„Það eru oft viðbrögð við ásökunum um brot sem fella forystur og fólk“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. ágúst 2021 12:20 Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur, hefur gagnrýnt KSÍ. Ekki náðist í Guðna Bergsson, formann KSÍ, við vinnslu fréttarinnar. visir Kynjafræðingur segir allt traust almennings til KSÍ brostið og kallar eftir afsögn allra stjórnarmanna, eftir að ung kona greindi frá ofbeldisbroti leikmanns og meintum þöggunartilburðum sambandsins. Stjórn Knattspyrnusambands Íslands fundar í hádeginu vegna málsins. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands hefur undanfarið skrifað greinar á Vísi þar sem hún gagnrýnir Knattrspyrnusamband Íslands vegna meintra ofbeldismála og segir sambandið hafa haft vitneskju um málin. Hanna segir svör KSÍ í kvöldfréttum RÚV í gær ekki koma sér á óvart enda í takt við það sem áður hafi komið fram. „Og það er bara þannig að þegar forysta er svona veik eins og forysta KSÍ er, og þá meina ég veik vegna þess að hún kemur ekki fram af auðmýkt og styrk og fagmennsku heldur þvert á móti dettur i pyttinn sem er svo ömurlegur að afgreiða gagnrýni sem dylgjur,“ sagði Hanna Björg Vilhjálmsdóttir. Ömurlegt og viðbúið Hún segir allt traust almennings til sambandsins brostið. „Þegar þú ert búinn að ljúga svona ofsalega oft og einbeitt þá auðvitað trúir þér enginn þegar þú ferð svo að segja eitthvað. Það er bara þannig. Þannig að þetta er auðvitað ömurlegt og viðbúið.“ Hún fer fram á að stjórn KSÍ í heild sinni segi af sér og segir að Guðni Bergsson, formaður sambandsins geti ekki starfað áfram. „Hann getur það ekki, það er bara þannig. Hann getur það ekki. Hann hefur ekki traust hjá þjóðinni. Við verðum að átta okkur á því hvaða „kalíber“ KSÍ er. Þetta er náttúrulega risa batterí þar sem forystan er sökuð um mjög alvarleg brot. Og það eru oft viðbrögð við ásökunum um brot sem fellir forystur og fólk.“ Forystan þurfi öll að fara „Þau hefðu getað bjargað sér ef þau hefðu bara staðið sig vel í fyrstu gagnrýninni minni og komið fram af styrk, hugrekki og auðmýkt. En þau gerðu það ekki og halda áfram að grafa holuna sína. Þessi forysta er bara lömuð og hún þarf auðvitað að fara. Ekki bara Guðni heldur öll þessi forysta.“ „Ég þarf enga köku frá KSÍ“ Aðgerðahópurinn Öfgar sendu fjölmiðlum yfirlýsingu í gær þar sem hópurinn skorar á Guðna Bergsson, formann KSÍ, að segja af sér og spyr jafnframt hvers vegna Guðni hafi ekki beðið Hönnu afsökunar. „Nú eru eflaust mörg hugsi eftir Kastljós gærdagsins og fréttatíma kvöldsins þar sem formaður KSÍ varð uppvís að því að segja ósatt. Formaður KSÍ biðst velvirðingar á að hafa ekki sagt satt og rétt frá. Hvar er afsökunarbeiðnin? Af hverju bað hann Hönnu Björgu ekki afsökunar á að hafa sagt hana ljúga? Af hverju er hann ekki búinn að biðja þolendur afsökunar?“ segir í yfirlýsingu Öfga. Hanna Björg segist þakklát fyrir stuðninginn. „Afsökunarbeiðni frá honum væri kurteisi og mannasiðir en skiptir mig engu máli. Auðvitað er stuðningurinn dýrmætur en ég þarf enga köku frá KSÍ.“ Iðkendur þurfi að alast upp við eðlileg gildi Hún segir málið sem var til umfjöllunar í kvöldfréttum RÚV í gær ekki einsdæmi og kallar eftir róttækum aðgerðum innan sambandsins. Búa þurfi til nýjar vinnureglur og viðmið um hegðun iðkenda. „Þannig að iðkendur alist upp við eðlileg gildi þar sem að fólk nýtur jafnræðis og virðingar. Það er ekki þannig.“ „Sleppið takinu“ „Ég vona núna að þið notið tækifærið og sýnið dug og þor og hugrekki. Og sleppið takinu. Segið af ykkur og leyfið öðru fólki að búa til ný viðmið. Ný gildi og nýja forystu sem byggir á jafnrétti og virðingu.“ Hvorki náðist í Guðna Bergsson, formann KSÍ né lögmann leikmannsins sem fjallað var um í kvöldfréttum RÚV í gær þrátt fyrir tilraunir fréttastofu. Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ, staðfesti rétt fyrir klukkan eitt að stjórn KSÍ væri á stjórnarfundi vegna málsins. Sá fundur var í gangi þegar fréttastofa náði stuttlega af honum tali. Fréttin hefur verið uppfærð. KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31 KSÍ neitar að hafa boðið þolanda þagnarskyldusamning Knattspyrnusamband Íslands segir það rangt að lögmaður á vegum sambandsins hafi boðið þolanda ofbeldis af hálfu landsliðsmann í knattspyrnu þagnarskyldusamning gegn bótagreiðslu. Aðgerðahópurinn Öfgar öfgar skorar á Guðna Bergsson, formann KSÍ, að segja af sér. 27. ágúst 2021 21:59 Þolanda landsliðsmanns var boðinn þagnarskyldusamningur Ung kona sem var beitt kynferðisofbeldi af leikmanni karlalandsliðsins segir formann Knattspyrnusambands Íslands hafa verið meðvitaðan um brotið. Formaðurinn segist ekki hafa verið meðvitaður um að brotið hafi verið af kynferðislegum toga. 27. ágúst 2021 19:31 „Blaut tuska í andlitið á þolendum“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir formann Knattspyrnusambands Íslands ekki vera að axla ábyrgð á kynferðisbrotamálum innan hreyfingarinnar og sakar hann um að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. 26. ágúst 2021 12:04 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands hefur undanfarið skrifað greinar á Vísi þar sem hún gagnrýnir Knattrspyrnusamband Íslands vegna meintra ofbeldismála og segir sambandið hafa haft vitneskju um málin. Hanna segir svör KSÍ í kvöldfréttum RÚV í gær ekki koma sér á óvart enda í takt við það sem áður hafi komið fram. „Og það er bara þannig að þegar forysta er svona veik eins og forysta KSÍ er, og þá meina ég veik vegna þess að hún kemur ekki fram af auðmýkt og styrk og fagmennsku heldur þvert á móti dettur i pyttinn sem er svo ömurlegur að afgreiða gagnrýni sem dylgjur,“ sagði Hanna Björg Vilhjálmsdóttir. Ömurlegt og viðbúið Hún segir allt traust almennings til sambandsins brostið. „Þegar þú ert búinn að ljúga svona ofsalega oft og einbeitt þá auðvitað trúir þér enginn þegar þú ferð svo að segja eitthvað. Það er bara þannig. Þannig að þetta er auðvitað ömurlegt og viðbúið.“ Hún fer fram á að stjórn KSÍ í heild sinni segi af sér og segir að Guðni Bergsson, formaður sambandsins geti ekki starfað áfram. „Hann getur það ekki, það er bara þannig. Hann getur það ekki. Hann hefur ekki traust hjá þjóðinni. Við verðum að átta okkur á því hvaða „kalíber“ KSÍ er. Þetta er náttúrulega risa batterí þar sem forystan er sökuð um mjög alvarleg brot. Og það eru oft viðbrögð við ásökunum um brot sem fellir forystur og fólk.“ Forystan þurfi öll að fara „Þau hefðu getað bjargað sér ef þau hefðu bara staðið sig vel í fyrstu gagnrýninni minni og komið fram af styrk, hugrekki og auðmýkt. En þau gerðu það ekki og halda áfram að grafa holuna sína. Þessi forysta er bara lömuð og hún þarf auðvitað að fara. Ekki bara Guðni heldur öll þessi forysta.“ „Ég þarf enga köku frá KSÍ“ Aðgerðahópurinn Öfgar sendu fjölmiðlum yfirlýsingu í gær þar sem hópurinn skorar á Guðna Bergsson, formann KSÍ, að segja af sér og spyr jafnframt hvers vegna Guðni hafi ekki beðið Hönnu afsökunar. „Nú eru eflaust mörg hugsi eftir Kastljós gærdagsins og fréttatíma kvöldsins þar sem formaður KSÍ varð uppvís að því að segja ósatt. Formaður KSÍ biðst velvirðingar á að hafa ekki sagt satt og rétt frá. Hvar er afsökunarbeiðnin? Af hverju bað hann Hönnu Björgu ekki afsökunar á að hafa sagt hana ljúga? Af hverju er hann ekki búinn að biðja þolendur afsökunar?“ segir í yfirlýsingu Öfga. Hanna Björg segist þakklát fyrir stuðninginn. „Afsökunarbeiðni frá honum væri kurteisi og mannasiðir en skiptir mig engu máli. Auðvitað er stuðningurinn dýrmætur en ég þarf enga köku frá KSÍ.“ Iðkendur þurfi að alast upp við eðlileg gildi Hún segir málið sem var til umfjöllunar í kvöldfréttum RÚV í gær ekki einsdæmi og kallar eftir róttækum aðgerðum innan sambandsins. Búa þurfi til nýjar vinnureglur og viðmið um hegðun iðkenda. „Þannig að iðkendur alist upp við eðlileg gildi þar sem að fólk nýtur jafnræðis og virðingar. Það er ekki þannig.“ „Sleppið takinu“ „Ég vona núna að þið notið tækifærið og sýnið dug og þor og hugrekki. Og sleppið takinu. Segið af ykkur og leyfið öðru fólki að búa til ný viðmið. Ný gildi og nýja forystu sem byggir á jafnrétti og virðingu.“ Hvorki náðist í Guðna Bergsson, formann KSÍ né lögmann leikmannsins sem fjallað var um í kvöldfréttum RÚV í gær þrátt fyrir tilraunir fréttastofu. Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ, staðfesti rétt fyrir klukkan eitt að stjórn KSÍ væri á stjórnarfundi vegna málsins. Sá fundur var í gangi þegar fréttastofa náði stuttlega af honum tali. Fréttin hefur verið uppfærð.
KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31 KSÍ neitar að hafa boðið þolanda þagnarskyldusamning Knattspyrnusamband Íslands segir það rangt að lögmaður á vegum sambandsins hafi boðið þolanda ofbeldis af hálfu landsliðsmann í knattspyrnu þagnarskyldusamning gegn bótagreiðslu. Aðgerðahópurinn Öfgar öfgar skorar á Guðna Bergsson, formann KSÍ, að segja af sér. 27. ágúst 2021 21:59 Þolanda landsliðsmanns var boðinn þagnarskyldusamningur Ung kona sem var beitt kynferðisofbeldi af leikmanni karlalandsliðsins segir formann Knattspyrnusambands Íslands hafa verið meðvitaðan um brotið. Formaðurinn segist ekki hafa verið meðvitaður um að brotið hafi verið af kynferðislegum toga. 27. ágúst 2021 19:31 „Blaut tuska í andlitið á þolendum“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir formann Knattspyrnusambands Íslands ekki vera að axla ábyrgð á kynferðisbrotamálum innan hreyfingarinnar og sakar hann um að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. 26. ágúst 2021 12:04 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31
KSÍ neitar að hafa boðið þolanda þagnarskyldusamning Knattspyrnusamband Íslands segir það rangt að lögmaður á vegum sambandsins hafi boðið þolanda ofbeldis af hálfu landsliðsmann í knattspyrnu þagnarskyldusamning gegn bótagreiðslu. Aðgerðahópurinn Öfgar öfgar skorar á Guðna Bergsson, formann KSÍ, að segja af sér. 27. ágúst 2021 21:59
Þolanda landsliðsmanns var boðinn þagnarskyldusamningur Ung kona sem var beitt kynferðisofbeldi af leikmanni karlalandsliðsins segir formann Knattspyrnusambands Íslands hafa verið meðvitaðan um brotið. Formaðurinn segist ekki hafa verið meðvitaður um að brotið hafi verið af kynferðislegum toga. 27. ágúst 2021 19:31
„Blaut tuska í andlitið á þolendum“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir formann Knattspyrnusambands Íslands ekki vera að axla ábyrgð á kynferðisbrotamálum innan hreyfingarinnar og sakar hann um að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. 26. ágúst 2021 12:04
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent