Að skilja sjálfsvíg Arna Pálsdóttir skrifar 7. september 2021 08:31 Ég missti mömmu mína í vor. Hún lést úr krabbameini. Hún barðist hetjulega þar til hún dó. Hún tók alla slagi sem hún gat tekið, ef það var meðferð í boði þá vildi hún prófa. Alla daga vaknaði hún og hugsaði; ég ætla að sigra þennan fjanda. Við hlið hennar vorum við, fólkið hennar, að styðja hana. Þegar líða fór á stríðið fór að dofna yfir lífsgæðum hennar. Hún hætti að geta stundað allt það sem hún hafði ánægju af, mátturinn og orkan fóru minnkandi og líkamleg vanlíðan tók þeirra stað. Ekki svo löngu áður en hún dó áttum við samtal um framhaldið. Hún sagði að hún myndi alltaf berjast á meðan það væri von en ef frekari meðferðir byðu henni eingöngu upp á þau lífsgæði sem hún lifði við á þeim tímapunkti þá vildi hún frekar fá að fara. Það var svo erfitt að heyra hana segja þetta en ég skildi hana. Ég skildi það að hún vildi frekar eiga stutt eftir ólifað en að lifa við þá vanlíðan sem hún lifði við á þessum tíma. Ég missti pabba minn árið 2001. Hann lést úr sjálfsvígi. Hann hafði verið í stríði við sinn fjanda í langan tíma. Hans fjandi var hins vegar ósýnilegur. Baráttan var tekin á hnefanum og í einrúmi. Að lokum valdi hann frekar að fara en að lifa við þá andlegu þjáningu sem hann lifði við. Það reyndist mun erfiðara að skilja - á þeim tímapunkti. Við skiljum krabbamein. Við skiljum að krabbamein er heilbrigðismál. Það er hættulegur og grimmur líkamlegur sjúkdómur sem getur dregið fólk til dauða. Fólk gengst undir þungar meðferðir, missir hár, heilsu og mátt. Þetta er barátta og fólk ætlar sér að vinna. Það fær þau vopn sem standa til boða og aðstandendur hvetja fólk sitt áfram, sýnir skilning, samkennd og samstöðu. Það reynist mörgum erfiðara að skilja sjálfsvíg og það er allt í lagi. Við þurfum ekki að skilja hvert og eitt sjálfsvíg, það er svo margt annað sem við getum öðlast skilning á. Við getum skilið að sjálfsvíg eru líka heilbrigðismál. Við getum skilið áhættuþætti og við getum skilið gildi forvarna. Við getum skilið að einstaklingur sem vill binda enda á líf sitt er í baráttu. Við getum skilið að þessi einstaklingur þarf aðgang að vopnum - læknismeðferðum, samstöðu og skilningi og við getum skilið að hann þarf stuðning heilbrigðiskerfissins og samfélagsins. Á heimsvísu eru sjálfsvíg meðal 20 algengustu dánarorsaka. Það ber enginn ábyrgð á sjálfsvígi nema sá sem það fremur. Það er hins vegar mikilvægt að vita að það er hægt að koma í veg fyrir sjálfsvíg með auknu forvarnarstarfi, öflugu heilbrigðiskerfi og með aukinni samfélagsvitund um geðheilbrigðismál. Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september nk. Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Mamma sat í stjórn Píeta samtakanna en þau sinna mikilvægu forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og veita einnig aðstandendum stuðning. Mér bauðst sá heiður að taka hennar sæti í stjórn samtakanna þegar hún lést. Á skömmum tíma hef ég fengið innsýn inn í aðdáunarvert starf starfsmanna og sjálfboðaliða en mikilvægi samtakanna hafa sýnt sig með margföldum vexti síðustu ár. Verum óhrædd við að ræða sjálfsvíg og geðheilbrigðismál. Við erum á réttri leið en betur má ef duga skal. Höfundur situr í stjórn Píeta samtakanna. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Arna Pálsdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Ég missti mömmu mína í vor. Hún lést úr krabbameini. Hún barðist hetjulega þar til hún dó. Hún tók alla slagi sem hún gat tekið, ef það var meðferð í boði þá vildi hún prófa. Alla daga vaknaði hún og hugsaði; ég ætla að sigra þennan fjanda. Við hlið hennar vorum við, fólkið hennar, að styðja hana. Þegar líða fór á stríðið fór að dofna yfir lífsgæðum hennar. Hún hætti að geta stundað allt það sem hún hafði ánægju af, mátturinn og orkan fóru minnkandi og líkamleg vanlíðan tók þeirra stað. Ekki svo löngu áður en hún dó áttum við samtal um framhaldið. Hún sagði að hún myndi alltaf berjast á meðan það væri von en ef frekari meðferðir byðu henni eingöngu upp á þau lífsgæði sem hún lifði við á þeim tímapunkti þá vildi hún frekar fá að fara. Það var svo erfitt að heyra hana segja þetta en ég skildi hana. Ég skildi það að hún vildi frekar eiga stutt eftir ólifað en að lifa við þá vanlíðan sem hún lifði við á þessum tíma. Ég missti pabba minn árið 2001. Hann lést úr sjálfsvígi. Hann hafði verið í stríði við sinn fjanda í langan tíma. Hans fjandi var hins vegar ósýnilegur. Baráttan var tekin á hnefanum og í einrúmi. Að lokum valdi hann frekar að fara en að lifa við þá andlegu þjáningu sem hann lifði við. Það reyndist mun erfiðara að skilja - á þeim tímapunkti. Við skiljum krabbamein. Við skiljum að krabbamein er heilbrigðismál. Það er hættulegur og grimmur líkamlegur sjúkdómur sem getur dregið fólk til dauða. Fólk gengst undir þungar meðferðir, missir hár, heilsu og mátt. Þetta er barátta og fólk ætlar sér að vinna. Það fær þau vopn sem standa til boða og aðstandendur hvetja fólk sitt áfram, sýnir skilning, samkennd og samstöðu. Það reynist mörgum erfiðara að skilja sjálfsvíg og það er allt í lagi. Við þurfum ekki að skilja hvert og eitt sjálfsvíg, það er svo margt annað sem við getum öðlast skilning á. Við getum skilið að sjálfsvíg eru líka heilbrigðismál. Við getum skilið áhættuþætti og við getum skilið gildi forvarna. Við getum skilið að einstaklingur sem vill binda enda á líf sitt er í baráttu. Við getum skilið að þessi einstaklingur þarf aðgang að vopnum - læknismeðferðum, samstöðu og skilningi og við getum skilið að hann þarf stuðning heilbrigðiskerfissins og samfélagsins. Á heimsvísu eru sjálfsvíg meðal 20 algengustu dánarorsaka. Það ber enginn ábyrgð á sjálfsvígi nema sá sem það fremur. Það er hins vegar mikilvægt að vita að það er hægt að koma í veg fyrir sjálfsvíg með auknu forvarnarstarfi, öflugu heilbrigðiskerfi og með aukinni samfélagsvitund um geðheilbrigðismál. Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september nk. Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Mamma sat í stjórn Píeta samtakanna en þau sinna mikilvægu forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og veita einnig aðstandendum stuðning. Mér bauðst sá heiður að taka hennar sæti í stjórn samtakanna þegar hún lést. Á skömmum tíma hef ég fengið innsýn inn í aðdáunarvert starf starfsmanna og sjálfboðaliða en mikilvægi samtakanna hafa sýnt sig með margföldum vexti síðustu ár. Verum óhrædd við að ræða sjálfsvíg og geðheilbrigðismál. Við erum á réttri leið en betur má ef duga skal. Höfundur situr í stjórn Píeta samtakanna. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun