Bíó og sjónvarp

Joker sýnd í Hörpu á RIFF: Tónlist Hildar Guðna flutt af Kvikmyndahljómsveit Íslands

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Hildur Guðnadóttir heldur þakkarræðu sína á Óskarsverðlaununum. 
Hildur Guðnadóttir heldur þakkarræðu sína á Óskarsverðlaununum.  Getty

Tónlist af ýmsu tagi verður í forgrunni á RIFF í ár sem hefst í lok mánaðar, þann 30. september til 10. október. Meðal annars verður sérstök sýning á Óskarsverðlaunamyndinni Joker við undirspil hljóðfæraleikara.

Á hátíðinni verða sýndar myndir um popp, rokk, pönk, teknó og hip hop og fleira. Sértakur flokkur tónlistarmynda verður á hátíðinni og ýmsar aðrar uppákomur tengdar tónlist eru fyrirhugaðar meðal annars á Lofti Hosteli auk málþings í Norrænahúsinu á Bransadögum með íslenskum og erlendum kvikmyndatónskáldum og síðasta en ekki síst verður stórmyndum Jóker sýnd í Hörpu þar sem Kvikmyndahljómsveit Íslands; SinfoniaNord flytur tónlistina. 

Í flokknum Tónlistarmyndir kennir margra grasa, fjallað verður til dæmis um rokk, hip hop, pönk og teknó svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við sýnum mynd um sögu norsku stórsveitarinnar A- HA, kynnumst frábærri Hip Hop senu í Marokkó og lífi franska teknóplötusnúðarins Laurent Garnier sem hefur meðal annars spilað hér á landi. 

Við fáum innsýn í líf Polystyrene, fyrstu bresku pönkdrottningarinnar og sýnd verður mögnuð mynd um sögu kvenna í raftónlist en sú mynd hefur slegið í gegn í Bretlandi. Þar að auki verður sýnd mynd um Ólaf Arnalds eftir Vincent Moon sem áður hefur verið með mynd á RIFF, Horfin Borg eftir Úlf Eldjárn og Við erum Edingar eftir Kira Kira en í myndinni koma fram Kira Kira, Hermigervill, Jara, Teitur, Arnbjörg, Kristó, Alexandra, Arnbjörg, Framfari, Thoracius, Úlfur og Gefjun fram. 

Á Bransadögum verður haldið námskeið um kvikmyndatónlist og hvaða leiðir hægt sé að fara til að reyna á að koma sér á framfæri í bransanum en það er í umsjón norska tónskáldsins Andreu Jakob Kunst.  Hægt er að tryggja sér miða nú þegar hér

Tónlist verður í forgrunni á RIFF. Meðal annars verður sýnd mynd um A-HA.

Bíó á næturklúbbi í Reykjavík

Í Norrænahúsnu þann 6. október munu Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Atli Örvarsson, Herdís Stefánsdóttir tónskáld og fulltrúi frá Útón ræða velgengni íslenskra tónskálda á alþjóðlegum vettvangi í kvikmyndatónlist. Stjórnandi umræðna verður Cheryl Kara, tónlistarráðgjafi og tónlistarstjóri. Ein heimildarmyndanna fjallar um plötusnúðinn Laurent Garnier, sem er einna þekktastur fyrir að hafa tekið þátt í að gera teknó tónlist vinsæla og mun hann svara spurningum áhorfanda í gegnum Zoom. 

Laurent Garnier: Off the Record verður sýnd á næturklúbbi í Reykjavík í samstarfi við Útvarp 101 og munu íslenskir plötusnúðar þeyta skífum fram á nótt, þar sem Benni B-Ruff fer fremstur í flokki. Á Loft Hostel verður viðburðarík dagskrá yfir hátíðarvikuna, þar sem úrval tónlistarkvenna koma fram með frumsamda tónlist, þar á meðal María Magnúsdóttir sem frumflytur efni af væntanlegri plötu. 

Í lok hátíðar verður svo sérsýning á stórmyndinni Joker í samstarfi við Kvikmyndahljómsveit Íslands; SinfoniaNord. Óskars- og BAFTA verðlaunatónlist Hildar Guðnadóttur við myndina verður flutt á tónleikabíósýningu af Kvikmyndahljómsveit Íslands; SinfoniaNord. Stjórnandi verður faðir hennar, Guðni Franzson. Kvikmyndinni verður varpað á risastórt tjald í Eldborg með tali og áhrifahljóðum um leið og stór sinfóníuhljómsveit SinfoniaNord leikur magnþrungna tónlist Hildar.

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir á BAFTA.Getty/Samir Hussein-Joe Maher

Nánar um myndirnar 

Poly Styrene – I‘m a cliché 

Um líf bresku pönkdrottningarinnar Poly Styrene var fyrsta litaða konan í Bretlandi til að vera aðalsöngvari í rokk hljómsveit. Hún færði veröldinni nýjan uppreisnarhljóm þegar hún söng með sinni óvenjulegu rödd um sjálfsmynd, efnishyggju og póstmódernisma og allt sem var að gerasts í Bretlandi á áttunda áratugnum í Bretlandi. Meðal þeirra sem koma fram í myndinni eru Vivianne Westwood, Neneh Cherry and Bruno Wizard. 

Casablanca Beats 

Gerist í hipphopp senunni í Marocco og fjallar um fyrrum rapparann Anas sem ræður sig til starfa í menningarmiðstöð og hvetur unga skjólstæðinga sína til að efla sjálfa sig með skapandi tjáningu hipphoppsins. Hvatning hans fellur vel í kramið hjá krökkunum sem nýta tjáningarformið til að losna undan höftum og hefðum sem haldið hafa aftur af þeim í að láta drauma sína rætast. 

Laurent Garnier: Í trúnaði 

Innsýn í líf Laurents Garnier, eins af guðfeðrum hústónlistarinnar, frá uppgangi hans á níunda áratugnum þar til nú. Síðasta tónlistarbyltingin frá sjónarhóli brautryðjanda. Tilurð myndarinnar varð sú að í kjölfar Covid faraldursins hætti Garnier að hlusta á tekknótónlist í fyrsta skipti í 30 ár. Bæði leikstjóri myndarinnar Gabin Rivoir og Laurent Garnier verða gestir á hátíðinni. 

a-ha: bíómyndin – a-ha The Movie 

Norsku hljómsveitinni a-ha er fylgt eftir á tónleikaferðalagi. Þessir þrír ungir menn, hafa fjarlægan draum um að verða alþjóðlegar poppstjörnur, og þegar gullni smellurinn „Take on Me“ nær toppsæti Billboard-listans ameríska virðist takmarkinu náð. Hvernig er svo að lifa í draumi? Þetta er frásögn af metnaði, frábærri tónlist, vinslita og jafnvel, fyrirgefningu. 

Smárasystur - Sisters With Transistors 

Mögnuð og áður ósögð saga kvenkyns frumherja á árdögum raftónlistar, þegar þeramín, hljóðgervlar og feedback-vélar þöndu vitin. Tónskáldin, Delia Derbyshire þ. á m. (en Laurie Anderson er sögumaður myndarinnar), umbreyttu hvernig tónlist er gerð og skynjuð í dag. Tímabær og fagur óður til brautryðjenda í sögunni. 

Joker Eldborg

Óskars- og BAFTA verðlaunatónlist Hildar Guðnadóttur við JOKER verður flutt á Íslandi á tónleika-bíósýningu af Kvikmyndahljómsveit Íslands; SinfoniaNord. Stjórnandi verður faðir höfundarins, Guðni Franzson. 

JOKER fékk tvenn Óskarsverðlaun og þrenn BAFTA verðlaun á þessu ári. Þar á meðal hlutu Hildur Guðnadóttir, fyrir bestu kvikmyndatónlistina og Joaquin Phoenix fyrir bestan leik í aðalhlutverki, verðlaun á báðum þessum verðlaunahátíðum. Bæði hrepptu þau einnig Golden Globe og Critics’ Choice verðlaun fyrir framlag sitt til kvikmyndarinnar.

Kvikmyndinni verður varpað á risastórt tjald í Eldborg með tali og áhrifahljóðum um leið og stór sinfóníuhljómsveit SinfoniaNord leikur magnþrungna tónlist Hildar.


Tengdar fréttir

Nýjasta tækni og kvikmyndir á RIFF í ár

Hvar liggja mörkin milli kvikmynda og tölvuleikja? Þessari spurningu er velt upp á Alþjóðlegu kvikmyndahátíð Reykjavíkur í ár, í nýjum flokki sem ber nafnið Nýjasta tækni og kvikmyndir, eða RIFF XR upp á ensku.

Sundbíóið hefur fest sig í sessi á RIFF

Nú fer að styttast í RIFF kvikmyndahátíðina. Upplifunarbíóið í Sundhöllinni verður aftur einn af sérviðburðum hátíðarinnar, enda hefur sundbíóið fest sig í sessi sem ein vinsælasta sýningin á RIFF.

Holland í fókus á RIFF hátíðinni í september

RIFF - Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík verður sett með pompi og prakt þann 30. september næstkomandi. Þetta er í átjánda sinn sem hátíðin er haldin og þarf verða frumsýndar fjölbreyttar myndir eins og Benedetta eftir Paul Verhoeven.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×