Dómsmálaráðherra vill ráðast í tilslakanir á samkomutakmörkunum Snorri Másson og Árni Sæberg skrifa 3. september 2021 21:26 Áslaug Arna vill ráðast í tilslakanir. Vísir/Arnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, vill ráðast í tilslakanir á samkomutakmörkunum í næstu viku. Hún vill koma lífinu í eðlilegt horf til lengri tíma. Aðeins 43 greindust með Covid-19 innanlands í gær og þar af voru 63 prósent í sóttkví. Hlutfall greindra í sóttkví fer síhækkandi - og fjöldi covid-veikra á sjúkrahúsi er kominn niður í tíu. Enginn er á gjörgæslu, í fyrsta sinn um nokkra hríð. Þetta telur Áslaug Arna vera ástæðu til tilslakana á samkomutakmörkunum strax í næstu viku en núgildandi aðgerðir gilda til 17. september. „Ég er auðvitað ekki einráð en ég held að það þurfi að endurskoða stöðuna núna í takti við að koma okkur í eðlilegra líf til lengri tíma“ segir Áslaug. Dómsmálaráðherra segist meðal annars hafa áhyggjur af hagsmunum ungs fólks, enda séu takmarkanirnar að koma niður á félagslífi þeirra. „Ég bind vonir við að við setjumst yfir það í næstu viku og afléttum einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera miklar ástæður og rök fyrir því að takmarka frelsi fólks eins mikið og maður er að gera. Maður hefur auðvitað áhyggjur af okkar unga fólki í dag, þar sem þessar takmarkanir eru að koma niður á félagslífi þeirra og fleira,“ segir hún. Vill afnema grímuskyldu Áslaug segist vonast til þess að grímunotkun verði valfrjáls en grímuskylda er enn á, til dæmis, hárgreiðslustofum, sem sumir hárskerar hafa kvartað sárað undan, á meðan matvöruverslanir hafa margar aflétt skyldunni. Ég stend allan daginn með grímu i andlitinu fer svo eftir vinnu á barinn grímulaus ásamt 200 öðrum i litlu rými, fer grímulaus i Bónus og ræktina.Nei ég er ekki skurðlæknir. Ég er hársnyrtir. Hvaða leikrit er þetta?— Egill Einarsson (@einarsson_egill) September 3, 2021 „Ég bind vonir við að við komumst á þann stað að fólk geti fengið frelsi hér til að taka eigin ákvarðanir um hvort það noti grímur og hvernig það hagi lífi sínu í samskiptum við fólk sem er kannski viðkvæmara fyrir þessum veikindum en aðrir,“ segir Áslaug. Forsætisráðherra segir engar tillögur um tilslakanir liggja fyrir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að þeim fækki sem greinast með kórónuveirusmit og þakkar skynsömum ákvörðunum árangurinn. „Við erum að sjá sem betur fer að þeim fækkar sem er að greinast með smit, sem segir mér það að við höfum tekið skynsamlegar ákvarðanir með því að vera með þessar tiltölulega mildu ráðstafanir. Við munum að sjálfsögðu halda áfram að meta stöðuna, það hefur ekki verið ræddar neinar sérstakar tillögur um tilslakanir að þessu sinni, en við munum að sjálfsögðu taka stöðuna eftir því sem þessu vindur fram,“ segir Katrín. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra útilokaði ekki í samtali við fréttastofu í dag að reglum yrði breytt fyrr en fyrirhugað var, en sagði ekkert minnisblað komið á sitt borð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Aðeins 43 greindust með Covid-19 innanlands í gær og þar af voru 63 prósent í sóttkví. Hlutfall greindra í sóttkví fer síhækkandi - og fjöldi covid-veikra á sjúkrahúsi er kominn niður í tíu. Enginn er á gjörgæslu, í fyrsta sinn um nokkra hríð. Þetta telur Áslaug Arna vera ástæðu til tilslakana á samkomutakmörkunum strax í næstu viku en núgildandi aðgerðir gilda til 17. september. „Ég er auðvitað ekki einráð en ég held að það þurfi að endurskoða stöðuna núna í takti við að koma okkur í eðlilegra líf til lengri tíma“ segir Áslaug. Dómsmálaráðherra segist meðal annars hafa áhyggjur af hagsmunum ungs fólks, enda séu takmarkanirnar að koma niður á félagslífi þeirra. „Ég bind vonir við að við setjumst yfir það í næstu viku og afléttum einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera miklar ástæður og rök fyrir því að takmarka frelsi fólks eins mikið og maður er að gera. Maður hefur auðvitað áhyggjur af okkar unga fólki í dag, þar sem þessar takmarkanir eru að koma niður á félagslífi þeirra og fleira,“ segir hún. Vill afnema grímuskyldu Áslaug segist vonast til þess að grímunotkun verði valfrjáls en grímuskylda er enn á, til dæmis, hárgreiðslustofum, sem sumir hárskerar hafa kvartað sárað undan, á meðan matvöruverslanir hafa margar aflétt skyldunni. Ég stend allan daginn með grímu i andlitinu fer svo eftir vinnu á barinn grímulaus ásamt 200 öðrum i litlu rými, fer grímulaus i Bónus og ræktina.Nei ég er ekki skurðlæknir. Ég er hársnyrtir. Hvaða leikrit er þetta?— Egill Einarsson (@einarsson_egill) September 3, 2021 „Ég bind vonir við að við komumst á þann stað að fólk geti fengið frelsi hér til að taka eigin ákvarðanir um hvort það noti grímur og hvernig það hagi lífi sínu í samskiptum við fólk sem er kannski viðkvæmara fyrir þessum veikindum en aðrir,“ segir Áslaug. Forsætisráðherra segir engar tillögur um tilslakanir liggja fyrir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að þeim fækki sem greinast með kórónuveirusmit og þakkar skynsömum ákvörðunum árangurinn. „Við erum að sjá sem betur fer að þeim fækkar sem er að greinast með smit, sem segir mér það að við höfum tekið skynsamlegar ákvarðanir með því að vera með þessar tiltölulega mildu ráðstafanir. Við munum að sjálfsögðu halda áfram að meta stöðuna, það hefur ekki verið ræddar neinar sérstakar tillögur um tilslakanir að þessu sinni, en við munum að sjálfsögðu taka stöðuna eftir því sem þessu vindur fram,“ segir Katrín. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra útilokaði ekki í samtali við fréttastofu í dag að reglum yrði breytt fyrr en fyrirhugað var, en sagði ekkert minnisblað komið á sitt borð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira