Fótbolti

Real Madrid hækkar tilboðið í Mbappé

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Real Madrid hefur nú boðið 170 milljónir evra í Kylian Mbappé.
Real Madrid hefur nú boðið 170 milljónir evra í Kylian Mbappé. Getty/Xavier Laine

Spænska stórveldið Real Madrid lagði í dag fram nýtt og hærra tilboð í franska sóknarmannin Kylian Mbappé. Tilboðið hljóðar upp á tæplega 146 milljónir punda, en forsvarsmenn PSG segja að afstaða þeirra hafi ekki breyst.

Fyrr í vikunni buðu Madrídingar 137 milljónir punda í þennan franska framherja, en PSG hafnaði því. Forsvarsmenn félagsins hafa gefið það út að verðmiðinn hljóði upp á 170 milljónir punda.

Mbappé er á seinasta ári samnings síns við franska stórveldið, en hann hefur sagt að það sé draumur hans að spila fyrir Real Madrid.

PSG keypti Mbappé árið 2018 frá franska liðinu Monaco fyrir 166 milljónir punda, en eiga reyndar eftir að greiða 30 milljónir. Samkvæmt samningi PSG og Monaco á sú upphæð að greiðast þegar að Mbappé skrifar undir framlengingu á samningi sínum, eða yfirgefur Parísarliðið.

Hingað til hefur Frakkinn neitað að skrifa undir nýjan smaning við PSG, en núverandi samningur gildir út næsta sumar.

Mbappé hefur leikið 110 deildarleiki fyrir PSG og skorað í þeim hvorki meira né minna en 92 mörk.


Tengdar fréttir

Real Madrid með risatilboð í Mbappé

Samkvæmt hinum ýmsu fjölmiðlum hefur spænska stórveldið Real Madrid boðið 137 milljónir punda í franska framherjann Kylian Mbappé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×