Segja R.Kelly hafa skipað sér að skrifa neyðarleg bréf honum til verndar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. september 2021 22:47 Réttarhöldin yfir R. Kelly standa nú yfir. Getty/Antonio Perez Vitni og meint fórnarlömb í máli ákæruvaldsins gegn bandaríska tónlistarmanninum R. Kelly segja hann hafa skipað sér að skrifa bréf sem innihéldu lýsingar sem komu bréfritara illa. Bréfin voru hugsuð sem eins konar trygging sem hann gæti nýtt sér til að vernda sig fyrir lögsóknum. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Kelly, 54 ára, um kynferðisbrot og aðra misnotkun en hann hefur verið ákærður fyrir mansal. Söngvarinn neitar sök og lögmenn hans segja konurnar grúppíur sem hafi mislíkað þegar Kelly hætti samskiptum við þær. Dómsmál yfir Kelly stendur nú yfir í New York. Í frétt CNN segir að við réttarhöldin hafi meðal annars komið fram í máli fjölda kvenna sem vitna gegn Kelly að þær hafi verið látnar skrifa bréf sem innihéldu alls konar rangar upplýsingar um samband þeirra og Kelly. Kelly geymdi svo bréfin. Saka Kelly um að hafa ætlað að nýta bréfin sér til verndar Konurnar vitna flestar undir dulnöfnum og í máli konu sem kölluð er Jane í frétt CNN segir að hún hafi greint frá því að hún og aðrar kærustur Kelly hafi verið látnar skrifa fjögur til fimm bréf á ári hverju. Verjandi Kelly las upp úr einu bréfinu sem Jane skrifaði. „Ef hann vissi að ég væri sautján ára myndi hann alveg láta mig í friði,“ stóð í einu bréfi Jane. Sagði Jane að Kelly hefði látið hana skrifa þetta og að ekki væri sannleikskorn að finna í þessum bréfum. R. Kelly eins og teiknari sem viðstaddur var réttarhöldin á dögunum teiknaði hann.AP Photo/Elizabeth Williams „Ég ætla að segja öllum að þú hafir nauðgað mér. Ég ætla að segja að þú hafir nauðgað mér alveg frá því að ég var barn,“ skrifaði Jane í öðru bréfi. Aðspurð að því hvort að hún teldi að Kelly hefði látið hana skrifa bréfið til þess að vernda sig vegna málsókna sagði Jane að hún teldi svo vera. Í frétt CNN er vísað í mál Keith Raniere, leiðtoga kynlífssértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum sem dæmdur var í fangelsi fyrir kynlífsþrælkun. Lét hann meðal annars fórnarlömb sín skrifa bréf þar sem fram komu meiðandi upplýsingar um bréfritara. Þetta gerði hann til þess að ná stjórn á viðkomandi með því að segjast ætla að birta bréfin nema viðkomandi léti að stjórn. Í fréttinni er einnig rætt við einn af saksóknurunum sem kom að máli Raniere sem segir að það sé vel þekkt í sams konar málum og R. Kelly er nú að svara fyrir, að láta fórnarlömb skrifa slík bréf og láta hótun fylgja með um að þau verði birt hagi viðkomandi sér í takt við vilja gerandans. Tónlist Bandaríkin Mál R. Kelly Tengdar fréttir Segir R. Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf Fyrsti karlinn, sem hefur ásakað tónlistarmanninn R. Kelly um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi, vitnaði fyrir dómi í gær og sagði Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf. Gærdagurinn var áttundi dagur réttarhaldanna yfir tónlistarmanninum. 31. ágúst 2021 12:44 Segir Kelly hafa smitað sig af herpes og neytt sig til að gangast undir þungunarrof Tónlistarmaðurinn R. Kelly nauðgaði 17 ára stúlku, skipaði henni að gangast undir þungunarrof og smitaði hana af herpes, vitandi að hann var sjálfur smitaður. Þetta kom fram við réttarhöld yfir söngvaranum í gær. 24. ágúst 2021 11:48 Greiddu mútur svo R. Kelly gæti gifst 15 ára stúlku Fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans R. Kelly viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opinberum starfsmanni til að falsa skilríki söngkonunnar Aaliyah þegar hún var 15 ára svo Kelly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ólétt eftir hann. 21. ágúst 2021 23:14 Sagði R. Kelly vera rándýr Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. 18. ágúst 2021 22:58 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Kelly, 54 ára, um kynferðisbrot og aðra misnotkun en hann hefur verið ákærður fyrir mansal. Söngvarinn neitar sök og lögmenn hans segja konurnar grúppíur sem hafi mislíkað þegar Kelly hætti samskiptum við þær. Dómsmál yfir Kelly stendur nú yfir í New York. Í frétt CNN segir að við réttarhöldin hafi meðal annars komið fram í máli fjölda kvenna sem vitna gegn Kelly að þær hafi verið látnar skrifa bréf sem innihéldu alls konar rangar upplýsingar um samband þeirra og Kelly. Kelly geymdi svo bréfin. Saka Kelly um að hafa ætlað að nýta bréfin sér til verndar Konurnar vitna flestar undir dulnöfnum og í máli konu sem kölluð er Jane í frétt CNN segir að hún hafi greint frá því að hún og aðrar kærustur Kelly hafi verið látnar skrifa fjögur til fimm bréf á ári hverju. Verjandi Kelly las upp úr einu bréfinu sem Jane skrifaði. „Ef hann vissi að ég væri sautján ára myndi hann alveg láta mig í friði,“ stóð í einu bréfi Jane. Sagði Jane að Kelly hefði látið hana skrifa þetta og að ekki væri sannleikskorn að finna í þessum bréfum. R. Kelly eins og teiknari sem viðstaddur var réttarhöldin á dögunum teiknaði hann.AP Photo/Elizabeth Williams „Ég ætla að segja öllum að þú hafir nauðgað mér. Ég ætla að segja að þú hafir nauðgað mér alveg frá því að ég var barn,“ skrifaði Jane í öðru bréfi. Aðspurð að því hvort að hún teldi að Kelly hefði látið hana skrifa bréfið til þess að vernda sig vegna málsókna sagði Jane að hún teldi svo vera. Í frétt CNN er vísað í mál Keith Raniere, leiðtoga kynlífssértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum sem dæmdur var í fangelsi fyrir kynlífsþrælkun. Lét hann meðal annars fórnarlömb sín skrifa bréf þar sem fram komu meiðandi upplýsingar um bréfritara. Þetta gerði hann til þess að ná stjórn á viðkomandi með því að segjast ætla að birta bréfin nema viðkomandi léti að stjórn. Í fréttinni er einnig rætt við einn af saksóknurunum sem kom að máli Raniere sem segir að það sé vel þekkt í sams konar málum og R. Kelly er nú að svara fyrir, að láta fórnarlömb skrifa slík bréf og láta hótun fylgja með um að þau verði birt hagi viðkomandi sér í takt við vilja gerandans.
Tónlist Bandaríkin Mál R. Kelly Tengdar fréttir Segir R. Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf Fyrsti karlinn, sem hefur ásakað tónlistarmanninn R. Kelly um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi, vitnaði fyrir dómi í gær og sagði Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf. Gærdagurinn var áttundi dagur réttarhaldanna yfir tónlistarmanninum. 31. ágúst 2021 12:44 Segir Kelly hafa smitað sig af herpes og neytt sig til að gangast undir þungunarrof Tónlistarmaðurinn R. Kelly nauðgaði 17 ára stúlku, skipaði henni að gangast undir þungunarrof og smitaði hana af herpes, vitandi að hann var sjálfur smitaður. Þetta kom fram við réttarhöld yfir söngvaranum í gær. 24. ágúst 2021 11:48 Greiddu mútur svo R. Kelly gæti gifst 15 ára stúlku Fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans R. Kelly viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opinberum starfsmanni til að falsa skilríki söngkonunnar Aaliyah þegar hún var 15 ára svo Kelly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ólétt eftir hann. 21. ágúst 2021 23:14 Sagði R. Kelly vera rándýr Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. 18. ágúst 2021 22:58 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Segir R. Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf Fyrsti karlinn, sem hefur ásakað tónlistarmanninn R. Kelly um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi, vitnaði fyrir dómi í gær og sagði Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf. Gærdagurinn var áttundi dagur réttarhaldanna yfir tónlistarmanninum. 31. ágúst 2021 12:44
Segir Kelly hafa smitað sig af herpes og neytt sig til að gangast undir þungunarrof Tónlistarmaðurinn R. Kelly nauðgaði 17 ára stúlku, skipaði henni að gangast undir þungunarrof og smitaði hana af herpes, vitandi að hann var sjálfur smitaður. Þetta kom fram við réttarhöld yfir söngvaranum í gær. 24. ágúst 2021 11:48
Greiddu mútur svo R. Kelly gæti gifst 15 ára stúlku Fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans R. Kelly viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opinberum starfsmanni til að falsa skilríki söngkonunnar Aaliyah þegar hún var 15 ára svo Kelly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ólétt eftir hann. 21. ágúst 2021 23:14
Sagði R. Kelly vera rándýr Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. 18. ágúst 2021 22:58