Réttarhöld yfir fyrrverandi ráðherra innflytjendamála hefjast í Danmörku Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2021 08:51 Inger Støjberg rak harða stefnu í innflytjendamálum frá 2015 til 2019. Hún er talin hafa brotið lög með tilmælum um að stía í sundur ungum pörum sem leituðu hælis í Danmörku. Vísir/EPA Ríkisréttur Danmerkur kemur saman í dag til að rétta yfir Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra en hún er sökuð um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. Þetta er aðeins í annað skipti á heilli öld sem rétturinn er kallaður saman. Rúmur meirihluti þingmanna samþykkti að ákæra Støjberg fyrir brot í embætti eftir að tveir óháðir lögfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að tilefni væri til þess fyrr á þessu ári. Félagar hennar í þingflokki Venstre samþykktu ákæruna. Sagði hún af sér sem varaformaður og sagði skilið við flokkinn í kjölfarið. Støjberg var talin hafa gefið út ólögmæt fyrirmæli um að láta aðskilja gifta hælisleitendur sem væru yngri en átján ára við komuna til Danmerkur. Tuttugu og þrjú pör voru aðskilin að skipan ráðherrans árið 2016. Sum þeirra voru með börn. Rannsóknarnefnd danska þingsins komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að starfslið Støjberg hefði varað hana við því að tilmæli hennar væru ólögleg. Hún var talin hafa hunsað lög og brotið mannréttindi fólksins. Sjálf hélt hún því fram að með tilmælunum reyndi hún að verja stúlkur og berjast gegn því að stúlkur undir lögaldri væru giftar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Støjberg rak harða stefnu í innflytjendamálum þegar hún var ráðherra frá 2015 til 2019. Kom hún í gegn fleiri en hundrað nýjum takmörkunum á komu flóttafólks og innflytjenda til Danmerkur og fagnaði hún meðal annars því með köku þegar hún var hálfnuð að því marki. Undir forystu hennar keyptu dönsk stjórnvöld auglýsingar í líbönsku dagblaði til að letja flóttamenn til að sækjast eftir hæli í Danmörku og reglur um sameiningu fjölskyldna voru hertar. Þá lét hún leggja hald á verðmæti hælisleitenda og senda erlenda glæpamenn á óbyggða eyju í Eystrasalti. Verði Støjberg fundin sek gæti hún átt yfir höfði sér sekt eða jafnvel fangelsisdóm. Ríkisréttur hefur sex sinnum komið saman í sögu Danmerkur. Hann hefur yfirleitt sýknað fólk en þó var Erik Ninn-Hansen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að koma í veg fyrir að flóttamenn frá Sri Lanka gætu flutt fjölskyldur sínar til sín árið 1995. Danmörk Innflytjendamál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Rúmur meirihluti þingmanna samþykkti að ákæra Støjberg fyrir brot í embætti eftir að tveir óháðir lögfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að tilefni væri til þess fyrr á þessu ári. Félagar hennar í þingflokki Venstre samþykktu ákæruna. Sagði hún af sér sem varaformaður og sagði skilið við flokkinn í kjölfarið. Støjberg var talin hafa gefið út ólögmæt fyrirmæli um að láta aðskilja gifta hælisleitendur sem væru yngri en átján ára við komuna til Danmerkur. Tuttugu og þrjú pör voru aðskilin að skipan ráðherrans árið 2016. Sum þeirra voru með börn. Rannsóknarnefnd danska þingsins komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að starfslið Støjberg hefði varað hana við því að tilmæli hennar væru ólögleg. Hún var talin hafa hunsað lög og brotið mannréttindi fólksins. Sjálf hélt hún því fram að með tilmælunum reyndi hún að verja stúlkur og berjast gegn því að stúlkur undir lögaldri væru giftar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Støjberg rak harða stefnu í innflytjendamálum þegar hún var ráðherra frá 2015 til 2019. Kom hún í gegn fleiri en hundrað nýjum takmörkunum á komu flóttafólks og innflytjenda til Danmerkur og fagnaði hún meðal annars því með köku þegar hún var hálfnuð að því marki. Undir forystu hennar keyptu dönsk stjórnvöld auglýsingar í líbönsku dagblaði til að letja flóttamenn til að sækjast eftir hæli í Danmörku og reglur um sameiningu fjölskyldna voru hertar. Þá lét hún leggja hald á verðmæti hælisleitenda og senda erlenda glæpamenn á óbyggða eyju í Eystrasalti. Verði Støjberg fundin sek gæti hún átt yfir höfði sér sekt eða jafnvel fangelsisdóm. Ríkisréttur hefur sex sinnum komið saman í sögu Danmerkur. Hann hefur yfirleitt sýknað fólk en þó var Erik Ninn-Hansen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að koma í veg fyrir að flóttamenn frá Sri Lanka gætu flutt fjölskyldur sínar til sín árið 1995.
Danmörk Innflytjendamál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira