Leynd verður aflétt af rannsóknargögnum FBI vegna hryðjuverkanna 11. september 2001 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. september 2021 23:21 Það styttist í að nákvæmlega tuttugu ár séu liðin frá árásánum 11. september 2001. Robert Giroux/Getty Images) Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að leynd skuli aflétt af nær öllum rannsóknargögnum sem urðu til við upprunalega rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar FBI á hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. september árið 2001. Biden skrifaði undir forsetatilskipun þess efnis í gær en í frétt Guardian segir að tilskipunun sé til komin vegna mikillar pressu frá Bandaríkjaþingi og fjölskyldum fórnarlamba hryðjuverkanna sem stefnt hafa yfirvöldum í Sádi-Arabíu. Þann 11. september næstkomandi eru tuttugu ár liðin frá því að hryðjuverkamenn tengdir hryðjuverkasamtöknum Al-Qaida létu til skarar skríða í Bandaríkjunum. Flugvélum var flogið á Tvíburaturnanna í New York og Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Washington. Alls létust 2.996 manns í árásunum, þar af 2.763 vegna árásanna á Tvíburaturnana. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.AP/Evan Vucci Í tilskipununni segir að í tilefni að því að tuttugu ár séu liðin frá hryðjuverkunum eigi bandaríska þjóðin skilið að fá betri mynd af því hvað yfirvöld í Bandaríkjunum viti um árásarnir mannskæðu. Lengi kallað eftir því að leynd verði aflétt Leynd af rannsóknargögnunum verður aflétt í skömmtum næstu sex mánuðina og verða öll gögn gerð aðgengileg nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi. Fjölskyldur fórnarlamba árásanna hafa lengi kallað eftir því að sértæk rannsóknargögn FBI sem ná yfir mögulegar tengingar embættismanna í Sádi-Arabíu við nokkra af árásarmönnunum verði gerð opinber. Hefur hópur aðstandenda þeirra sem létust í árásunum stefnt yfirvöldum í Sádi-Arabíu fyrir meinta aðild að árásanum. Yfirvöld þar í landi hafa hafnað því alfarið að hafa átt á einhvern hátt slíka aðild. Samkvæmt tilskipuninni hafa yfirvöld í Bandaríkjunum fjóra mánuði til þess að aflétta leynd af öllum viðtölum, greiningum, rannsóknarniðurstöðum og öðrum gögnum sem tengjast upprunarlegri rannsókn FBI á árásanum. Innan sex mánuða þurfa yfirvöld svo að aflétta leynd á gögnum á hvaða rannsókn sem er sem tengist hryðjuverkamönnum sjálfum og mögulegra tengsla þeirra við erlendar ríkisstjórnir. Bandaríkin Joe Biden Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Biden skrifaði undir forsetatilskipun þess efnis í gær en í frétt Guardian segir að tilskipunun sé til komin vegna mikillar pressu frá Bandaríkjaþingi og fjölskyldum fórnarlamba hryðjuverkanna sem stefnt hafa yfirvöldum í Sádi-Arabíu. Þann 11. september næstkomandi eru tuttugu ár liðin frá því að hryðjuverkamenn tengdir hryðjuverkasamtöknum Al-Qaida létu til skarar skríða í Bandaríkjunum. Flugvélum var flogið á Tvíburaturnanna í New York og Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Washington. Alls létust 2.996 manns í árásunum, þar af 2.763 vegna árásanna á Tvíburaturnana. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.AP/Evan Vucci Í tilskipununni segir að í tilefni að því að tuttugu ár séu liðin frá hryðjuverkunum eigi bandaríska þjóðin skilið að fá betri mynd af því hvað yfirvöld í Bandaríkjunum viti um árásarnir mannskæðu. Lengi kallað eftir því að leynd verði aflétt Leynd af rannsóknargögnunum verður aflétt í skömmtum næstu sex mánuðina og verða öll gögn gerð aðgengileg nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi. Fjölskyldur fórnarlamba árásanna hafa lengi kallað eftir því að sértæk rannsóknargögn FBI sem ná yfir mögulegar tengingar embættismanna í Sádi-Arabíu við nokkra af árásarmönnunum verði gerð opinber. Hefur hópur aðstandenda þeirra sem létust í árásunum stefnt yfirvöldum í Sádi-Arabíu fyrir meinta aðild að árásanum. Yfirvöld þar í landi hafa hafnað því alfarið að hafa átt á einhvern hátt slíka aðild. Samkvæmt tilskipuninni hafa yfirvöld í Bandaríkjunum fjóra mánuði til þess að aflétta leynd af öllum viðtölum, greiningum, rannsóknarniðurstöðum og öðrum gögnum sem tengjast upprunarlegri rannsókn FBI á árásanum. Innan sex mánuða þurfa yfirvöld svo að aflétta leynd á gögnum á hvaða rannsókn sem er sem tengist hryðjuverkamönnum sjálfum og mögulegra tengsla þeirra við erlendar ríkisstjórnir.
Bandaríkin Joe Biden Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira