Viðreisn atkvæða Þórólfur Heiðar Þorsteinsson skrifar 1. september 2021 11:01 Sá möguleiki er fyrir hendi að úrslit komandi kosninga til Alþingis munu ekki endurspegla að fullu vilja þjóðarinnar. Kannanir sýna að mögulega munu stjórnmálaflokkar fá fleiri þingmenn en þeir ættu rétt á samkvæmt öllum eðlilegum skilningi. Er það sanngjarnt? Hvernig stendur á því? Reglur til þingkosninga eru víst þannig úr garði gerðar að þetta er raunverulegur möguleiki. Sum atkvæði vega þyngri en önnur. Hvers vegna er þessu ekki breytt? Oftast eru nefnd byggðarsjónarmið. Í gamla daga var það vissulega réttmæt sjónarmið, þegar fjarlægðir voru miklar og samskipti erfiðari. En það á ekki lengur við. Það er hægt að styrkja og efla byggðir landsins með öðrum og markvissari hætti. Þetta er nefnilega jafnræðismál. Eins og svo mörg önnur sem við höfum tekist á við og breytt á undanförnum áratugum. Það eru fá borgaraleg mannréttindi mikilvægari en kosningarétturinn. Þess vegna svíður það að atkvæði mitt sé minna virði en annarra, bara af því ég bý á tilteknum stað. En síðan í tæplega klukkutíma fjarlægð frá heimili mínu er atkvæði tvöfalt á við mitt. Ísland er ekki stórt land né fjölmennt. Samgöngur og fjarskipti eru ágætar hér á landi. Búseta á ekki lengur að vera ráðandi þáttur í atkvæðavægi - það er úrelt fyrirkomulag. Viðreisn vill jafna atkvæðisréttinn og lögðu þingmenn flokksins fram frumvarp í því skyni á Alþingi haustið 2020. Þar sagði meðal annars: „Jafnt vægi atkvæða er ekki eingöngu mikilvægt til að styrkja lýðræðið og tryggja jafnan rétt borgaranna óháð efnahag, kyni, uppruna eða búsetu. Það er einnig liður í því að auka samkennd, skilning og réttlæti í samfélaginu. Við byggjum ekki upp réttlátt samfélag með því að viðhalda misskiptingu í kosningakerfinu. Einn einstaklingur - eitt atkvæði er sjálfsögð krafa í nútímalegu lýðræðissamfélagi.“ Það er hægt að leiðrétta þetta og það er fremur einfalt. Vonandi verður næsta Alþingi skipað nógu mörgu frjálslyndu og víðsýnu fólki sem hefur kjark og dug til að bæta þetta ójafnræði. Höfundur er í 16. sæti fyrir Viðreisn í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sá möguleiki er fyrir hendi að úrslit komandi kosninga til Alþingis munu ekki endurspegla að fullu vilja þjóðarinnar. Kannanir sýna að mögulega munu stjórnmálaflokkar fá fleiri þingmenn en þeir ættu rétt á samkvæmt öllum eðlilegum skilningi. Er það sanngjarnt? Hvernig stendur á því? Reglur til þingkosninga eru víst þannig úr garði gerðar að þetta er raunverulegur möguleiki. Sum atkvæði vega þyngri en önnur. Hvers vegna er þessu ekki breytt? Oftast eru nefnd byggðarsjónarmið. Í gamla daga var það vissulega réttmæt sjónarmið, þegar fjarlægðir voru miklar og samskipti erfiðari. En það á ekki lengur við. Það er hægt að styrkja og efla byggðir landsins með öðrum og markvissari hætti. Þetta er nefnilega jafnræðismál. Eins og svo mörg önnur sem við höfum tekist á við og breytt á undanförnum áratugum. Það eru fá borgaraleg mannréttindi mikilvægari en kosningarétturinn. Þess vegna svíður það að atkvæði mitt sé minna virði en annarra, bara af því ég bý á tilteknum stað. En síðan í tæplega klukkutíma fjarlægð frá heimili mínu er atkvæði tvöfalt á við mitt. Ísland er ekki stórt land né fjölmennt. Samgöngur og fjarskipti eru ágætar hér á landi. Búseta á ekki lengur að vera ráðandi þáttur í atkvæðavægi - það er úrelt fyrirkomulag. Viðreisn vill jafna atkvæðisréttinn og lögðu þingmenn flokksins fram frumvarp í því skyni á Alþingi haustið 2020. Þar sagði meðal annars: „Jafnt vægi atkvæða er ekki eingöngu mikilvægt til að styrkja lýðræðið og tryggja jafnan rétt borgaranna óháð efnahag, kyni, uppruna eða búsetu. Það er einnig liður í því að auka samkennd, skilning og réttlæti í samfélaginu. Við byggjum ekki upp réttlátt samfélag með því að viðhalda misskiptingu í kosningakerfinu. Einn einstaklingur - eitt atkvæði er sjálfsögð krafa í nútímalegu lýðræðissamfélagi.“ Það er hægt að leiðrétta þetta og það er fremur einfalt. Vonandi verður næsta Alþingi skipað nógu mörgu frjálslyndu og víðsýnu fólki sem hefur kjark og dug til að bæta þetta ójafnræði. Höfundur er í 16. sæti fyrir Viðreisn í Kraganum.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar