Golf

Patrick Cantlay leiðir fyrir lokadaginn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Patrick Cantlay er með tveggja högga forystu fyrir lokahringinn á lokamóti PGA-mótaraðarinnar.
Patrick Cantlay er með tveggja högga forystu fyrir lokahringinn á lokamóti PGA-mótaraðarinnar. Cliff Hawkins/Getty Images

Bandaríkjamaðurinn Patrick Cantlay er enn í forystu fyrir lokahringinn á Tour Championship, lokamóti PGA-mótaraðarinnar, sem fram fer á East Lake-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum.

Fyrirkomulag mótsins er þannig að kylfingar hefja ekki leik á jafningjagrundvelli, heldur markast skor þeirra í upphafi á árangri þeirra á PGA-mótaröðinni fyrr á árinu. 

Cantlay hefur leikið á alls 200 höggum á mótinu, sem er fjórði besti árangur mótsins hingað til, á eftir Jon Rahm, Justin Thomas og Kevin Na, en þeir þrír eru í öðru til fjórða sæti fyrir lokadaginn.

Jon Rahm, efsti kylfingur heimslistans, hefur leikið manna best á samtals 198 höggum. Hann er nú á 18 höggum undir pari, tveimur höggum á eftir Cantlay.

Eins og áður segir hefur Cantlay tveggja högga forystu á Rahm í öðru sætinu, en næsti maður, Justin Thomas, kemur þar þremur höggum á eftir Rahm.

Það er orðið nokkuð ljóst að í ár verði krýndur nýr Tour Championship meistari, en Billy Horchel er sá fyrrum sigurvegari sem kemst næst Cantlay. Hann hefur leikið hringina þrjá á 200 höggum, líkt og Cantley, en sökum fyrirkomulags mótsins er hann tíu höggum á eftir efsta manni.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá lokadegi Tour Championship frá klukkan 16:00 í dag á Stöð 2 Golf.

Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.


Tengdar fréttir

Rahm bestur báða dagana en Cantley í forystu

Bandaríkjamaðurinn Patrick Cantley er enn í forystu að tveimur hringjum loknum á Tour Championship, lokamóti PGA-mótaraðarinnar, sem fram fer á East Lake-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×