Harmar það að Kolbeinn saki hana um lygar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2021 16:55 Þórhildur segist harma yfirlýsingu Kolbeins Sigþórssonar. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir segist harma það að Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrnumaður, saki hana um lygar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrir stuttu. Þórhildur Gyða kom fram í viðtali hjá RÚV í síðustu viku þar sem hún greindi frá því að hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi af landsliðsmanni í fótbolta haustið 2017. Þórhildur greindi þar frá að hún hafi náð sátt við fótboltamanninn, sem hafi greitt henni miskabætur. Hún steig fram eftir að Guðni Bergsson, þáverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, sagði í Kastljósi að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð KSÍ, sem henni hafi misboðið, þar sem Guðni hafði verið í samskiptum við foreldra hennar vegna ofbeldismálsins sem hún hafði kært til lögreglu. Þórhildur nafngreindi Kolbein ekki en hann var nafngreindur í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi, sem hafði áreiðanlegar heimildir fyrir að um hann væri að ræða. Í kjölfar alls þessa var það tilkynnt að Kolbeinn yrði ekki í liðinu sem mætti Rúmeníu í landsleik á morgun. „Ég hef aldrei nafngreint manninn og steig ekki fram til að ráðast á hann persónulega. Þess vegna harma ég að hann sé að ráðast á mig og saka mig um að ljúga. Ég lýsti því bara sem átti sér stað svo fólk gerði sér grein fyrir alvarleikanum. Ástæðan var aldrei að fara á eftir honum persónulega, heldur til að varpa ljósi á að KSÍ væri að ljúga, það var það sem ég einblíndi á,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu. Segir greiðsluna til Stígamóta ekki hugmynd Kolbeins Kolbeinn sagði í yfirlýsingu sinni að hann hafi ekki kannast við að hafa beitt Þórhildi, og vinkonu hennar, ofbeldi eða áreitt þær umrætt kvöld í september 2017. Hann hafi hins vegar gengist við því að hegðun hans hafi ekki verið til fyrirmyndar. „Ég vil líka taka það fram að þessi greiðsla til Stígamóta var ekki hans hugmynd,“ segir Þórhildur en í yfirlýsingunni tekur Kolbeinn það fram að hann hafi greitt þrjár milljónir króna til Stígamóta eftir að hann komst að samkomulagi við Þórhildi og vinkonu hennar. „Það var okkar hugmynd, þar sem ég sjálf hef verið mjög lengi á Stígamótum og kann að meta þeirra starf. Okkur fannst að hann þyrfti að borga til baka til samfélagsins vegna þess hvernig hann hegðaði sér og út af þessari árás á okkur,“ segir Þórhildur. „Það pirrar mig að hann ætli að eigna sér þá greiðslu, þegar það var ekki hans hugmynd.“ KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Þórhildur Gyða kom fram í viðtali hjá RÚV í síðustu viku þar sem hún greindi frá því að hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi af landsliðsmanni í fótbolta haustið 2017. Þórhildur greindi þar frá að hún hafi náð sátt við fótboltamanninn, sem hafi greitt henni miskabætur. Hún steig fram eftir að Guðni Bergsson, þáverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, sagði í Kastljósi að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð KSÍ, sem henni hafi misboðið, þar sem Guðni hafði verið í samskiptum við foreldra hennar vegna ofbeldismálsins sem hún hafði kært til lögreglu. Þórhildur nafngreindi Kolbein ekki en hann var nafngreindur í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi, sem hafði áreiðanlegar heimildir fyrir að um hann væri að ræða. Í kjölfar alls þessa var það tilkynnt að Kolbeinn yrði ekki í liðinu sem mætti Rúmeníu í landsleik á morgun. „Ég hef aldrei nafngreint manninn og steig ekki fram til að ráðast á hann persónulega. Þess vegna harma ég að hann sé að ráðast á mig og saka mig um að ljúga. Ég lýsti því bara sem átti sér stað svo fólk gerði sér grein fyrir alvarleikanum. Ástæðan var aldrei að fara á eftir honum persónulega, heldur til að varpa ljósi á að KSÍ væri að ljúga, það var það sem ég einblíndi á,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu. Segir greiðsluna til Stígamóta ekki hugmynd Kolbeins Kolbeinn sagði í yfirlýsingu sinni að hann hafi ekki kannast við að hafa beitt Þórhildi, og vinkonu hennar, ofbeldi eða áreitt þær umrætt kvöld í september 2017. Hann hafi hins vegar gengist við því að hegðun hans hafi ekki verið til fyrirmyndar. „Ég vil líka taka það fram að þessi greiðsla til Stígamóta var ekki hans hugmynd,“ segir Þórhildur en í yfirlýsingunni tekur Kolbeinn það fram að hann hafi greitt þrjár milljónir króna til Stígamóta eftir að hann komst að samkomulagi við Þórhildi og vinkonu hennar. „Það var okkar hugmynd, þar sem ég sjálf hef verið mjög lengi á Stígamótum og kann að meta þeirra starf. Okkur fannst að hann þyrfti að borga til baka til samfélagsins vegna þess hvernig hann hegðaði sér og út af þessari árás á okkur,“ segir Þórhildur. „Það pirrar mig að hann ætli að eigna sér þá greiðslu, þegar það var ekki hans hugmynd.“
KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira