Fann ég á fjalli... Pétur Óskarsson skrifar 31. ágúst 2021 18:31 Við stöndum mörg í þeirri meiningu að náttúruperlur Íslands séu ómetanlegur sameiginlegur fjársjóður okkar allra. En það er að breytast og sá veruleiki sem við erum flest alin upp við er að hverfa án allrar umræðu og án þess að þeir sem með völdin fara skýri afstöðu sína eða taki ábyrgð á málinu. Ég sakna þess sárlega að stjórnmálaflokkarnir séu ekki með skýra stefnu um það hvernig þeir vilja að leysa aðgengismál og umgengni að náttúruperlum landsins til framtíðar. Þetta auðlindamál er eitt stærsta mál okkar tíma og við fljótum nú sofandi að feigðarósi. Fossar og eldgos til sölu Ferðaþjónustan hefur gjörbreytt þeim veruleika sem eignarréttur á landi var byggður á. Í dag eru sem betur fer margir landeigendur að nýta sér úrræði og stuðning ríkisins (Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, Landsáætlun um uppbyggingu innviða) til þess að bæta aðgengi og tryggja almenningi gjaldfrjálsan aðgang að perlum á jörðum sínum. Því miður erum vð hins vegar líka með landeigendur, og sá hópur fer stækkandi, sem hafa engan áhuga á því að þiggja þau ráð og lausnir sem ríkissjóður býður upp á. Sumir þeirra halda því jafnvel kinnroðalaust fram í fjölmiðlum að þeir fái enga styrki og stuðning og séu þess vegna tilneyddir til þess að hefja kröftuga gjaldtöku á sínu landi eins fljótt og mögulegt sé. Þeir sem lengst eru komnir á þessari leið eru farnir eru að innheimta gjald af gestum sem stoppa á landareign þeirra og tekjustreymið er farið að draga að fjárfesta og sérhæfð fyrirtæki sem hyggja á uppkaup á mörgum náttúruperlum til þess að auka hagkvæmni og ásættanlega arðsemi. Takk fyrir að horfa - hér kvittun þín Það er raunverulega ekki fjarlæg framtíðarsýn að margar náttúruperlur landsins færist á fáar hendur og að innan fárra ára munum við víða ekki beygja út af þjóðveginn öðruvísi en að greiða landeiganda fyrir heimsóknina. Rafrænn búnaður mun halda utan um heimsóknir okkar og greiðslur. Kvittanir hrynja inn í appið í hvert sinn sem við hægjum á okkur eða stoppum þar sem eitthvað merkilegt er að sjá. Það kann að vera gott fyrirkomulag en þurfum við ekki aðeins að ræða það hvort að þetta sé sú leið sem þjóðin og kjósendur vilja? Eignarétturinn er ekki náttúrulögmál Eignarrétturinn er mikilvæg grunnstoð í okkar samfélagi. Hann er hins vegar ekki náttúrulögmál, hann er ekki heilagur og hann er ekki án takmarka. Hann er mannanna verk. Í löndum eins og Þýskalandi er hann marglaga. Þar eru landbúnaðarréttur og veiðiréttur ekki á sömu hendi og finnist auðlind í jörðu þá er hún eign ríkisins. Það eru mörg dæmi um það hvernig almannahagsmunir trompa einkarétt á landi í íslenskum lögum. Dæmi um það eru almannarétturinn, helgunarsvæði þjóðvega, skipulagsvald sveitarfélaga og ýmis leyfismál. Helgunarsvæði náttúruperla Er hugsanlegt að það séu ríkir almannahagsmunir að fá að njóta náttúru Íslands án endurgjalds og að þeir almannahagsmunir trompi eignarréttinn? Friðlýsing er ein lausn en einnig gæti helgunarsvæði náttúruperla sem tryggði almenningi alltaf aðgengi að verðmætustu náttúruperlum þjóðarinnar án endurgjalds fyrir það eitt að horfa. Annað mál er svo hófleg gjaldtaka fyrir þjónustu á þessum svæðum, svo sem fyrir afnot af salernum. Við þurfum að ræða þetta núna. Stjórnmálin verða að setja þetta á dagskrá og kynna sína framtíðarsýn í þessu máli. Ég lýsi hér með eftir góðum lausnum í þessum nýja veruleika sem almenningur, landeigendur, ferðaþjónustan og aðrir hagsmunaaðilar geta sætt sig við. Höfundur starfar við ferðaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Við stöndum mörg í þeirri meiningu að náttúruperlur Íslands séu ómetanlegur sameiginlegur fjársjóður okkar allra. En það er að breytast og sá veruleiki sem við erum flest alin upp við er að hverfa án allrar umræðu og án þess að þeir sem með völdin fara skýri afstöðu sína eða taki ábyrgð á málinu. Ég sakna þess sárlega að stjórnmálaflokkarnir séu ekki með skýra stefnu um það hvernig þeir vilja að leysa aðgengismál og umgengni að náttúruperlum landsins til framtíðar. Þetta auðlindamál er eitt stærsta mál okkar tíma og við fljótum nú sofandi að feigðarósi. Fossar og eldgos til sölu Ferðaþjónustan hefur gjörbreytt þeim veruleika sem eignarréttur á landi var byggður á. Í dag eru sem betur fer margir landeigendur að nýta sér úrræði og stuðning ríkisins (Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, Landsáætlun um uppbyggingu innviða) til þess að bæta aðgengi og tryggja almenningi gjaldfrjálsan aðgang að perlum á jörðum sínum. Því miður erum vð hins vegar líka með landeigendur, og sá hópur fer stækkandi, sem hafa engan áhuga á því að þiggja þau ráð og lausnir sem ríkissjóður býður upp á. Sumir þeirra halda því jafnvel kinnroðalaust fram í fjölmiðlum að þeir fái enga styrki og stuðning og séu þess vegna tilneyddir til þess að hefja kröftuga gjaldtöku á sínu landi eins fljótt og mögulegt sé. Þeir sem lengst eru komnir á þessari leið eru farnir eru að innheimta gjald af gestum sem stoppa á landareign þeirra og tekjustreymið er farið að draga að fjárfesta og sérhæfð fyrirtæki sem hyggja á uppkaup á mörgum náttúruperlum til þess að auka hagkvæmni og ásættanlega arðsemi. Takk fyrir að horfa - hér kvittun þín Það er raunverulega ekki fjarlæg framtíðarsýn að margar náttúruperlur landsins færist á fáar hendur og að innan fárra ára munum við víða ekki beygja út af þjóðveginn öðruvísi en að greiða landeiganda fyrir heimsóknina. Rafrænn búnaður mun halda utan um heimsóknir okkar og greiðslur. Kvittanir hrynja inn í appið í hvert sinn sem við hægjum á okkur eða stoppum þar sem eitthvað merkilegt er að sjá. Það kann að vera gott fyrirkomulag en þurfum við ekki aðeins að ræða það hvort að þetta sé sú leið sem þjóðin og kjósendur vilja? Eignarétturinn er ekki náttúrulögmál Eignarrétturinn er mikilvæg grunnstoð í okkar samfélagi. Hann er hins vegar ekki náttúrulögmál, hann er ekki heilagur og hann er ekki án takmarka. Hann er mannanna verk. Í löndum eins og Þýskalandi er hann marglaga. Þar eru landbúnaðarréttur og veiðiréttur ekki á sömu hendi og finnist auðlind í jörðu þá er hún eign ríkisins. Það eru mörg dæmi um það hvernig almannahagsmunir trompa einkarétt á landi í íslenskum lögum. Dæmi um það eru almannarétturinn, helgunarsvæði þjóðvega, skipulagsvald sveitarfélaga og ýmis leyfismál. Helgunarsvæði náttúruperla Er hugsanlegt að það séu ríkir almannahagsmunir að fá að njóta náttúru Íslands án endurgjalds og að þeir almannahagsmunir trompi eignarréttinn? Friðlýsing er ein lausn en einnig gæti helgunarsvæði náttúruperla sem tryggði almenningi alltaf aðgengi að verðmætustu náttúruperlum þjóðarinnar án endurgjalds fyrir það eitt að horfa. Annað mál er svo hófleg gjaldtaka fyrir þjónustu á þessum svæðum, svo sem fyrir afnot af salernum. Við þurfum að ræða þetta núna. Stjórnmálin verða að setja þetta á dagskrá og kynna sína framtíðarsýn í þessu máli. Ég lýsi hér með eftir góðum lausnum í þessum nýja veruleika sem almenningur, landeigendur, ferðaþjónustan og aðrir hagsmunaaðilar geta sætt sig við. Höfundur starfar við ferðaþjónustu.
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar