Tvær hliðar á sömu spillingu Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Georg Eiður Arnarson skrifa 2. september 2021 08:31 Sérhagsmunagæsla eða spilling á Íslandi snýst í grunninn um „tvo turna“; fjármálakerfið og sjávarútveg. Að sjálfsögðu kemur fleira til og inn í sérhagsmunagæsluna fléttast gríðarlega margir, en þetta eru „turnarnir“ sem hafa sogað til sín hvað mestu af auðæfum þjóðarinnar hvað sem öðrum hagsmunaaðilum líður. Hagsmunir þessara tveggja „spillingarturna“ eru samofnir og þó starfssemi þeirra sé ólík, þá eru þeir algjörlega háðir hvor öðrum og hvor um sig nærir hinn. Stundum er erfitt að sjá hvort kemur á undan, eggið eða hænan og það á við í þessu tilfelli, en í einfaldri mynd má rekja hagsmunatengsl þessara aðila til kvótakerfisins og framsals á kvóta. Það var með framsali á kvóta sem nokkrir Íslendingar eignuðust stjarnfræðilega mikla peninga, meiri en áður þekktist á Íslandi. Þeir lögðu þetta fé sitt inn í banka sem einnig aðstoðuðu þá við að koma þessu fjármagni á aflandsreikninga. Svo fóru þessir aðilar að taka lán út á óveiddan fisk og veðsettu hann í gríð og erg. Eins og alþjóð veit þá búa bankar til peninga með lánveitingum þannig að íslenskir bankar högnuðust gríðarlega á þessum óveidda fiski og lögðu í útrás til annarra landa með þetta (illa) fengna fé. Það var hagur beggja aðila að lána og fá lánað sem mest og áður en langt um leið var útgerðin veðsett upp í topp. Um leið urðu útgerðarmenn og kvótaframsalsmenn gríðarlega áhrifamiklir innan bankakerfisins og jafnvel stórir hluthafar í því. Sérhagsmunirnir á Íslandi hafa í raun bara eitt andlit. Þetta andlit hefur tvær hliðar. Þegar litið er á prófílinn sést bara önnur hliðin. Þess vegna verðum við að horfa beint framan í spillinguna ef við viljum takast á við hana og stöðva. Saga trillukarlsins Georgs Eiðs Arnarssonar Annað okkar sem þetta skrifum hefur skrifað fjölda greina um meðferð bankakerfisins á heimilum landsins þannig að um þá hlið spillingarinnar verður ekki fjallað í þessari grein. Hitt þekkir af eigin raun hvernig báðir þessir turnar sameinuðust gegn trillukörlum og í raun svældu þá út úr greininni í sameiningu, um leið og þeir sölsuðu kvóta þeirra smátt og smátt undir sig. Hér á eftir rekur þessi greinahöfundur viðskipti sin við banka vegna lífsviðurværis síns og hvernig hann varð að lokum að selja sinn litla kvóta frá sér. Síðan er til samanburðar rakið raunverulegt dæmi um útgerðarmenn sem nutu allt annarra kjara í bankanum og hafa hagnast gríðarlega. Í þeirri sögu kristallast hversu samofnir hagsmunir þessar tveggja turna eru og hvernig þeir vinna saman. Saga Georgs er saga eins trillukarls en hundruð ef ekki þúsundir (fyrrverandi) trillukarla hafa svipaða sögu að segja. Fyrri hluti: 2005 – 2016 Alveg frá því að ég byrjaði í útgerð 1987 hef ég, eins og aðrir trillukarlar, þurft að leita fyrirgreiðslu hjá bönkunum og lent í ýmsum hremmingum á þeim tíma. Bankinn minn heitir Landsbankinn í dag en var þá Sparisjóður Vestmannaeyja og hér er rakin saga okkar samskipta síðan 2005. Árið 2005 sótti ég um lán hjá Sparisjóðnum til að kaupa nýjan bát. Það hafði gengið mjög vel hjá mér og kominn var tími til að skipta út þeim litla bát sem ég átti þá fyrir stærri og öflugri. Í samtali við þjónustufulltrúa lýsti ég áhuga mínum á þessu en um leið áhyggjum yfir því hversu háir vextir væru á Íslenskum lánum, en ég hafði einmitt farið illa út úr slíku láni örfáum árum áður. Þessi þjónustufulltrúi sagði mér að það væri ekkert mál, hann skyldi redda mér láni í erlendum gjaldmiðlum. Ég hafði efasemdir og spurði hvað myndi gerast ef verðbólga færi af stað og hvort vextirnir á myntkörfulánum myndu þá ekki rjúka upp. Þjónustufulltrúinn gaf lítið fyrir þessar áhyggjur mínar og fullvissaði mig um að það væri alveg sama hvað myndi gerast, vextirnir myntkörfuláninu yrðu aldrei hærri en á verðtryggðu láni og þar með beit ég á og kokgleypti. Þremur árum síðar var vertíðin 2008 mjög góð hjá mér en það fóru samt að renna á mig tvær grímur varðandi lánið þegar ég fékk símtal frá þáverandi Sparisjóðsstjóra sem spurði mig hvort ég hefði ekki áhuga á að fara í alvöru útgerð og kaupa mér kvóta og hann skyldi fjármagna kaupin hjá mér. Ég þakkaði fyrir gott boð en þar sem mér fannst þetta skrýtið ákvað ég sem betur fer að láta þetta eiga sig því allir vita hvað gerðist haustið 2008. Síðan liðu nokkur ár og árið 2016 þurfti ég aftur að leita til bankans „míns“ sem núna hét „Nýi“ Landsbankinn. Vertíðin 2016 var ofboðslega erfið. Bæði var erfitt að fá kvóta, verðið lágt og á þessum tímapunkti voru veiðigjöldin, sem þá nýlega höfðu verið færð yfir á leiguliða af ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, virkilega farin að bíta og valda trillusjómönnum erfiðleikum. Þann 23. maí þurfti ég að fara í aðgerð á mjöðm og því ljóst að ég gæti ekki unnið eða sótt sjóinn í einhverjar vikur með tilheyrandi tekjutapi. Ég vildi hafa vaðið fyrir neðan mig og áður en til kom óskaði ég eftir því við bankann að hann myndi annað hvort frysta mín lán á meðan ég væri að ná mér eða að ég fengi tímabundið lægri vexti á lánin mín svo ég gæti staðið í skilum með mitt. Þessu var algjörlega hafnað af bankanum og mér tilkynnt að það eina sem mér stæði til boða væri yfirdráttarlán með hæstu vöxtum til að borga af láninu á meðan ég væri að ná mér. Á þessum tímapunkti skuldaði ég liðlega 15 milljónir en skuldir mína jukust mjög vegna þessara afarkosta bankans og ég náði mér aldrei upp úr því. Þegar mér tókst loksins árið 2018 að selja þann litla kvóta sem ég átti fékk ég liðlega 26 milljónir en þá höfðu skuldir mínar hækkað úr 15 milljónum í 23, þannir að þegar bankinn var búinn að taka sitt stóðu eftir 3 milljónir sem ég fékk fyrir minn snúð. Að lokum hafði ég borgað „hagkvæma lánið“ frá 2005 nær fjórfalt til baka. Svo það má með sanni segja að bankinn „minn“ hafi mergsogið mig inn að beini og hirt nær allan ágóðann af erfiði mínu. Seinni hluti: 2020 – 2021 Þó að ég hefði neyðst til að selja kvótann minn og allt saman til að borga skuldirnar, þá ákvað ég samt að fá mér lítinn bát vorið 2019 og leigja kvóta eftir þörfum eins og ég hef alltaf gert en það var dýrt og óhagkvæmt, ekki síst vegna þess að ég var með tiltölulega lítinn bát. Þannig að þrátt fyrir allt sem á undan var gengið ákvað ég nú sl. vetur að spyrja núverandi bankastjóra í spjalli á netinu um hvort ég, sem hafði gert upp allar mínar skuldir árið 2018 og var algjörlega skuldlaus, fengi ekki örugglega fyrirgreiðslu til að kaupa mér aðeins stærri bát? Svarið var: „Þú getur fengið að hámarki 35% lán ef mér líst á bókhaldið hjá þér en ef þú þarft meira þá verður þú að veðsetja húsið þitt líka.“ Þetta var ekki spennandi kostur. Maður hættir ekki heimili sínu, svo nú er ég hættur í útgerð. Vissulega verð ég alltaf trillukarl, því það er í blóðinu og ef ég ætti nóg af peningum væri meira en líklegt að ég myndi kaupa mér einhvern öflugan bát. En svo er ekki og í raun allt sem mælir gegn því fyrir mig að fara af stað aftur. Sami banki – önnur meðferð Framtíð trillukarla er ekki björt á Íslandi nema eitthvað mikið breytist. Kvótakerfið er þeim nógu erfitt en þegar enga fyrirgreiðslu er að fá, ekki einu sinni fyrir skuldlausa menn, er ekki von á góðu. Á sama tíma og ég fæ enga fyrirgreiðslu, hvorki vegna veikinda né til að fjármagna betra atvinnutæki nema ég, skuldlaus maðurinn, leggi heimili mitt að veði, njóta aðrir velvildar sem nær út fyrir öll mörk. Til samanburðar má skoða sögu einnar útgerðar. Árið 2012 varð þessi útgerð gjaldþrota. Gjaldþrotið hljómaði upp á marga milljarða og næstum upp á krónu það sama og aflaheimildir útgerðarinnar voru á þeim tíma. Það sem vakti sérstaka athygli mína strax árið 2012 var að Landsbankinn ákvað að afskrifa alla þessa skuld útgerðarinnar og ekki nóg með það, heldur fékk hún samt að halda öllum sínum aflaheimildum. Landsbankinn gekk þannig ekki að eignum hennar heldur hreinlega gaf útgerðinni upp, án allra eftirmála, margra milljarða skuld. Í síðustu viku bárust svo fréttir af þessari útgerð vegna gríðarlegs hagnaðar hennar. Hagnaðurinn var svo mikill að bræðurnir sem eiga hana greiddu sjálfum sér nær 800 milljónir króna í arð, eða 400 milljónir á mann. Á sínum tíma reyndi ég allt sem í mínu valdi stóð til að komast að því hvers vegna þessir aðilar fengu allar þessar skuldir afskrifaðar og hvernig þeir fóru að því. Mér fannst þetta vægast sagt mjög undarlegt þegar haft er í huga að þessi sami banki og var svo rausnarlegur við þá, mjólkaði mig alveg inn að beini. Ég spurðist m.a. fyrir um þetta í bankanum en engin fékk ég svörin. Eina skýringin sem ég fékk nokkru síðar var að þessir aðilar væru gall harðir sjálfstæðismenn, en það hef ég að sjálfsögðu aldei verið og því fór sem fór. Ein hlið landlægrar spillingar: Fjármálakerfið með Sjávarútvegsfyrirtækjum Greinilegt er að það er til nóg af peningum í bönkum og lífeyrissjóðum fyrir suma og ef menn eru í réttu klíkunni standa þeim allar dyr opnar og jafnvel lagður fyrir þá gullsleginn rauður dregill. Þessar tvær ólíku sögur úr útgerðinni sem hér hafa verið raktar sýna fram á hreina og klára mismunun því menn sem tapa mörgum milljörðum geta hvorki talist „klárir viðskiptamenn“ né „góðir kúnnar“ bankans. Hvorug þessara sagna er einsdæmi og þarna birtist útgerðin sem er önnur hliðin á þeirri landlægu spillingu sem við höfum búið svo lengi við að við teljum hana næstum náttúrulögmál. Hin hlið landlægrar spillingar: Fjármálakerfið gegn heimilunum Hin hliðin snýr að heimilunum. Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur misst heimili sín vegna bankahrunsins. Þær höfðu það sér til saka unnið að koma sér þaki yfir höfuðið þegar bankarnir kipptu undan þeim fótunum,fengu nýjar kennitölur og skuldirnar þeirra á gjafverði. Þessum fjölskyldum var engin miskunn sýnd og þær fengu ekkert afskrifað. Til að bæta svo gráu ofan á kolsvart, þá eru fjölmargar þeirra enn þá eltar uppi af bönkunum í formi fjárnáma, sem oftast eru árangurslaus, því þessar fjölskyldur eiga ekkert. En EF þær skyldu nú eignast eitthvað, bíða bankarnir eins og gammar til að grípa það í sinn gráðuga og miskunnarlausa kjaft. Árangurslaus fjárnám frá hruni eru nú 147.030 talsins, eða að meðaltali 11.310 á ári og um 45 á hverjum einasta virkum degi ársins. Í mjög mörgum tilfellum telja bankamenn ekki nóg að hafa hirt heimilið og eru að ná í það sem „upp á vantar“ með fjárnámum sem oftast eru árangurslaus. Vopnabræður: Sjávarútvegsfyrirtækin, fjármálafyrirtækin og Sjálfstæðisflokkurinn Það er greinilega ekki sama Jón og séra Jón og það blasir við hverjum sem er, hversu brenglað og ljótt þetta „kerfi“ er og hvernig það hampar sumum á meðan það mergsýgur aðra. Þegar sumir missa heimili sín án nokkurrar miskunnar og aðrir lífsviðurværið á meðan einhverjir „gulldrengir“ sem fengu afskrifaða milljarða fá í fyrsta lagi að halda öllu sínu og í öðru lagi að greiða sjálfum sér 800 milljónir í arð án þess að bankinn fetti fingur út í það, þá er eitthvað mikið að! Fjölskyldurnar sem voru annað hvort að koma sér þaki yfir höfuðið eða skapa sér og fjölskyldu sinni lífsviðurværi og bankarnir hafa hundelt, hafa aldrei farið fram á afskriftir, en kannski látið sig dreyma um smá sanngirni. En hvernig kemst maður í hóp „gulldrengjanna“? Staðreyndin er sú að þegar sérhagsmunatengsl eru skoðuð á Íslandi eru nær alltaf sömu aðilarnir nálægir í einhverri mynd. Stundum bara einn þeirra, en stundum allir þrír. En í hvaða mynd sem það er, þá eru þetta alltaf sömu samnefnaranir: Fjármálafyrirtækin, sjávarútvegsfyrirtækin og Sjálfstæðisflokkurinn. Auðvitað eru margháttuð tengsl þarna á bakvið en alltaf má sjá skugga þessara aðili í einhverri mynd á bakvið tjöldin. Því hvað eru milljarðar á milli vina og flokksfélaga? Eins skrítin og sú stærðfræði er, þá virðist bankinn auðveldlega geta séð af milljörðum til „sinna útvöldu“, á meðan hann getur hvorki sýnt sanngirni né sveigjanleika fólki sem kom sér þaki yfir höfuðið. „Rétta klíkan“ skiptir greinilega máli. Það væri áhugavert ef verðir spillingarinnar og sérhagsmuna myndu byrja á að svara þessum spurningum: Hvernig fara menn að því að fá allar skuldir afskrifaðar en halda eignunum? Hver er hinn raunverulegi hagnaður banka, sé tekið tillit til þess hve mikið þeir afskrifa? Er flokkskírteini í Sjálfstæðisflokknum eða tengsl við aðila innan hans, skilyrði til að fá afskrifaðar skuldir? Er eðlilegt að menn sem fá milljarða afskrifaða geti nokkrum árum síðar greitt sjálfum sér 800 milljónir í arð? Af hverju er ekki gert fjárnám hjá þessum mönnum eins og fjölmörgum sem misstu heimili sín eftir síðasta hrun? Sjáfstæðisflokkurinn er stærsti sjórnmálaflokkur landsins. Þar hefur fjöldi fólks sameinast um sjálfstæðishugsjónina sem lítil sem engin merki eru um í flokknum eins og hann er í dag. Það er ekki einu sinni hægt að finna hana á heimasíðu flokksins. Almennir flokksfélagar hafa sýnt Sjálfstæðisflokknum alveg ótrúlega tryggð, því það er augljóst að fæstir þeirra njóta góðs af einkavinavæðingarstefnu flokksins. Vonandi spyrja þeir sig í aðdraganda kosninganna, hvað þeir séu í raun og veru að styðja og af hverju. Sækjum að spillingunni úr báðum áttum Sérhagsmunirnir á Íslandi eiga sér í raun eitt andlit þó á því séu a.m.k. tvær hliðar. Það er ekki nóg að horfa á prófílinn og sjá bara aðra hliðina. Það eru ekki mörg sérhagsmunaöfl á Íslandi, í raun eru það bara eitt, en til hagræðingar hafa fulltrúar þeirra skipt með sér verkum. Allt er þetta samt sama spillingin og til að takast á við hana þarf maður að minnsta kosti að þekkja þessar tvær hliðar hennar. Við sem þetta skrifum höfum tekist á við sitthvora hlið spillingarinnar. Nú viljum við leggja saman krafta okkar í baráttu við hana og óskum eftir umboði kjósenda til að takast á við sérhagsmunagæsluna sem mergsýgur okkur öll, frá báðum hliðum í senn. Settu X við F – fyrir þína framtíð! Ásthildur Lóa Þórsdóttir er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Georg Eiður Arnarson, hafnarvörður og trillukarl situr í 2. sæti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Ásthildur Lóa Þórsdóttir Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Sérhagsmunagæsla eða spilling á Íslandi snýst í grunninn um „tvo turna“; fjármálakerfið og sjávarútveg. Að sjálfsögðu kemur fleira til og inn í sérhagsmunagæsluna fléttast gríðarlega margir, en þetta eru „turnarnir“ sem hafa sogað til sín hvað mestu af auðæfum þjóðarinnar hvað sem öðrum hagsmunaaðilum líður. Hagsmunir þessara tveggja „spillingarturna“ eru samofnir og þó starfssemi þeirra sé ólík, þá eru þeir algjörlega háðir hvor öðrum og hvor um sig nærir hinn. Stundum er erfitt að sjá hvort kemur á undan, eggið eða hænan og það á við í þessu tilfelli, en í einfaldri mynd má rekja hagsmunatengsl þessara aðila til kvótakerfisins og framsals á kvóta. Það var með framsali á kvóta sem nokkrir Íslendingar eignuðust stjarnfræðilega mikla peninga, meiri en áður þekktist á Íslandi. Þeir lögðu þetta fé sitt inn í banka sem einnig aðstoðuðu þá við að koma þessu fjármagni á aflandsreikninga. Svo fóru þessir aðilar að taka lán út á óveiddan fisk og veðsettu hann í gríð og erg. Eins og alþjóð veit þá búa bankar til peninga með lánveitingum þannig að íslenskir bankar högnuðust gríðarlega á þessum óveidda fiski og lögðu í útrás til annarra landa með þetta (illa) fengna fé. Það var hagur beggja aðila að lána og fá lánað sem mest og áður en langt um leið var útgerðin veðsett upp í topp. Um leið urðu útgerðarmenn og kvótaframsalsmenn gríðarlega áhrifamiklir innan bankakerfisins og jafnvel stórir hluthafar í því. Sérhagsmunirnir á Íslandi hafa í raun bara eitt andlit. Þetta andlit hefur tvær hliðar. Þegar litið er á prófílinn sést bara önnur hliðin. Þess vegna verðum við að horfa beint framan í spillinguna ef við viljum takast á við hana og stöðva. Saga trillukarlsins Georgs Eiðs Arnarssonar Annað okkar sem þetta skrifum hefur skrifað fjölda greina um meðferð bankakerfisins á heimilum landsins þannig að um þá hlið spillingarinnar verður ekki fjallað í þessari grein. Hitt þekkir af eigin raun hvernig báðir þessir turnar sameinuðust gegn trillukörlum og í raun svældu þá út úr greininni í sameiningu, um leið og þeir sölsuðu kvóta þeirra smátt og smátt undir sig. Hér á eftir rekur þessi greinahöfundur viðskipti sin við banka vegna lífsviðurværis síns og hvernig hann varð að lokum að selja sinn litla kvóta frá sér. Síðan er til samanburðar rakið raunverulegt dæmi um útgerðarmenn sem nutu allt annarra kjara í bankanum og hafa hagnast gríðarlega. Í þeirri sögu kristallast hversu samofnir hagsmunir þessar tveggja turna eru og hvernig þeir vinna saman. Saga Georgs er saga eins trillukarls en hundruð ef ekki þúsundir (fyrrverandi) trillukarla hafa svipaða sögu að segja. Fyrri hluti: 2005 – 2016 Alveg frá því að ég byrjaði í útgerð 1987 hef ég, eins og aðrir trillukarlar, þurft að leita fyrirgreiðslu hjá bönkunum og lent í ýmsum hremmingum á þeim tíma. Bankinn minn heitir Landsbankinn í dag en var þá Sparisjóður Vestmannaeyja og hér er rakin saga okkar samskipta síðan 2005. Árið 2005 sótti ég um lán hjá Sparisjóðnum til að kaupa nýjan bát. Það hafði gengið mjög vel hjá mér og kominn var tími til að skipta út þeim litla bát sem ég átti þá fyrir stærri og öflugri. Í samtali við þjónustufulltrúa lýsti ég áhuga mínum á þessu en um leið áhyggjum yfir því hversu háir vextir væru á Íslenskum lánum, en ég hafði einmitt farið illa út úr slíku láni örfáum árum áður. Þessi þjónustufulltrúi sagði mér að það væri ekkert mál, hann skyldi redda mér láni í erlendum gjaldmiðlum. Ég hafði efasemdir og spurði hvað myndi gerast ef verðbólga færi af stað og hvort vextirnir á myntkörfulánum myndu þá ekki rjúka upp. Þjónustufulltrúinn gaf lítið fyrir þessar áhyggjur mínar og fullvissaði mig um að það væri alveg sama hvað myndi gerast, vextirnir myntkörfuláninu yrðu aldrei hærri en á verðtryggðu láni og þar með beit ég á og kokgleypti. Þremur árum síðar var vertíðin 2008 mjög góð hjá mér en það fóru samt að renna á mig tvær grímur varðandi lánið þegar ég fékk símtal frá þáverandi Sparisjóðsstjóra sem spurði mig hvort ég hefði ekki áhuga á að fara í alvöru útgerð og kaupa mér kvóta og hann skyldi fjármagna kaupin hjá mér. Ég þakkaði fyrir gott boð en þar sem mér fannst þetta skrýtið ákvað ég sem betur fer að láta þetta eiga sig því allir vita hvað gerðist haustið 2008. Síðan liðu nokkur ár og árið 2016 þurfti ég aftur að leita til bankans „míns“ sem núna hét „Nýi“ Landsbankinn. Vertíðin 2016 var ofboðslega erfið. Bæði var erfitt að fá kvóta, verðið lágt og á þessum tímapunkti voru veiðigjöldin, sem þá nýlega höfðu verið færð yfir á leiguliða af ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, virkilega farin að bíta og valda trillusjómönnum erfiðleikum. Þann 23. maí þurfti ég að fara í aðgerð á mjöðm og því ljóst að ég gæti ekki unnið eða sótt sjóinn í einhverjar vikur með tilheyrandi tekjutapi. Ég vildi hafa vaðið fyrir neðan mig og áður en til kom óskaði ég eftir því við bankann að hann myndi annað hvort frysta mín lán á meðan ég væri að ná mér eða að ég fengi tímabundið lægri vexti á lánin mín svo ég gæti staðið í skilum með mitt. Þessu var algjörlega hafnað af bankanum og mér tilkynnt að það eina sem mér stæði til boða væri yfirdráttarlán með hæstu vöxtum til að borga af láninu á meðan ég væri að ná mér. Á þessum tímapunkti skuldaði ég liðlega 15 milljónir en skuldir mína jukust mjög vegna þessara afarkosta bankans og ég náði mér aldrei upp úr því. Þegar mér tókst loksins árið 2018 að selja þann litla kvóta sem ég átti fékk ég liðlega 26 milljónir en þá höfðu skuldir mínar hækkað úr 15 milljónum í 23, þannir að þegar bankinn var búinn að taka sitt stóðu eftir 3 milljónir sem ég fékk fyrir minn snúð. Að lokum hafði ég borgað „hagkvæma lánið“ frá 2005 nær fjórfalt til baka. Svo það má með sanni segja að bankinn „minn“ hafi mergsogið mig inn að beini og hirt nær allan ágóðann af erfiði mínu. Seinni hluti: 2020 – 2021 Þó að ég hefði neyðst til að selja kvótann minn og allt saman til að borga skuldirnar, þá ákvað ég samt að fá mér lítinn bát vorið 2019 og leigja kvóta eftir þörfum eins og ég hef alltaf gert en það var dýrt og óhagkvæmt, ekki síst vegna þess að ég var með tiltölulega lítinn bát. Þannig að þrátt fyrir allt sem á undan var gengið ákvað ég nú sl. vetur að spyrja núverandi bankastjóra í spjalli á netinu um hvort ég, sem hafði gert upp allar mínar skuldir árið 2018 og var algjörlega skuldlaus, fengi ekki örugglega fyrirgreiðslu til að kaupa mér aðeins stærri bát? Svarið var: „Þú getur fengið að hámarki 35% lán ef mér líst á bókhaldið hjá þér en ef þú þarft meira þá verður þú að veðsetja húsið þitt líka.“ Þetta var ekki spennandi kostur. Maður hættir ekki heimili sínu, svo nú er ég hættur í útgerð. Vissulega verð ég alltaf trillukarl, því það er í blóðinu og ef ég ætti nóg af peningum væri meira en líklegt að ég myndi kaupa mér einhvern öflugan bát. En svo er ekki og í raun allt sem mælir gegn því fyrir mig að fara af stað aftur. Sami banki – önnur meðferð Framtíð trillukarla er ekki björt á Íslandi nema eitthvað mikið breytist. Kvótakerfið er þeim nógu erfitt en þegar enga fyrirgreiðslu er að fá, ekki einu sinni fyrir skuldlausa menn, er ekki von á góðu. Á sama tíma og ég fæ enga fyrirgreiðslu, hvorki vegna veikinda né til að fjármagna betra atvinnutæki nema ég, skuldlaus maðurinn, leggi heimili mitt að veði, njóta aðrir velvildar sem nær út fyrir öll mörk. Til samanburðar má skoða sögu einnar útgerðar. Árið 2012 varð þessi útgerð gjaldþrota. Gjaldþrotið hljómaði upp á marga milljarða og næstum upp á krónu það sama og aflaheimildir útgerðarinnar voru á þeim tíma. Það sem vakti sérstaka athygli mína strax árið 2012 var að Landsbankinn ákvað að afskrifa alla þessa skuld útgerðarinnar og ekki nóg með það, heldur fékk hún samt að halda öllum sínum aflaheimildum. Landsbankinn gekk þannig ekki að eignum hennar heldur hreinlega gaf útgerðinni upp, án allra eftirmála, margra milljarða skuld. Í síðustu viku bárust svo fréttir af þessari útgerð vegna gríðarlegs hagnaðar hennar. Hagnaðurinn var svo mikill að bræðurnir sem eiga hana greiddu sjálfum sér nær 800 milljónir króna í arð, eða 400 milljónir á mann. Á sínum tíma reyndi ég allt sem í mínu valdi stóð til að komast að því hvers vegna þessir aðilar fengu allar þessar skuldir afskrifaðar og hvernig þeir fóru að því. Mér fannst þetta vægast sagt mjög undarlegt þegar haft er í huga að þessi sami banki og var svo rausnarlegur við þá, mjólkaði mig alveg inn að beini. Ég spurðist m.a. fyrir um þetta í bankanum en engin fékk ég svörin. Eina skýringin sem ég fékk nokkru síðar var að þessir aðilar væru gall harðir sjálfstæðismenn, en það hef ég að sjálfsögðu aldei verið og því fór sem fór. Ein hlið landlægrar spillingar: Fjármálakerfið með Sjávarútvegsfyrirtækjum Greinilegt er að það er til nóg af peningum í bönkum og lífeyrissjóðum fyrir suma og ef menn eru í réttu klíkunni standa þeim allar dyr opnar og jafnvel lagður fyrir þá gullsleginn rauður dregill. Þessar tvær ólíku sögur úr útgerðinni sem hér hafa verið raktar sýna fram á hreina og klára mismunun því menn sem tapa mörgum milljörðum geta hvorki talist „klárir viðskiptamenn“ né „góðir kúnnar“ bankans. Hvorug þessara sagna er einsdæmi og þarna birtist útgerðin sem er önnur hliðin á þeirri landlægu spillingu sem við höfum búið svo lengi við að við teljum hana næstum náttúrulögmál. Hin hlið landlægrar spillingar: Fjármálakerfið gegn heimilunum Hin hliðin snýr að heimilunum. Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur misst heimili sín vegna bankahrunsins. Þær höfðu það sér til saka unnið að koma sér þaki yfir höfuðið þegar bankarnir kipptu undan þeim fótunum,fengu nýjar kennitölur og skuldirnar þeirra á gjafverði. Þessum fjölskyldum var engin miskunn sýnd og þær fengu ekkert afskrifað. Til að bæta svo gráu ofan á kolsvart, þá eru fjölmargar þeirra enn þá eltar uppi af bönkunum í formi fjárnáma, sem oftast eru árangurslaus, því þessar fjölskyldur eiga ekkert. En EF þær skyldu nú eignast eitthvað, bíða bankarnir eins og gammar til að grípa það í sinn gráðuga og miskunnarlausa kjaft. Árangurslaus fjárnám frá hruni eru nú 147.030 talsins, eða að meðaltali 11.310 á ári og um 45 á hverjum einasta virkum degi ársins. Í mjög mörgum tilfellum telja bankamenn ekki nóg að hafa hirt heimilið og eru að ná í það sem „upp á vantar“ með fjárnámum sem oftast eru árangurslaus. Vopnabræður: Sjávarútvegsfyrirtækin, fjármálafyrirtækin og Sjálfstæðisflokkurinn Það er greinilega ekki sama Jón og séra Jón og það blasir við hverjum sem er, hversu brenglað og ljótt þetta „kerfi“ er og hvernig það hampar sumum á meðan það mergsýgur aðra. Þegar sumir missa heimili sín án nokkurrar miskunnar og aðrir lífsviðurværið á meðan einhverjir „gulldrengir“ sem fengu afskrifaða milljarða fá í fyrsta lagi að halda öllu sínu og í öðru lagi að greiða sjálfum sér 800 milljónir í arð án þess að bankinn fetti fingur út í það, þá er eitthvað mikið að! Fjölskyldurnar sem voru annað hvort að koma sér þaki yfir höfuðið eða skapa sér og fjölskyldu sinni lífsviðurværi og bankarnir hafa hundelt, hafa aldrei farið fram á afskriftir, en kannski látið sig dreyma um smá sanngirni. En hvernig kemst maður í hóp „gulldrengjanna“? Staðreyndin er sú að þegar sérhagsmunatengsl eru skoðuð á Íslandi eru nær alltaf sömu aðilarnir nálægir í einhverri mynd. Stundum bara einn þeirra, en stundum allir þrír. En í hvaða mynd sem það er, þá eru þetta alltaf sömu samnefnaranir: Fjármálafyrirtækin, sjávarútvegsfyrirtækin og Sjálfstæðisflokkurinn. Auðvitað eru margháttuð tengsl þarna á bakvið en alltaf má sjá skugga þessara aðili í einhverri mynd á bakvið tjöldin. Því hvað eru milljarðar á milli vina og flokksfélaga? Eins skrítin og sú stærðfræði er, þá virðist bankinn auðveldlega geta séð af milljörðum til „sinna útvöldu“, á meðan hann getur hvorki sýnt sanngirni né sveigjanleika fólki sem kom sér þaki yfir höfuðið. „Rétta klíkan“ skiptir greinilega máli. Það væri áhugavert ef verðir spillingarinnar og sérhagsmuna myndu byrja á að svara þessum spurningum: Hvernig fara menn að því að fá allar skuldir afskrifaðar en halda eignunum? Hver er hinn raunverulegi hagnaður banka, sé tekið tillit til þess hve mikið þeir afskrifa? Er flokkskírteini í Sjálfstæðisflokknum eða tengsl við aðila innan hans, skilyrði til að fá afskrifaðar skuldir? Er eðlilegt að menn sem fá milljarða afskrifaða geti nokkrum árum síðar greitt sjálfum sér 800 milljónir í arð? Af hverju er ekki gert fjárnám hjá þessum mönnum eins og fjölmörgum sem misstu heimili sín eftir síðasta hrun? Sjáfstæðisflokkurinn er stærsti sjórnmálaflokkur landsins. Þar hefur fjöldi fólks sameinast um sjálfstæðishugsjónina sem lítil sem engin merki eru um í flokknum eins og hann er í dag. Það er ekki einu sinni hægt að finna hana á heimasíðu flokksins. Almennir flokksfélagar hafa sýnt Sjálfstæðisflokknum alveg ótrúlega tryggð, því það er augljóst að fæstir þeirra njóta góðs af einkavinavæðingarstefnu flokksins. Vonandi spyrja þeir sig í aðdraganda kosninganna, hvað þeir séu í raun og veru að styðja og af hverju. Sækjum að spillingunni úr báðum áttum Sérhagsmunirnir á Íslandi eiga sér í raun eitt andlit þó á því séu a.m.k. tvær hliðar. Það er ekki nóg að horfa á prófílinn og sjá bara aðra hliðina. Það eru ekki mörg sérhagsmunaöfl á Íslandi, í raun eru það bara eitt, en til hagræðingar hafa fulltrúar þeirra skipt með sér verkum. Allt er þetta samt sama spillingin og til að takast á við hana þarf maður að minnsta kosti að þekkja þessar tvær hliðar hennar. Við sem þetta skrifum höfum tekist á við sitthvora hlið spillingarinnar. Nú viljum við leggja saman krafta okkar í baráttu við hana og óskum eftir umboði kjósenda til að takast á við sérhagsmunagæsluna sem mergsýgur okkur öll, frá báðum hliðum í senn. Settu X við F – fyrir þína framtíð! Ásthildur Lóa Þórsdóttir er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Georg Eiður Arnarson, hafnarvörður og trillukarl situr í 2. sæti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun