Mæta þörfum danska vinnumarkaðarins með fleiri eldri borgurum og háskólastúdentum Þorgils Jónsson skrifar 7. september 2021 11:28 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti í morgun umfangsmiklar aðgerðir til að fjölga fólki á vinnumarkaði. Getty Stjórnvöld í Danmörku vonast til þess að fjölga fólki á vinnumarkaði um rúm tíu þúsund á næstu níu árum. Mette Fredriksen forsætisráðherra og Nicolai Wammen fjármálaráðherra kynntu aðgerðapakka þar að lútandi í morgun, undir yfirskriftinni „Danmörk getur gert meira 1“. Fredriksen sagði að þessar ráðstafanir væru afar mikilvægar til að mæta bráðri vinnuaflsþörf atvinnulífsins og til að standa undir fjármögnun velferðarkerfisins. Vinna þurfi ekki að vera ánægjuleg „Þessi áætlun er fjárhagslega ábyrg og samfélagslega réttlát,“ hefur Politiken eftir henni. „Við verðum að útrýma þeirri lífseigu bábilju að vinna eigi að vera sérstaklega ánægjuleg.“ „Við sjáum ákveðið viðhorf læðast inn í samfélagið um að það sé í góðu lagi fyrir suma hópa að stunda ekki vinnu. Við verðum að losna við það. […] Allir ættu að fara á fætur á morgnana og halda til vinnu. Þau sem ekki eru fær um slíkt munu svo fá viðeigandi aðstoð.“ Skorið niður við nýútskrifaða og fjárfestingaátak Meðal helstu aðgerða má nefna að framfærslustyrkur til nýútskrifaðra háskólanema án atvinnu lækkar, og frítekjumark ellilífeyrisþega og námsstyrksþega verður hækkað. Þá verður ráðist í opinberar fjárfestingar fyrir 4,5 milljarða danskra króna, hátt í 100 milljarða íslenskra króna, í verkefni tengd menntun og umhverfismálum. Áætlunin er háð samþykki þingsins, en fyrstu viðbrögð samstarfsflokka Jafnaðarmannaflokks Fredriksens, Sósíalíska þjóðarflokksins og Einingarlistans gefa til kynna að nokkuð sé þar óuppgert. Sérstaklega eru þau efins um hvort lækkun framlags til nýútskrifaðra háskólanema skili sér í aukinni atvinnuþátttöku, en meiri ánægja er þar á bæ með aðra þætti áætlunarinnar. Danmörk Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Titringur á Alþingi Innlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Fredriksen sagði að þessar ráðstafanir væru afar mikilvægar til að mæta bráðri vinnuaflsþörf atvinnulífsins og til að standa undir fjármögnun velferðarkerfisins. Vinna þurfi ekki að vera ánægjuleg „Þessi áætlun er fjárhagslega ábyrg og samfélagslega réttlát,“ hefur Politiken eftir henni. „Við verðum að útrýma þeirri lífseigu bábilju að vinna eigi að vera sérstaklega ánægjuleg.“ „Við sjáum ákveðið viðhorf læðast inn í samfélagið um að það sé í góðu lagi fyrir suma hópa að stunda ekki vinnu. Við verðum að losna við það. […] Allir ættu að fara á fætur á morgnana og halda til vinnu. Þau sem ekki eru fær um slíkt munu svo fá viðeigandi aðstoð.“ Skorið niður við nýútskrifaða og fjárfestingaátak Meðal helstu aðgerða má nefna að framfærslustyrkur til nýútskrifaðra háskólanema án atvinnu lækkar, og frítekjumark ellilífeyrisþega og námsstyrksþega verður hækkað. Þá verður ráðist í opinberar fjárfestingar fyrir 4,5 milljarða danskra króna, hátt í 100 milljarða íslenskra króna, í verkefni tengd menntun og umhverfismálum. Áætlunin er háð samþykki þingsins, en fyrstu viðbrögð samstarfsflokka Jafnaðarmannaflokks Fredriksens, Sósíalíska þjóðarflokksins og Einingarlistans gefa til kynna að nokkuð sé þar óuppgert. Sérstaklega eru þau efins um hvort lækkun framlags til nýútskrifaðra háskólanema skili sér í aukinni atvinnuþátttöku, en meiri ánægja er þar á bæ með aðra þætti áætlunarinnar.
Danmörk Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Titringur á Alþingi Innlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira