Áherslur xF í samgöngum í NV-kjördæmi: Frá Sundabraut til nýrrar Breiðafjarðarferju Eyjólfur Ármannsson skrifar 27. ágúst 2021 11:30 Flokkur fólksins leggur áherslu á bættar samgöngur í kosningabaráttu sinni. Sundabraut – þjóðhagslega hagkvæmasti kosturinn Lagning Sundabrautar er án vafa þjóðhagslega hagkvæmasta vegaframkvæmdin sem völ er á í dag. Sundbraut myndi stytta svo um munar þann tíma sem tekur að aka á milli NV-hluta landsins og höfuðborgarinnar. Sundabraut skiptir því miklu máli fyrir NV-kjördæmi og Norðurland. Ekki síst fyrir Akranes og myndi styrkja til verulega stöðu bæjarins sem hluta af atvinnusvæði höfuðborgarinnar. Sundabraut er eðlilegt framhald Hvalfjarðarganga og mikilvægt að tvöföldun Vesturlandsvegar að þeim ljúki sem fyrst. Stórátak í jarðgangnagerð Stórefla þarf jarðgangnagerð. Jarðgöng eiga að vera sjálfsagður hlutur til að stytta vegalengdir og tryggja færð allt árið. Mikilvægt er að byrja sem fyrst á gerð jarðgangna í gegnum Hálfdán milli Bíldudals og Tálknafjarðar (6,1 km) og undir Mikladal milli Tálknafjarðar og Patreksfjarðar (2,8 km). Hefja þarf undirbúning að jarðgangnagerð á Tröllaskaga á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Í dag virðist vera litið á jarðgöng á Íslandi sem fágætan lúxus. Jarðgangnagerð á nokkra ára fresti staðfestir það. Mikilvægt er að nútíminn hefji innreið sína í samgöngumálum á landsbyggðinni. Ísland og NV-kjördæmi á þar langt í land. Yfir 1100 jarðgöng í Noregi – samanburður við Ísland Fjalllendi á Íslandi er mun minna en í Noregi og samgöngur á landi frá náttúrunnar hendi mun betri á Íslandi en í Noregi, sem líkja má við Sviss og Alpanna. Flatlendi líkt og á Suðurlandi finnst ekki í Noregi. Noregur er þrisvar sinnum stærra en Ísland og íbúar Noregs um fjórtán sinnum fleiri. Þegar kemur að fjölda og lengd jarðgangna er munurinn á þessum nágrannaþjóðum stórkostlegur. Fámenni okkar í stóru landi og ríkidæmi Noregs skýrir ekki þennan mun og er hann rannsóknarefni. Í Noregi eru vel yfir 1100 jarðgöng (2018). Samanlögð vegalengd þeirra er yfir 800 km en 73 af þessum jarðgöngum eru yfir 3000 metra löng. Í Noregi eru 33 neðansjávargöng. Lengstu jarðgöng Noregs eru í Sognsfirði, um 25 km að lengd (Lærdalstunnelen). Jarðgöng eru ekki einungis á landsbyggðinni. Umferðarmestu jarðgöng Noregs eru í miðborg Oslóar (Festningstunnelen) en 77.000 farartæki fara um þau á sólarhring. Tíu jarðgöng á Íslandi Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru á Íslandi tíu jarðgöng í notkun. Lengstu jarðgöngin eru undir Breiðadals- og Botnsheiði (9,1 km) og frá 1996, einbreið þriggja arma og barn síns tíma. Hvalfjarðargöng (5,8 km) eru frá 1998. Bolungarvíkurgöng (5,4 km) eru frá 2009, Héðinsfjarðargöng, samtals 11 km, eru frá 2010, Norðfjarðargöng (7,9 km) frá 2017, Vaðlaheiðargöng (7,5 km) 2018 og Dýrafjarðargöng (5,6 km) 2020. Styttri göng eru Arnardalshamar (30 m) 1948, Strákagöng (800 m) 1967, Múlagöng (3,4 km) 1990, Almannaskarðsgöng (1,3 km) 2005. Lengri er listi jarðgangna á Íslandi ekki og segir það sína sögu. Til samanburðar má benda á lista yfir jarðgöng í Noregi á vefalfræðiorðabókinni Wikipedia (Liste over veitunneler i Norge) og Wikiwand (Veitunneler i Norge). Þessi munur á Noregi og Íslandi á fjölda og lengd jarðagangna er ótrúlegur og lýsir skorti á skilningi á mikilvægi jarðgangna á Íslandi jafnframt því að sýna mun á byggðastefnu í ríkjunum og skort á stefnumörkun. Eitthvað er það. Nýr nútíma Baldur Nú þegar Dýrafjarðargöng eru komin í notkun og lagningu nýs vegar um Dynjandisheiði er lokið er fyrirsjáanlegt að Ísfirðingar, Bolvíkingar o.fl. muni aðallega aka þá leið suður til Reykjavíkur. Mikilvægt er að þeir geti þá valið milli þess að aka Barðaströndina eða taka Breiðafjarðarferjuna Baldur. Að sigla með Baldri yfir Breiðafjörð eru mikil þægindi og sparar um þriggja tíma lýjandi akstur. Baldur, brúin til Vestfjarða, á sér langa sögu og er ferjan ein af elstu ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. Saga Baldurs hófst fyrir 97 árum eða 1924 er Guðmundur Jónsson frá Narfeyri kaupir gamlan bát til flutninga á farþegum og vörum. Ferjan sem er í notkun í dag var keypt notuð frá Noregi og keypt til að geta sinnt betur þungaflutningum. Ferjan á undan henni var keypt notuð frá Hollandi. Aðstaða fyrir farþega var mun betri í eldri ferju. Fyrir farþega er núverandi Baldur, hvað varðar aðstöðu og þægindi, líkt og að fara áratugi aftur í tímann. Gamaldags gluggalaus matsalur er niður í kili og gömul slitin óþægileg sæti undir brú. Núverandi Baldur stenst engan veginn nútímakröfur um þægindi í farþegaflutningum og er í engu samhengi við það að ferðaþjónusta er í dag mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar. Til hvaða þriðja heimsríkis ætli núverandi Baldur verði seldur, líkt og sá fyrri? Ný og nútímaleg Breiðafjarðarferja fyrir farþega og þungaflutninga er eðlileg afmælisgjöf fyrir 100 ára afmæli Baldurs árið 2024. Samgöngur á Vestfjörðum, Vesturlandi og Norðurlandi vestra í dag endurspegla vannýtta möguleika NV-kjördæmis í ferðaþjónustu og eru ekki í samræmi við þær kröfur sem íbúar kjördæmisins geta með réttu gert til nútímasamgangna. Höfundur er í 1. sæti á xF framboðslista Flokks fólksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Flokkur fólksins Samgöngur Vegagerð Alþingiskosningar 2021 Eyjólfur Ármannsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins leggur áherslu á bættar samgöngur í kosningabaráttu sinni. Sundabraut – þjóðhagslega hagkvæmasti kosturinn Lagning Sundabrautar er án vafa þjóðhagslega hagkvæmasta vegaframkvæmdin sem völ er á í dag. Sundbraut myndi stytta svo um munar þann tíma sem tekur að aka á milli NV-hluta landsins og höfuðborgarinnar. Sundabraut skiptir því miklu máli fyrir NV-kjördæmi og Norðurland. Ekki síst fyrir Akranes og myndi styrkja til verulega stöðu bæjarins sem hluta af atvinnusvæði höfuðborgarinnar. Sundabraut er eðlilegt framhald Hvalfjarðarganga og mikilvægt að tvöföldun Vesturlandsvegar að þeim ljúki sem fyrst. Stórátak í jarðgangnagerð Stórefla þarf jarðgangnagerð. Jarðgöng eiga að vera sjálfsagður hlutur til að stytta vegalengdir og tryggja færð allt árið. Mikilvægt er að byrja sem fyrst á gerð jarðgangna í gegnum Hálfdán milli Bíldudals og Tálknafjarðar (6,1 km) og undir Mikladal milli Tálknafjarðar og Patreksfjarðar (2,8 km). Hefja þarf undirbúning að jarðgangnagerð á Tröllaskaga á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Í dag virðist vera litið á jarðgöng á Íslandi sem fágætan lúxus. Jarðgangnagerð á nokkra ára fresti staðfestir það. Mikilvægt er að nútíminn hefji innreið sína í samgöngumálum á landsbyggðinni. Ísland og NV-kjördæmi á þar langt í land. Yfir 1100 jarðgöng í Noregi – samanburður við Ísland Fjalllendi á Íslandi er mun minna en í Noregi og samgöngur á landi frá náttúrunnar hendi mun betri á Íslandi en í Noregi, sem líkja má við Sviss og Alpanna. Flatlendi líkt og á Suðurlandi finnst ekki í Noregi. Noregur er þrisvar sinnum stærra en Ísland og íbúar Noregs um fjórtán sinnum fleiri. Þegar kemur að fjölda og lengd jarðgangna er munurinn á þessum nágrannaþjóðum stórkostlegur. Fámenni okkar í stóru landi og ríkidæmi Noregs skýrir ekki þennan mun og er hann rannsóknarefni. Í Noregi eru vel yfir 1100 jarðgöng (2018). Samanlögð vegalengd þeirra er yfir 800 km en 73 af þessum jarðgöngum eru yfir 3000 metra löng. Í Noregi eru 33 neðansjávargöng. Lengstu jarðgöng Noregs eru í Sognsfirði, um 25 km að lengd (Lærdalstunnelen). Jarðgöng eru ekki einungis á landsbyggðinni. Umferðarmestu jarðgöng Noregs eru í miðborg Oslóar (Festningstunnelen) en 77.000 farartæki fara um þau á sólarhring. Tíu jarðgöng á Íslandi Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru á Íslandi tíu jarðgöng í notkun. Lengstu jarðgöngin eru undir Breiðadals- og Botnsheiði (9,1 km) og frá 1996, einbreið þriggja arma og barn síns tíma. Hvalfjarðargöng (5,8 km) eru frá 1998. Bolungarvíkurgöng (5,4 km) eru frá 2009, Héðinsfjarðargöng, samtals 11 km, eru frá 2010, Norðfjarðargöng (7,9 km) frá 2017, Vaðlaheiðargöng (7,5 km) 2018 og Dýrafjarðargöng (5,6 km) 2020. Styttri göng eru Arnardalshamar (30 m) 1948, Strákagöng (800 m) 1967, Múlagöng (3,4 km) 1990, Almannaskarðsgöng (1,3 km) 2005. Lengri er listi jarðgangna á Íslandi ekki og segir það sína sögu. Til samanburðar má benda á lista yfir jarðgöng í Noregi á vefalfræðiorðabókinni Wikipedia (Liste over veitunneler i Norge) og Wikiwand (Veitunneler i Norge). Þessi munur á Noregi og Íslandi á fjölda og lengd jarðagangna er ótrúlegur og lýsir skorti á skilningi á mikilvægi jarðgangna á Íslandi jafnframt því að sýna mun á byggðastefnu í ríkjunum og skort á stefnumörkun. Eitthvað er það. Nýr nútíma Baldur Nú þegar Dýrafjarðargöng eru komin í notkun og lagningu nýs vegar um Dynjandisheiði er lokið er fyrirsjáanlegt að Ísfirðingar, Bolvíkingar o.fl. muni aðallega aka þá leið suður til Reykjavíkur. Mikilvægt er að þeir geti þá valið milli þess að aka Barðaströndina eða taka Breiðafjarðarferjuna Baldur. Að sigla með Baldri yfir Breiðafjörð eru mikil þægindi og sparar um þriggja tíma lýjandi akstur. Baldur, brúin til Vestfjarða, á sér langa sögu og er ferjan ein af elstu ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. Saga Baldurs hófst fyrir 97 árum eða 1924 er Guðmundur Jónsson frá Narfeyri kaupir gamlan bát til flutninga á farþegum og vörum. Ferjan sem er í notkun í dag var keypt notuð frá Noregi og keypt til að geta sinnt betur þungaflutningum. Ferjan á undan henni var keypt notuð frá Hollandi. Aðstaða fyrir farþega var mun betri í eldri ferju. Fyrir farþega er núverandi Baldur, hvað varðar aðstöðu og þægindi, líkt og að fara áratugi aftur í tímann. Gamaldags gluggalaus matsalur er niður í kili og gömul slitin óþægileg sæti undir brú. Núverandi Baldur stenst engan veginn nútímakröfur um þægindi í farþegaflutningum og er í engu samhengi við það að ferðaþjónusta er í dag mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar. Til hvaða þriðja heimsríkis ætli núverandi Baldur verði seldur, líkt og sá fyrri? Ný og nútímaleg Breiðafjarðarferja fyrir farþega og þungaflutninga er eðlileg afmælisgjöf fyrir 100 ára afmæli Baldurs árið 2024. Samgöngur á Vestfjörðum, Vesturlandi og Norðurlandi vestra í dag endurspegla vannýtta möguleika NV-kjördæmis í ferðaþjónustu og eru ekki í samræmi við þær kröfur sem íbúar kjördæmisins geta með réttu gert til nútímasamgangna. Höfundur er í 1. sæti á xF framboðslista Flokks fólksins í NV-kjördæmi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar