Hvað nú? Harpa Þorsteinsdóttir skrifar 31. ágúst 2021 12:02 Hvar liggja rætur jafnréttis innan knattspyrnuhreyfingarinnar er spurning sem ég hvet fólk til þess að spyrja sig að í ljósi þeirra umræðna sem eiga sér stað í samfélaginu. Umræðan er hávær og umræðan er allskonar en þó eru skilaboðin þessi: nú segjum við stopp! Það er erfitt að horfa upp á þá stöðu sem er uppi innan hreyfingarinnar. Málin eru alvarleg og ljóst er að sambandið þarf að gangast í viðamiklar aðgerðir til þess að tryggja það að mál af þessum toga séu tekin föstum tökum. Það er krafa um að skilaboðin séu skýr - við tökum afstöðu gegn ofbeldi, hvort sem það er af kynferðislegum toga eða ekki - um það erum við flest og vonandi öll sammála. Nú í umræðunni hafa spjótin beinst að þeirri menningu sem viðgengst í hreyfingunni almennt. Hvað eru margar konur í stjórn. Það er svo erfitt að fá konur til þess að vinna í knattspyrnuhreyfingunni. Konur hafa ekki áhuga á að taka þátt. Það er vonlaust að fá konur til þess að starfa innan félaganna. Þessum staðhæfingum er skellt fram og jafnan fylgir með : “…hvað svo sem veldur því”. Svarið er kannski ekki einfalt en í grunnin er það þetta: Konur kunna ekki að meta hrútalyktina sem viðgengst víða í hreyfingunni. Þá eru hagsmunasamtök félaga efstu deilda karla og kvenna, ÍTF með sex í stjórn og tvo starfsmenn, allt karlmenn. Það er hark í mörgum félögum að vera kona, hvort sem hún er iðkandi eða í vinnu fyrir félagið. Menningin er oft svo rótgróin að það er erfitt að uppræta eða koma jafnvel auga á hana nema þá auðvitað ef vilji er fyrir hendi, þá er það ekkert mál! Ef við viljum raunverulega sjá viðsnúning á áherslum innan hreyfingarinnar þá þarf að byrja á byrjuninni, það þarf að sjá pýramídann eins og hann snýr og byggja stoðir svo sterkar að það þurfi ekki að snyrta toppinn eins og Garðar kemur svo vel inn á í sínum pistli. Í yfirlýsingu frá helstu styrktaraðilum KSÍ kemur fram “„ að KSÍ finni fyrir háværri kröfu hjá öllum helstu stuðningsaðilum sínum um að gerðar verði raunverulegar breytingar á menningunni í knattspyrnuhreyfingunni og innan Knattspyrnusambandsins. “ Ef þetta er krafa helstu styrktaraðila KSÍ þá er um að gera fyrir helstu styrktaraðila félaga landsins og sveitarfélögin að fara í smá naflaskoðun um hvaða kröfu þau geri til sinna félaga um til að mynda jafnréttis- og ofbeldis áætlanir gegn styrkveitingu. Núna er tími til þess að hamra járnið meðan það er heitt. Gerum kröfum um fræðslu og forvarnir fyrir iðkendur, börnin okkar sem sitja núna heima og heyra meira en við gerum okkur grein fyrir. Strákar og stelpur sem eru misvel undirbúin til þess að meðtaka þá umræðu sem á sér stað í samfélaginu. Það er mikilvægt að við fullorðna fólkið sem erum að taka þessa umræðu séum í stakk búin til þess að útskýra að hvers kyns ofbeldi er ekki í boði, að það sé skýrt að við tökum afstöðu með þolendum og útskýrt hvers vegna fólk er dregið til ábyrgðar. Förum vandlega í umræðuna og verum ekki hrædd við að taka hana, verum skýr í okkar afstöðu og vinnum saman að rót vandans. Höfundur er fyrrverandi knattspyrnukona og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Jafnréttismál Harpa Þorsteinsdóttir Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Hvar liggja rætur jafnréttis innan knattspyrnuhreyfingarinnar er spurning sem ég hvet fólk til þess að spyrja sig að í ljósi þeirra umræðna sem eiga sér stað í samfélaginu. Umræðan er hávær og umræðan er allskonar en þó eru skilaboðin þessi: nú segjum við stopp! Það er erfitt að horfa upp á þá stöðu sem er uppi innan hreyfingarinnar. Málin eru alvarleg og ljóst er að sambandið þarf að gangast í viðamiklar aðgerðir til þess að tryggja það að mál af þessum toga séu tekin föstum tökum. Það er krafa um að skilaboðin séu skýr - við tökum afstöðu gegn ofbeldi, hvort sem það er af kynferðislegum toga eða ekki - um það erum við flest og vonandi öll sammála. Nú í umræðunni hafa spjótin beinst að þeirri menningu sem viðgengst í hreyfingunni almennt. Hvað eru margar konur í stjórn. Það er svo erfitt að fá konur til þess að vinna í knattspyrnuhreyfingunni. Konur hafa ekki áhuga á að taka þátt. Það er vonlaust að fá konur til þess að starfa innan félaganna. Þessum staðhæfingum er skellt fram og jafnan fylgir með : “…hvað svo sem veldur því”. Svarið er kannski ekki einfalt en í grunnin er það þetta: Konur kunna ekki að meta hrútalyktina sem viðgengst víða í hreyfingunni. Þá eru hagsmunasamtök félaga efstu deilda karla og kvenna, ÍTF með sex í stjórn og tvo starfsmenn, allt karlmenn. Það er hark í mörgum félögum að vera kona, hvort sem hún er iðkandi eða í vinnu fyrir félagið. Menningin er oft svo rótgróin að það er erfitt að uppræta eða koma jafnvel auga á hana nema þá auðvitað ef vilji er fyrir hendi, þá er það ekkert mál! Ef við viljum raunverulega sjá viðsnúning á áherslum innan hreyfingarinnar þá þarf að byrja á byrjuninni, það þarf að sjá pýramídann eins og hann snýr og byggja stoðir svo sterkar að það þurfi ekki að snyrta toppinn eins og Garðar kemur svo vel inn á í sínum pistli. Í yfirlýsingu frá helstu styrktaraðilum KSÍ kemur fram “„ að KSÍ finni fyrir háværri kröfu hjá öllum helstu stuðningsaðilum sínum um að gerðar verði raunverulegar breytingar á menningunni í knattspyrnuhreyfingunni og innan Knattspyrnusambandsins. “ Ef þetta er krafa helstu styrktaraðila KSÍ þá er um að gera fyrir helstu styrktaraðila félaga landsins og sveitarfélögin að fara í smá naflaskoðun um hvaða kröfu þau geri til sinna félaga um til að mynda jafnréttis- og ofbeldis áætlanir gegn styrkveitingu. Núna er tími til þess að hamra járnið meðan það er heitt. Gerum kröfum um fræðslu og forvarnir fyrir iðkendur, börnin okkar sem sitja núna heima og heyra meira en við gerum okkur grein fyrir. Strákar og stelpur sem eru misvel undirbúin til þess að meðtaka þá umræðu sem á sér stað í samfélaginu. Það er mikilvægt að við fullorðna fólkið sem erum að taka þessa umræðu séum í stakk búin til þess að útskýra að hvers kyns ofbeldi er ekki í boði, að það sé skýrt að við tökum afstöðu með þolendum og útskýrt hvers vegna fólk er dregið til ábyrgðar. Förum vandlega í umræðuna og verum ekki hrædd við að taka hana, verum skýr í okkar afstöðu og vinnum saman að rót vandans. Höfundur er fyrrverandi knattspyrnukona og bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun