Hvað nú? Harpa Þorsteinsdóttir skrifar 31. ágúst 2021 12:02 Hvar liggja rætur jafnréttis innan knattspyrnuhreyfingarinnar er spurning sem ég hvet fólk til þess að spyrja sig að í ljósi þeirra umræðna sem eiga sér stað í samfélaginu. Umræðan er hávær og umræðan er allskonar en þó eru skilaboðin þessi: nú segjum við stopp! Það er erfitt að horfa upp á þá stöðu sem er uppi innan hreyfingarinnar. Málin eru alvarleg og ljóst er að sambandið þarf að gangast í viðamiklar aðgerðir til þess að tryggja það að mál af þessum toga séu tekin föstum tökum. Það er krafa um að skilaboðin séu skýr - við tökum afstöðu gegn ofbeldi, hvort sem það er af kynferðislegum toga eða ekki - um það erum við flest og vonandi öll sammála. Nú í umræðunni hafa spjótin beinst að þeirri menningu sem viðgengst í hreyfingunni almennt. Hvað eru margar konur í stjórn. Það er svo erfitt að fá konur til þess að vinna í knattspyrnuhreyfingunni. Konur hafa ekki áhuga á að taka þátt. Það er vonlaust að fá konur til þess að starfa innan félaganna. Þessum staðhæfingum er skellt fram og jafnan fylgir með : “…hvað svo sem veldur því”. Svarið er kannski ekki einfalt en í grunnin er það þetta: Konur kunna ekki að meta hrútalyktina sem viðgengst víða í hreyfingunni. Þá eru hagsmunasamtök félaga efstu deilda karla og kvenna, ÍTF með sex í stjórn og tvo starfsmenn, allt karlmenn. Það er hark í mörgum félögum að vera kona, hvort sem hún er iðkandi eða í vinnu fyrir félagið. Menningin er oft svo rótgróin að það er erfitt að uppræta eða koma jafnvel auga á hana nema þá auðvitað ef vilji er fyrir hendi, þá er það ekkert mál! Ef við viljum raunverulega sjá viðsnúning á áherslum innan hreyfingarinnar þá þarf að byrja á byrjuninni, það þarf að sjá pýramídann eins og hann snýr og byggja stoðir svo sterkar að það þurfi ekki að snyrta toppinn eins og Garðar kemur svo vel inn á í sínum pistli. Í yfirlýsingu frá helstu styrktaraðilum KSÍ kemur fram “„ að KSÍ finni fyrir háværri kröfu hjá öllum helstu stuðningsaðilum sínum um að gerðar verði raunverulegar breytingar á menningunni í knattspyrnuhreyfingunni og innan Knattspyrnusambandsins. “ Ef þetta er krafa helstu styrktaraðila KSÍ þá er um að gera fyrir helstu styrktaraðila félaga landsins og sveitarfélögin að fara í smá naflaskoðun um hvaða kröfu þau geri til sinna félaga um til að mynda jafnréttis- og ofbeldis áætlanir gegn styrkveitingu. Núna er tími til þess að hamra járnið meðan það er heitt. Gerum kröfum um fræðslu og forvarnir fyrir iðkendur, börnin okkar sem sitja núna heima og heyra meira en við gerum okkur grein fyrir. Strákar og stelpur sem eru misvel undirbúin til þess að meðtaka þá umræðu sem á sér stað í samfélaginu. Það er mikilvægt að við fullorðna fólkið sem erum að taka þessa umræðu séum í stakk búin til þess að útskýra að hvers kyns ofbeldi er ekki í boði, að það sé skýrt að við tökum afstöðu með þolendum og útskýrt hvers vegna fólk er dregið til ábyrgðar. Förum vandlega í umræðuna og verum ekki hrædd við að taka hana, verum skýr í okkar afstöðu og vinnum saman að rót vandans. Höfundur er fyrrverandi knattspyrnukona og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Jafnréttismál Harpa Þorsteinsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Sjá meira
Hvar liggja rætur jafnréttis innan knattspyrnuhreyfingarinnar er spurning sem ég hvet fólk til þess að spyrja sig að í ljósi þeirra umræðna sem eiga sér stað í samfélaginu. Umræðan er hávær og umræðan er allskonar en þó eru skilaboðin þessi: nú segjum við stopp! Það er erfitt að horfa upp á þá stöðu sem er uppi innan hreyfingarinnar. Málin eru alvarleg og ljóst er að sambandið þarf að gangast í viðamiklar aðgerðir til þess að tryggja það að mál af þessum toga séu tekin föstum tökum. Það er krafa um að skilaboðin séu skýr - við tökum afstöðu gegn ofbeldi, hvort sem það er af kynferðislegum toga eða ekki - um það erum við flest og vonandi öll sammála. Nú í umræðunni hafa spjótin beinst að þeirri menningu sem viðgengst í hreyfingunni almennt. Hvað eru margar konur í stjórn. Það er svo erfitt að fá konur til þess að vinna í knattspyrnuhreyfingunni. Konur hafa ekki áhuga á að taka þátt. Það er vonlaust að fá konur til þess að starfa innan félaganna. Þessum staðhæfingum er skellt fram og jafnan fylgir með : “…hvað svo sem veldur því”. Svarið er kannski ekki einfalt en í grunnin er það þetta: Konur kunna ekki að meta hrútalyktina sem viðgengst víða í hreyfingunni. Þá eru hagsmunasamtök félaga efstu deilda karla og kvenna, ÍTF með sex í stjórn og tvo starfsmenn, allt karlmenn. Það er hark í mörgum félögum að vera kona, hvort sem hún er iðkandi eða í vinnu fyrir félagið. Menningin er oft svo rótgróin að það er erfitt að uppræta eða koma jafnvel auga á hana nema þá auðvitað ef vilji er fyrir hendi, þá er það ekkert mál! Ef við viljum raunverulega sjá viðsnúning á áherslum innan hreyfingarinnar þá þarf að byrja á byrjuninni, það þarf að sjá pýramídann eins og hann snýr og byggja stoðir svo sterkar að það þurfi ekki að snyrta toppinn eins og Garðar kemur svo vel inn á í sínum pistli. Í yfirlýsingu frá helstu styrktaraðilum KSÍ kemur fram “„ að KSÍ finni fyrir háværri kröfu hjá öllum helstu stuðningsaðilum sínum um að gerðar verði raunverulegar breytingar á menningunni í knattspyrnuhreyfingunni og innan Knattspyrnusambandsins. “ Ef þetta er krafa helstu styrktaraðila KSÍ þá er um að gera fyrir helstu styrktaraðila félaga landsins og sveitarfélögin að fara í smá naflaskoðun um hvaða kröfu þau geri til sinna félaga um til að mynda jafnréttis- og ofbeldis áætlanir gegn styrkveitingu. Núna er tími til þess að hamra járnið meðan það er heitt. Gerum kröfum um fræðslu og forvarnir fyrir iðkendur, börnin okkar sem sitja núna heima og heyra meira en við gerum okkur grein fyrir. Strákar og stelpur sem eru misvel undirbúin til þess að meðtaka þá umræðu sem á sér stað í samfélaginu. Það er mikilvægt að við fullorðna fólkið sem erum að taka þessa umræðu séum í stakk búin til þess að útskýra að hvers kyns ofbeldi er ekki í boði, að það sé skýrt að við tökum afstöðu með þolendum og útskýrt hvers vegna fólk er dregið til ábyrgðar. Förum vandlega í umræðuna og verum ekki hrædd við að taka hana, verum skýr í okkar afstöðu og vinnum saman að rót vandans. Höfundur er fyrrverandi knattspyrnukona og bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar