Miss Universe Iceland hópurinn selur föt til styrktar Píeta Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. september 2021 19:01 Keppendur Miss Universe Iceland í ár. Manúela Ósk Miss Universe Iceland keppnin fer fram í Gamla bíói þann 29. september. Undirbúningur er í fullum gangi og stelpurnar standa nú fyrir fatasölu fyrir góðan málsstað. Keppendur velja sér á hverju ári góðgerðarmálefni til þess að styrkja. Keppendur Miss Universe Iceland í ár eru nú með sölubás í Extraloppunni í Smáralind og eru búnar að setja hann upp. Allur ágóðinn fer til styrktar Píeta samtakanna. „Okkur stelpunum langaði að nýta þetta platform sem við höfum og gera eitthvað gagn. Við vorum allar sammála um að styrkja Píeta samtökin vegna þess að þau vinna mjög mikilvæg störf sem eru fólki að kostnaðarlausu, og geta því að mestu starfað út frá styrkjum. Ég hef sjálf styrkt þau mánaðarlega í langan tíma og dáist að starfi þeirra. Við erum rosalega þakklátar fyrir hjálpina sem við höfum fengið frá Extraloppunni en þau lánuðu okkur bás til að selja fötin okkar á og salan fer óskert til Píeta,“ segir Elísabet Gróa Steinþórsdóttir keppandi í Miss Universe Iceland en sér um skipulagið á fatasölunni. Básinn þeirra er númer 27 og hópurinn selur flíkur og annað flott frá 5. til 18. september. „Undirbúningurinn fyrir keppnina hefur gengið alveg rosalega vel, við erum með tuttugu stelpur sem keppa núna og þetta er ótrúlega góður hópur. Það er búið að myndast mjög góð stemning og fallegur vinskapur. Þær ná vel saman og æfa því vel saman þannig að ég er bara mjög spennt og peppuð fyrir þessu ári,“ segir Manúela Ósk framkvæmdastjóri keppninnar. „Þetta var skelfilega erfitt í fyrra vegna Covid þannig að það er algjör lúksus núna að gea gert þetta almennilega, eða svona nánast,“ segir hún um undirbúninginn. Manúela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Miss Universe Iceland.Vísir/Vilhelm „Eva Ruza verður kynnir, ég held að hún muni aldrei yfirgefa okkur eða við hana enda er hún einn helsti áhugamaður um fegurðarsamkeppnir á landinu. Hún er líka mín elsta vinkona þannig að við eigum mjög loyal samband,“ segir Manúela. Stelpurnar hafa verið að æfa saman í Reebok tvisvar í viku en í september æfa þær þrisvar í viku fram að keppninni. „Svo tékka stelpurnar sig inn á Hótel Hraun í Hafnarfirði 27. september og verða þar þangað til keppnin er haldin þann 29. september.“ Stúlkan sem verður krýnd Miss Universe Iceland þann 29. september mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe keppninni. Elísabet Hulda Snorradóttir ber titilinn Miss Universe Iceland fram að keppni. „Þetta er búið að vera skrítið ár en Elísabet fór samt út og keppti. Stóra keppnin var haldin og það gekk allt rosalega vel en þetta er ekki búið að vera alveg sama upplifun fyrir hana eins og allar hinar sem hafa farið út í þessa keppni síðustu ár. Vonandi fer þetta aftur í eðlilegt horf núna í ár,“ segir Manúela Ósk að lokum. Keppendurnir í Miss Universe Iceland 2021 verða kynntir betur hér á Vísi fram að keppni. Miss Universe Iceland Tíska og hönnun Geðheilbrigði Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Keppendur velja sér á hverju ári góðgerðarmálefni til þess að styrkja. Keppendur Miss Universe Iceland í ár eru nú með sölubás í Extraloppunni í Smáralind og eru búnar að setja hann upp. Allur ágóðinn fer til styrktar Píeta samtakanna. „Okkur stelpunum langaði að nýta þetta platform sem við höfum og gera eitthvað gagn. Við vorum allar sammála um að styrkja Píeta samtökin vegna þess að þau vinna mjög mikilvæg störf sem eru fólki að kostnaðarlausu, og geta því að mestu starfað út frá styrkjum. Ég hef sjálf styrkt þau mánaðarlega í langan tíma og dáist að starfi þeirra. Við erum rosalega þakklátar fyrir hjálpina sem við höfum fengið frá Extraloppunni en þau lánuðu okkur bás til að selja fötin okkar á og salan fer óskert til Píeta,“ segir Elísabet Gróa Steinþórsdóttir keppandi í Miss Universe Iceland en sér um skipulagið á fatasölunni. Básinn þeirra er númer 27 og hópurinn selur flíkur og annað flott frá 5. til 18. september. „Undirbúningurinn fyrir keppnina hefur gengið alveg rosalega vel, við erum með tuttugu stelpur sem keppa núna og þetta er ótrúlega góður hópur. Það er búið að myndast mjög góð stemning og fallegur vinskapur. Þær ná vel saman og æfa því vel saman þannig að ég er bara mjög spennt og peppuð fyrir þessu ári,“ segir Manúela Ósk framkvæmdastjóri keppninnar. „Þetta var skelfilega erfitt í fyrra vegna Covid þannig að það er algjör lúksus núna að gea gert þetta almennilega, eða svona nánast,“ segir hún um undirbúninginn. Manúela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Miss Universe Iceland.Vísir/Vilhelm „Eva Ruza verður kynnir, ég held að hún muni aldrei yfirgefa okkur eða við hana enda er hún einn helsti áhugamaður um fegurðarsamkeppnir á landinu. Hún er líka mín elsta vinkona þannig að við eigum mjög loyal samband,“ segir Manúela. Stelpurnar hafa verið að æfa saman í Reebok tvisvar í viku en í september æfa þær þrisvar í viku fram að keppninni. „Svo tékka stelpurnar sig inn á Hótel Hraun í Hafnarfirði 27. september og verða þar þangað til keppnin er haldin þann 29. september.“ Stúlkan sem verður krýnd Miss Universe Iceland þann 29. september mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe keppninni. Elísabet Hulda Snorradóttir ber titilinn Miss Universe Iceland fram að keppni. „Þetta er búið að vera skrítið ár en Elísabet fór samt út og keppti. Stóra keppnin var haldin og það gekk allt rosalega vel en þetta er ekki búið að vera alveg sama upplifun fyrir hana eins og allar hinar sem hafa farið út í þessa keppni síðustu ár. Vonandi fer þetta aftur í eðlilegt horf núna í ár,“ segir Manúela Ósk að lokum. Keppendurnir í Miss Universe Iceland 2021 verða kynntir betur hér á Vísi fram að keppni.
Miss Universe Iceland Tíska og hönnun Geðheilbrigði Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira