Patrick Cantlay leiðir fyrir lokadaginn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. september 2021 07:00 Patrick Cantlay er með tveggja högga forystu fyrir lokahringinn á lokamóti PGA-mótaraðarinnar. Cliff Hawkins/Getty Images Bandaríkjamaðurinn Patrick Cantlay er enn í forystu fyrir lokahringinn á Tour Championship, lokamóti PGA-mótaraðarinnar, sem fram fer á East Lake-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Fyrirkomulag mótsins er þannig að kylfingar hefja ekki leik á jafningjagrundvelli, heldur markast skor þeirra í upphafi á árangri þeirra á PGA-mótaröðinni fyrr á árinu. Cantlay hefur leikið á alls 200 höggum á mótinu, sem er fjórði besti árangur mótsins hingað til, á eftir Jon Rahm, Justin Thomas og Kevin Na, en þeir þrír eru í öðru til fjórða sæti fyrir lokadaginn. Jon Rahm, efsti kylfingur heimslistans, hefur leikið manna best á samtals 198 höggum. Hann er nú á 18 höggum undir pari, tveimur höggum á eftir Cantlay. 18 holes away from crowning a #FedExCup champion.(presented by @Rolex) pic.twitter.com/VdyOMo6qRa— PGA TOUR (@PGATOUR) September 4, 2021 Eins og áður segir hefur Cantlay tveggja högga forystu á Rahm í öðru sætinu, en næsti maður, Justin Thomas, kemur þar þremur höggum á eftir Rahm. Það er orðið nokkuð ljóst að í ár verði krýndur nýr Tour Championship meistari, en Billy Horchel er sá fyrrum sigurvegari sem kemst næst Cantlay. Hann hefur leikið hringina þrjá á 200 höggum, líkt og Cantley, en sökum fyrirkomulags mótsins er hann tíu höggum á eftir efsta manni. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá lokadegi Tour Championship frá klukkan 16:00 í dag á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Tengdar fréttir Rahm bestur báða dagana en Cantley í forystu Bandaríkjamaðurinn Patrick Cantley er enn í forystu að tveimur hringjum loknum á Tour Championship, lokamóti PGA-mótaraðarinnar, sem fram fer á East Lake-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum. 4. september 2021 10:01 Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Fyrirkomulag mótsins er þannig að kylfingar hefja ekki leik á jafningjagrundvelli, heldur markast skor þeirra í upphafi á árangri þeirra á PGA-mótaröðinni fyrr á árinu. Cantlay hefur leikið á alls 200 höggum á mótinu, sem er fjórði besti árangur mótsins hingað til, á eftir Jon Rahm, Justin Thomas og Kevin Na, en þeir þrír eru í öðru til fjórða sæti fyrir lokadaginn. Jon Rahm, efsti kylfingur heimslistans, hefur leikið manna best á samtals 198 höggum. Hann er nú á 18 höggum undir pari, tveimur höggum á eftir Cantlay. 18 holes away from crowning a #FedExCup champion.(presented by @Rolex) pic.twitter.com/VdyOMo6qRa— PGA TOUR (@PGATOUR) September 4, 2021 Eins og áður segir hefur Cantlay tveggja högga forystu á Rahm í öðru sætinu, en næsti maður, Justin Thomas, kemur þar þremur höggum á eftir Rahm. Það er orðið nokkuð ljóst að í ár verði krýndur nýr Tour Championship meistari, en Billy Horchel er sá fyrrum sigurvegari sem kemst næst Cantlay. Hann hefur leikið hringina þrjá á 200 höggum, líkt og Cantley, en sökum fyrirkomulags mótsins er hann tíu höggum á eftir efsta manni. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá lokadegi Tour Championship frá klukkan 16:00 í dag á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Tengdar fréttir Rahm bestur báða dagana en Cantley í forystu Bandaríkjamaðurinn Patrick Cantley er enn í forystu að tveimur hringjum loknum á Tour Championship, lokamóti PGA-mótaraðarinnar, sem fram fer á East Lake-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum. 4. september 2021 10:01 Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rahm bestur báða dagana en Cantley í forystu Bandaríkjamaðurinn Patrick Cantley er enn í forystu að tveimur hringjum loknum á Tour Championship, lokamóti PGA-mótaraðarinnar, sem fram fer á East Lake-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum. 4. september 2021 10:01