Barnaheill undirbúa þróunarverkefni í Síerra Leone Heimsljós 27. ágúst 2021 10:34 Barnaheill - Save the children Þróunarverkefnið er styrkt af utanríkisráðuneyti Íslands. Þessa dagana eru þrír fulltrúar á vegum Barnaheilla - Save the Children á Íslandi í heimsókn í Síerra Leóne. Tilgangur ferðarinnar er að undirbúa þróunarverkefni sem utanríkisráðuneytið hefur veitt styrk til. Kynbundið ofbeldi, kynlífsþrælkun, mansal og kynferðisofbeldi er stórt samfélagslegt vandamál í Síerra Leóne. Í Pujehun héraði er þörfin á fræðslu og markvissri vinnu mikil og ætla Barnaheill að vinna með samfélögunum að bera kennsl á ofbeldi, fræða, setja upp ferla, skýra tilkynningaleiðir í barnaverndarmálum og fleira. Börnin sjálf, kennarar, foreldrar, héraðsyfirvöld og fleiri koma til með að taka þátt í verkefninu. Fulltrúar Barnaheilla í Síerra Leone. Í ferðinni eru Harpa Rut Hilmarsdóttir, stjórnarformaður Barnaheilla, Guðrún Helga Jóhannsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Barnaheilla og leiðtogi erlendra verkefna, og Hákon Broder Lund ljósmyndari. Hægt er að fylgjast með fréttum af ferðinni á Instagram-reikningi Barnaheilla. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Síerra Leóne Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent
Þessa dagana eru þrír fulltrúar á vegum Barnaheilla - Save the Children á Íslandi í heimsókn í Síerra Leóne. Tilgangur ferðarinnar er að undirbúa þróunarverkefni sem utanríkisráðuneytið hefur veitt styrk til. Kynbundið ofbeldi, kynlífsþrælkun, mansal og kynferðisofbeldi er stórt samfélagslegt vandamál í Síerra Leóne. Í Pujehun héraði er þörfin á fræðslu og markvissri vinnu mikil og ætla Barnaheill að vinna með samfélögunum að bera kennsl á ofbeldi, fræða, setja upp ferla, skýra tilkynningaleiðir í barnaverndarmálum og fleira. Börnin sjálf, kennarar, foreldrar, héraðsyfirvöld og fleiri koma til með að taka þátt í verkefninu. Fulltrúar Barnaheilla í Síerra Leone. Í ferðinni eru Harpa Rut Hilmarsdóttir, stjórnarformaður Barnaheilla, Guðrún Helga Jóhannsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Barnaheilla og leiðtogi erlendra verkefna, og Hákon Broder Lund ljósmyndari. Hægt er að fylgjast með fréttum af ferðinni á Instagram-reikningi Barnaheilla. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Síerra Leóne Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent