3. sæti) 2018-19: 12. sæti 2017-18: 9. sæti 2016-17: 8. sæti+8-liða úrslit 2015-16: 5. sæti+8-liða úrslit+bikarúrslit 2014-15: B-deild (1. sæti) 2013-14: B-deild (4. sæti) 2012-13: B-deild (4. sæti) 2011-12: 8. sæti
Mörk skoruð – 25,3 (10. sæti) Mörk á sig – 27,0 (6. sæti) Hlutfallsvarsla – 31,6% (5. sæti) Skotnýting – 56,9% (10. sæti) Tapaðir boltar – 10,5 (7. sæti)
Komnir: Ívar Logi Styrmisson frá ÍBV (á láni) Einar Baldvin Baldvinsson frá Val Sveinn Brynjar Agnarsson frá ÍR (á láni) Igor Mrsulja frá Serbíu Akimasa Abe frá Japan Gunnar Hrafn Pálsson frá Stjörnunni Farnir: Jóhann Reynir Gunnlaugsson til Víkings Stefán Huldar Stefánsson til Hauka (var á láni) Satoru Goto til Japans Brynjar Jökull Guðmundsson til Vængja Júpíters
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Víkingur Reykjavík HK Grótta Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira