Svívirðileg spilling og arðrán Árni Múli Jónasson skrifar 7. september 2021 10:01 Ein svívirðilegasta tegund spillingar og arðráns í heiminum snýst um milljónir og milljarða og aftur milljarða sem fyrirtæki í ríkum löndum og alþjóðleg fyrirtæki greiða spilltum stjórnmála- og embættismönnum fyrir aðgang að auðlindum af ýmsu tagi. Aðgangur að olíu, málmum og gimsteinum er líklega sá hluti spillingarhagkerfisins þar sem fjárhæðirnar eru hæstar. Spillt fyrirtæki múta til að fá leyfi til að nýta auðlindir þjóða en borga lítið fyrir það og enn minna í skatta. Fyrirtæki múta til að fá aðgang að skógum lands og höggva þá niður þar til eftir stendur eyðimörk. Fyrirtæki múta valdhöfum til að fá að nýta fiskimið, jafnvel langt umfram afkastagetu fiskistofna og borga ríkissjóði lítið. Fyrirtæki og einstaklingar borga meira en eitt þúsund milljarða bandaríkjadala í mútur á hverju ári, að mati Alþjóðabankans. En skaðinn sem spillingin veldur er miklu meiri. Áætlað er að á bilinu tuttugu til fjörutíu milljarðar bandaríkjadala af þróunaraðstoð hverfi í hít spillingarinnar á hverju ári. Spilling bitnar ávallt mest á þeim sem minnst fá og lítið eiga og eru valdlausastir. Það er því ekki að ástæðulausu að í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, framkvæmdaáætlunar í þágu mannkynsins, jarðarinnar, hagsældar, réttlætis og útrýmingar fátæktar, er lögð sérstök áhersla á að „dregið verði verulega úr hvers kyns spillingu og mútum.“ Spillingin virðir engin landamæri. Þess vegna hafa verið gerðir fjölþjóðlegir samningar um skyldur ríkja til að vinna gegn spillingu og hafa virkt eftirlit með því að fólk og fyrirtæki beiti ekki spilltum aðferðum og ekki bara í eigin landi, heldur líka í öðrum löndum. Ísland hefur undirgengist þannig samninga og skyldur meðal annars á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins og með aðild að samningi Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Það er mikið áhyggjuefni að OECD og Evrópuráðið skuli nýlega hafa fundið sig knúin til að gagnrýna íslensk stjórnvöld harðlega fyrir áhuga- og framtaksleysi við að gera nauðsynlegar ráðstafnir til að vinna gegn spillingu. Sósíalistarflokkurinn leggur mjög mikla áherslu á að Íslendingar geri allt sem í þeirrra valdi stendur til að vinna gegn spillingu og uppræta hana hér á landi og hvarvetna í heiminum. Flokkurinn hefur sett sér sérstaka stefnu í þeim mikilvæga málaflokki, „Ráðumst að rótum spillingar“. Í stefnu flokksins segir m.a. að hann ætli að „stuðla að því að sett verði ströng alþjóðleg viðurlög við því að einstaklingar eða fyrirtæki misnoti auðlindir annarra þjóða“. Þar segir einnig: „Íslensk stjórnvöld í samvinnu við önnur ríki þurfa að taka umhverfis- og loftslagsmálin mun fastari tökum á alþjóðavettvangi, en einnig misnotkun kapítalismans á fátækari samfélögum og fólki. Það er óboðlegt að stórfyrirtæki, einnig íslensk, arðræni aðrar þjóðir af auðlindum sínum, sigli undir hentifánum og skilji eftir sig sviðna jörð. Til þess að sporna við slíku alþjóðlegu ofbeldi er þörf á því að víkka út svið Alþjóðaglæpadómstólsins eða stofna nýjan dómstól sem tekur á mútum, auðlindaráni og umhverfisglæpum.“ Ef þér finnst mikilvægt að Ísland taki mjög alvarlega skuldbindingar sínar til að verja bláfátækt fólk í bláfátækum löndum gegn svívirðilegri spillingu og arðráni getur þú með mjög einföldum en áhrifaríkum hætti lagt þitt að mörkum til að svo verði: Greiddu Sósíalistaflokknum atkvæði þitt í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Múli Jónasson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Ein svívirðilegasta tegund spillingar og arðráns í heiminum snýst um milljónir og milljarða og aftur milljarða sem fyrirtæki í ríkum löndum og alþjóðleg fyrirtæki greiða spilltum stjórnmála- og embættismönnum fyrir aðgang að auðlindum af ýmsu tagi. Aðgangur að olíu, málmum og gimsteinum er líklega sá hluti spillingarhagkerfisins þar sem fjárhæðirnar eru hæstar. Spillt fyrirtæki múta til að fá leyfi til að nýta auðlindir þjóða en borga lítið fyrir það og enn minna í skatta. Fyrirtæki múta til að fá aðgang að skógum lands og höggva þá niður þar til eftir stendur eyðimörk. Fyrirtæki múta valdhöfum til að fá að nýta fiskimið, jafnvel langt umfram afkastagetu fiskistofna og borga ríkissjóði lítið. Fyrirtæki og einstaklingar borga meira en eitt þúsund milljarða bandaríkjadala í mútur á hverju ári, að mati Alþjóðabankans. En skaðinn sem spillingin veldur er miklu meiri. Áætlað er að á bilinu tuttugu til fjörutíu milljarðar bandaríkjadala af þróunaraðstoð hverfi í hít spillingarinnar á hverju ári. Spilling bitnar ávallt mest á þeim sem minnst fá og lítið eiga og eru valdlausastir. Það er því ekki að ástæðulausu að í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, framkvæmdaáætlunar í þágu mannkynsins, jarðarinnar, hagsældar, réttlætis og útrýmingar fátæktar, er lögð sérstök áhersla á að „dregið verði verulega úr hvers kyns spillingu og mútum.“ Spillingin virðir engin landamæri. Þess vegna hafa verið gerðir fjölþjóðlegir samningar um skyldur ríkja til að vinna gegn spillingu og hafa virkt eftirlit með því að fólk og fyrirtæki beiti ekki spilltum aðferðum og ekki bara í eigin landi, heldur líka í öðrum löndum. Ísland hefur undirgengist þannig samninga og skyldur meðal annars á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins og með aðild að samningi Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Það er mikið áhyggjuefni að OECD og Evrópuráðið skuli nýlega hafa fundið sig knúin til að gagnrýna íslensk stjórnvöld harðlega fyrir áhuga- og framtaksleysi við að gera nauðsynlegar ráðstafnir til að vinna gegn spillingu. Sósíalistarflokkurinn leggur mjög mikla áherslu á að Íslendingar geri allt sem í þeirrra valdi stendur til að vinna gegn spillingu og uppræta hana hér á landi og hvarvetna í heiminum. Flokkurinn hefur sett sér sérstaka stefnu í þeim mikilvæga málaflokki, „Ráðumst að rótum spillingar“. Í stefnu flokksins segir m.a. að hann ætli að „stuðla að því að sett verði ströng alþjóðleg viðurlög við því að einstaklingar eða fyrirtæki misnoti auðlindir annarra þjóða“. Þar segir einnig: „Íslensk stjórnvöld í samvinnu við önnur ríki þurfa að taka umhverfis- og loftslagsmálin mun fastari tökum á alþjóðavettvangi, en einnig misnotkun kapítalismans á fátækari samfélögum og fólki. Það er óboðlegt að stórfyrirtæki, einnig íslensk, arðræni aðrar þjóðir af auðlindum sínum, sigli undir hentifánum og skilji eftir sig sviðna jörð. Til þess að sporna við slíku alþjóðlegu ofbeldi er þörf á því að víkka út svið Alþjóðaglæpadómstólsins eða stofna nýjan dómstól sem tekur á mútum, auðlindaráni og umhverfisglæpum.“ Ef þér finnst mikilvægt að Ísland taki mjög alvarlega skuldbindingar sínar til að verja bláfátækt fólk í bláfátækum löndum gegn svívirðilegri spillingu og arðráni getur þú með mjög einföldum en áhrifaríkum hætti lagt þitt að mörkum til að svo verði: Greiddu Sósíalistaflokknum atkvæði þitt í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun