Veitir fjölskyldum langveikra barna aðstoð í gegnum Hjálparlínu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. september 2021 20:00 Bára Sigurjónsdóttir er gestur í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild. Spjallið með Góðvild „Landspítalinn er bráðasjúkrahús. Þannig að sú þjónusta sem er í boði þar er að meginhlutanum til sniðin í kringum bráðveika. Það er kannski eitt af því sem hefur verið erfiðara fyrir þá sem eru langveikir því þeir hafa aðrar þarfir en þeir sem eru bráðveikir,“ segir Bára Sigurjónsdóttir. Bára er sérfræðingur í hjúkrun barna og tók sérnám í hjúkrun langveikra og fatlaðra barna. Hún hefur unnið í þágu langveikra barna í yfir þrjátíu ár og býr því yfir gríðarlegri reynslu. Hún er gestur í nýjasta þætti af Spjallið með Góðvild þar sem hún ræðir skort á þjónustu við langveik börn og fjölskyldur þeirra, ásamt því að hún kynnir Hjálparlínu Góðvildar. Þegar Bára kom heim úr námi árið 2001 réðst hún í þá vinnu á Barnaspítalanum að búa til einhvers konar teymisþjónustu sem myndi halda utan um langveik börn og fjölskyldur þeirra. „Það verður að segjast að það var ekkert sérstaklega mikill áhugi þar innandyra að gera mikið. Vissulega hefur eitthvað áunnist í því. Það eru komin fleiri teymi og svona en hvernig sú þjónusta er held ég að sé misjafnt.“ Bára segir þó ekki nóg að bjóða upp á þjónustu inni á spítölum, þar sem langveik börn og foreldrar þeirra geti átt erfitt með að fara út úr húsi. Heyrir umræðuna í aðdraganda kosninga en sér ekki breytingar „Það þarf að gera miklu betur, af því fólkið er heima og það er þar sem stuðningurinn þarf að vera. Það þarf að koma til móts við fólk en spítalinn vill alltaf að fólk komi til sín,“ segir Bára. Hún telur þó ekki nóg að fólki bjóðist fimm til fimmtán mínútna innlit, heldur þurfi að efna til verulegs átaks. Hún segist þó heyra mikið rætt um að efla eigi heimahjúkrun, svona í aðdragandi kosninga, en hún hafi ekki orðið vör við neinar bætingar í þeim efnum. „Hún er svolítið skrítin þessi umræða. Það er talað um að það sé vilji fyrir því en það er í raun og veru ekki svo mikið gert í því. Það þarf að stórefla heimaþjónustu við alla aldurshópa hér á landi.“ Bára telur að ekki sé nægilega mikill vilji fyrir hendi að leysa þessi mál til frambúðar. „Það er hægt að búa til stuðningsnet á margan hátt en það þarf að vera horft meira til framtíðar og ekki alltaf að vera plástra eitthvað og íslenska leiðin „þetta reddast“ einhvern veginn.“ Færa aðstoðina nær fjölskyldum langveikra barna Í dag er Bára umsjónarmaður Hjálparlínu Góðvildar. Um er að ræða símaþjónustu þar sem aðstandendum langveikra barna gefst kostur á því að hringja inn og fá ráðgjöf í þeim málum sem eru aðkallandi. Markmið þjónustunnar er að veita stuðning og bæta lífsgæði barnsins og fjölskyldunnar. „Þetta er allt í sambandi við barnið í rauninni, umönnun eða bara allt mögulegt ... Hvað er til? Hvað er hugsanlegt að fá? Hvað myndum við ráðleggja? Eru þau veik? Á að leita til læknis? Þarf að gera það? Hvað væri sniðugt að gera í stöðunni?“ Eins og heyra má er um alhliða ráðgjöf að ræða og vettvang þar sem foreldrar eða aðrir umönnunaraðilar fá tækifæri til þess að fá aðstoð án þess að þurfa gera sér ferð upp á spítala. „Síðan eru það alls kyns praktísk ráð. Ég var að hjálpa á leikskólum svolítið, ef það eru börn þar og það þarf að fræða þetta fólk og hjálpa því og vera stuðningur. Það getur hringt og spurt spurninga.“ Þá geta foreldrar einnig fengið upplýsingar og ráð varðandi réttindamál. Bára segir að þetta geti verið flókið kerfi og foreldrar geti þurft aðstoð þegar kemur að umsóknum eða annarri pappírsvinnu. „Það eru alls konar svona hlutir og maður getur í rauninni greitt götu fólks, þó að maður sé eingöngu að gera það í gengum síma.“ Símatímar Hjálparlínu Góðvildar eru miðvikudögum á milli klukkan 13 og 16 og hvetur Bára foreldra eða aðra umönnunaraðila langveikra barna til þess að nýta sér þjónustuna. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020. Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Það eiga náttúrulega ekki að vera til biðlistar í svona“ „Þetta er það leiðinlega og erfiða í þessu,“ segir Sigrún Grendal Magnúsdóttir talmeinafræðingur um biðlistana eftir að komast að á Greiningar- og ráðgjafastöðinni. Sum börn bíða í eitt og hálft til tvö ár eftir að komast að. 24. ágúst 2021 21:04 Það á ekki að skipta máli hvar foreldrar vinna Börnum hér á landi er mismunað hvað varðar veikindarétt foreldra segir Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju. Fjöldi daga sem foreldri getur verið heima með barni í veikindum fer eftir barnafjölda fjölskyldunnar og stéttarfélagi. 10. ágúst 2021 14:31 „Ekki láta ykkur hverfa eftir jarðarförina“ Ína Lóa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvarinnar hefur kynnst sorginni af eigin raun. Hún missti barn á meðgöngu og svo seinna eiginmann og barnsföður sinn Árna Sigurðsson. 28. júlí 2021 10:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Sjá meira
Bára er sérfræðingur í hjúkrun barna og tók sérnám í hjúkrun langveikra og fatlaðra barna. Hún hefur unnið í þágu langveikra barna í yfir þrjátíu ár og býr því yfir gríðarlegri reynslu. Hún er gestur í nýjasta þætti af Spjallið með Góðvild þar sem hún ræðir skort á þjónustu við langveik börn og fjölskyldur þeirra, ásamt því að hún kynnir Hjálparlínu Góðvildar. Þegar Bára kom heim úr námi árið 2001 réðst hún í þá vinnu á Barnaspítalanum að búa til einhvers konar teymisþjónustu sem myndi halda utan um langveik börn og fjölskyldur þeirra. „Það verður að segjast að það var ekkert sérstaklega mikill áhugi þar innandyra að gera mikið. Vissulega hefur eitthvað áunnist í því. Það eru komin fleiri teymi og svona en hvernig sú þjónusta er held ég að sé misjafnt.“ Bára segir þó ekki nóg að bjóða upp á þjónustu inni á spítölum, þar sem langveik börn og foreldrar þeirra geti átt erfitt með að fara út úr húsi. Heyrir umræðuna í aðdraganda kosninga en sér ekki breytingar „Það þarf að gera miklu betur, af því fólkið er heima og það er þar sem stuðningurinn þarf að vera. Það þarf að koma til móts við fólk en spítalinn vill alltaf að fólk komi til sín,“ segir Bára. Hún telur þó ekki nóg að fólki bjóðist fimm til fimmtán mínútna innlit, heldur þurfi að efna til verulegs átaks. Hún segist þó heyra mikið rætt um að efla eigi heimahjúkrun, svona í aðdragandi kosninga, en hún hafi ekki orðið vör við neinar bætingar í þeim efnum. „Hún er svolítið skrítin þessi umræða. Það er talað um að það sé vilji fyrir því en það er í raun og veru ekki svo mikið gert í því. Það þarf að stórefla heimaþjónustu við alla aldurshópa hér á landi.“ Bára telur að ekki sé nægilega mikill vilji fyrir hendi að leysa þessi mál til frambúðar. „Það er hægt að búa til stuðningsnet á margan hátt en það þarf að vera horft meira til framtíðar og ekki alltaf að vera plástra eitthvað og íslenska leiðin „þetta reddast“ einhvern veginn.“ Færa aðstoðina nær fjölskyldum langveikra barna Í dag er Bára umsjónarmaður Hjálparlínu Góðvildar. Um er að ræða símaþjónustu þar sem aðstandendum langveikra barna gefst kostur á því að hringja inn og fá ráðgjöf í þeim málum sem eru aðkallandi. Markmið þjónustunnar er að veita stuðning og bæta lífsgæði barnsins og fjölskyldunnar. „Þetta er allt í sambandi við barnið í rauninni, umönnun eða bara allt mögulegt ... Hvað er til? Hvað er hugsanlegt að fá? Hvað myndum við ráðleggja? Eru þau veik? Á að leita til læknis? Þarf að gera það? Hvað væri sniðugt að gera í stöðunni?“ Eins og heyra má er um alhliða ráðgjöf að ræða og vettvang þar sem foreldrar eða aðrir umönnunaraðilar fá tækifæri til þess að fá aðstoð án þess að þurfa gera sér ferð upp á spítala. „Síðan eru það alls kyns praktísk ráð. Ég var að hjálpa á leikskólum svolítið, ef það eru börn þar og það þarf að fræða þetta fólk og hjálpa því og vera stuðningur. Það getur hringt og spurt spurninga.“ Þá geta foreldrar einnig fengið upplýsingar og ráð varðandi réttindamál. Bára segir að þetta geti verið flókið kerfi og foreldrar geti þurft aðstoð þegar kemur að umsóknum eða annarri pappírsvinnu. „Það eru alls konar svona hlutir og maður getur í rauninni greitt götu fólks, þó að maður sé eingöngu að gera það í gengum síma.“ Símatímar Hjálparlínu Góðvildar eru miðvikudögum á milli klukkan 13 og 16 og hvetur Bára foreldra eða aðra umönnunaraðila langveikra barna til þess að nýta sér þjónustuna. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Það eiga náttúrulega ekki að vera til biðlistar í svona“ „Þetta er það leiðinlega og erfiða í þessu,“ segir Sigrún Grendal Magnúsdóttir talmeinafræðingur um biðlistana eftir að komast að á Greiningar- og ráðgjafastöðinni. Sum börn bíða í eitt og hálft til tvö ár eftir að komast að. 24. ágúst 2021 21:04 Það á ekki að skipta máli hvar foreldrar vinna Börnum hér á landi er mismunað hvað varðar veikindarétt foreldra segir Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju. Fjöldi daga sem foreldri getur verið heima með barni í veikindum fer eftir barnafjölda fjölskyldunnar og stéttarfélagi. 10. ágúst 2021 14:31 „Ekki láta ykkur hverfa eftir jarðarförina“ Ína Lóa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvarinnar hefur kynnst sorginni af eigin raun. Hún missti barn á meðgöngu og svo seinna eiginmann og barnsföður sinn Árna Sigurðsson. 28. júlí 2021 10:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Sjá meira
„Það eiga náttúrulega ekki að vera til biðlistar í svona“ „Þetta er það leiðinlega og erfiða í þessu,“ segir Sigrún Grendal Magnúsdóttir talmeinafræðingur um biðlistana eftir að komast að á Greiningar- og ráðgjafastöðinni. Sum börn bíða í eitt og hálft til tvö ár eftir að komast að. 24. ágúst 2021 21:04
Það á ekki að skipta máli hvar foreldrar vinna Börnum hér á landi er mismunað hvað varðar veikindarétt foreldra segir Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju. Fjöldi daga sem foreldri getur verið heima með barni í veikindum fer eftir barnafjölda fjölskyldunnar og stéttarfélagi. 10. ágúst 2021 14:31
„Ekki láta ykkur hverfa eftir jarðarförina“ Ína Lóa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvarinnar hefur kynnst sorginni af eigin raun. Hún missti barn á meðgöngu og svo seinna eiginmann og barnsföður sinn Árna Sigurðsson. 28. júlí 2021 10:30