Við kjörnir fulltrúar vitum ekki allt best Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 27. ágúst 2021 08:00 Málefni sveitarstjórna er nærþjónustan. Þetta sem birtist íbúum í sínum hversdegi. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa góða lýðræðislega ferla til að skapa vettvang fyrir hugmyndir íbúa um hvernig hlutirnir eiga að vera. Við kjörnir fulltrúar erum hreinlega háð því að fá réttar upplýsingar frá þeim sem best þekkja til. Við viljum jú tryggja gæði ákvarðana og að þær gagnist sem flestum og þjóni almannahag. Hlusta, rýna, breyta, miðla Drög að fyrstu lýðræðisstefnu Reykjavíkur til næstu tíu ára eru tilbúin ásamt aðgerðaráætlun og mælanlegum markmiðum. Við ætlum að skuldbinda okkur til að styrkja lýðræðið í Reykjavíkurborg með stefnu um að hlusta, rýna, breyta og miðla. Þetta eru meginmarkmið stefnunnar en líka allt hlutar af hinni lýðræðislegu hringrás. Með því að hlusta meinum við að halda úti skilvirkum leiðum fyrir íbúa til að hafa áhrif á ákvarðanatöku, að tryggja aðgengi mismunandi hópa að ákvarðanatöku, að auka vitund íbúa um ólíkar leiðir til að hafa áhrif og upplýsa betur um feril ákvarðanatöku. Rýna snýst um að fjalla um ólík sjónarmið og nýta niðurstöður samráðs inn í ákvarðanatökuferla, leitast við að komast að niðurstöðum sem stuðla að sem mestri sátt, nýta þekkingu fagfólks og meta árangur samráðsferla og draga af þeim lærdóm. Loforðið um að breyta gengur út á að að fylgja eftir málefnalegum ábendingum, auka samstarf um úrbætur í þjónustu við íbúa, efla lýðræðisleg vinnubrögð innan borgarinnar og skapa lýðræðismenningu þvert á starfsemi borgarinnar. Að miðla snýst um að auka gagnsæi og efla aðgengi að upplýsingum, rekja ákvarðanatöku og stöðu mála, svara ábendingum sem berast og viðhafa markvissa upplýsingagjöf og stuðla þannig að almennri sátt um ákvarðanir. Orð eru til alls fyrst en þessum orðum ætlum við líka að fylgja eftir með alvöru og metnaðarfullum aðgerðum og mælanlegum markmiðum sem muna taka reglulega stöðuna á því hvernig gengur að innleiða það sem við ætlum að gera. Opið og aðgengilegt samráðsferli Við höfum í þessari vinnu gert okkar besta til gera þeim sem vilja kleift að áhrif á þessa stefnu, aðgerðaráætlunina og mælanlegu markmiðin. Stefnudrögin voru unnin í opnu og aðgengilegu samráðsferli í nokkrum liðum. Opin hugmyndasöfnun stóð yfir á vefnum Betri Reykjavík frá febrúar 2020 til júní 2021. Þar gátu öll sem vildu sett inn sínar hugmyndir um lýðræði og þátttöku. Rýnihópar voru framkvæmdir þar sem valið var úr hópi íbúa Reykjavíkur af handahófi til þess að ræða lýðræðismál ofan í kjölinn. Vinnustofur voru haldnar í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar auk opins rafræns fundar sem bar nafnið ,,Stefnumót við lýðræðið” um framtíð lýðræðis í Reykjavík. Öll voru velkomin og fundurinn vandlega auglýstur. Allt upplýsingaefni og skráningarform fyrir fundinn var í boði á þremur tungumálum auk þess að bjóða aðlögun vegna tungumálakunnáttu á staðnum. Einnig var hugað vel að aðgengi tengt færni svo sem með því bjóða upp á túlkaþjónustu og rittúlkun. Hafðu áhrif! Nú stendur yfir síðasti liður samráðsferilsins þar sem stefnudrögin eru í opnu umsagnarferli hér. Frestur til að veita umsögn er 1. september, á miðvikudaginn. Og fyrst þú ert þegar komin á lýðræðisbuxurnar og farin að spegúlera í þessu öllu saman vil ég nota tækifærið og nefna að á sama degi rennur út frestur til að veita umsögn um tillögu um framtíðarskipulag íbúaráða í hverfunum sem þú finnur hér. Taktu þátt í að móta lýðræðið í Reykjavík. Við erum samfélag þar sem raddir allra skipta máli. Við erum öll Reykjavík. Höfundur er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Málefni sveitarstjórna er nærþjónustan. Þetta sem birtist íbúum í sínum hversdegi. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa góða lýðræðislega ferla til að skapa vettvang fyrir hugmyndir íbúa um hvernig hlutirnir eiga að vera. Við kjörnir fulltrúar erum hreinlega háð því að fá réttar upplýsingar frá þeim sem best þekkja til. Við viljum jú tryggja gæði ákvarðana og að þær gagnist sem flestum og þjóni almannahag. Hlusta, rýna, breyta, miðla Drög að fyrstu lýðræðisstefnu Reykjavíkur til næstu tíu ára eru tilbúin ásamt aðgerðaráætlun og mælanlegum markmiðum. Við ætlum að skuldbinda okkur til að styrkja lýðræðið í Reykjavíkurborg með stefnu um að hlusta, rýna, breyta og miðla. Þetta eru meginmarkmið stefnunnar en líka allt hlutar af hinni lýðræðislegu hringrás. Með því að hlusta meinum við að halda úti skilvirkum leiðum fyrir íbúa til að hafa áhrif á ákvarðanatöku, að tryggja aðgengi mismunandi hópa að ákvarðanatöku, að auka vitund íbúa um ólíkar leiðir til að hafa áhrif og upplýsa betur um feril ákvarðanatöku. Rýna snýst um að fjalla um ólík sjónarmið og nýta niðurstöður samráðs inn í ákvarðanatökuferla, leitast við að komast að niðurstöðum sem stuðla að sem mestri sátt, nýta þekkingu fagfólks og meta árangur samráðsferla og draga af þeim lærdóm. Loforðið um að breyta gengur út á að að fylgja eftir málefnalegum ábendingum, auka samstarf um úrbætur í þjónustu við íbúa, efla lýðræðisleg vinnubrögð innan borgarinnar og skapa lýðræðismenningu þvert á starfsemi borgarinnar. Að miðla snýst um að auka gagnsæi og efla aðgengi að upplýsingum, rekja ákvarðanatöku og stöðu mála, svara ábendingum sem berast og viðhafa markvissa upplýsingagjöf og stuðla þannig að almennri sátt um ákvarðanir. Orð eru til alls fyrst en þessum orðum ætlum við líka að fylgja eftir með alvöru og metnaðarfullum aðgerðum og mælanlegum markmiðum sem muna taka reglulega stöðuna á því hvernig gengur að innleiða það sem við ætlum að gera. Opið og aðgengilegt samráðsferli Við höfum í þessari vinnu gert okkar besta til gera þeim sem vilja kleift að áhrif á þessa stefnu, aðgerðaráætlunina og mælanlegu markmiðin. Stefnudrögin voru unnin í opnu og aðgengilegu samráðsferli í nokkrum liðum. Opin hugmyndasöfnun stóð yfir á vefnum Betri Reykjavík frá febrúar 2020 til júní 2021. Þar gátu öll sem vildu sett inn sínar hugmyndir um lýðræði og þátttöku. Rýnihópar voru framkvæmdir þar sem valið var úr hópi íbúa Reykjavíkur af handahófi til þess að ræða lýðræðismál ofan í kjölinn. Vinnustofur voru haldnar í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar auk opins rafræns fundar sem bar nafnið ,,Stefnumót við lýðræðið” um framtíð lýðræðis í Reykjavík. Öll voru velkomin og fundurinn vandlega auglýstur. Allt upplýsingaefni og skráningarform fyrir fundinn var í boði á þremur tungumálum auk þess að bjóða aðlögun vegna tungumálakunnáttu á staðnum. Einnig var hugað vel að aðgengi tengt færni svo sem með því bjóða upp á túlkaþjónustu og rittúlkun. Hafðu áhrif! Nú stendur yfir síðasti liður samráðsferilsins þar sem stefnudrögin eru í opnu umsagnarferli hér. Frestur til að veita umsögn er 1. september, á miðvikudaginn. Og fyrst þú ert þegar komin á lýðræðisbuxurnar og farin að spegúlera í þessu öllu saman vil ég nota tækifærið og nefna að á sama degi rennur út frestur til að veita umsögn um tillögu um framtíðarskipulag íbúaráða í hverfunum sem þú finnur hér. Taktu þátt í að móta lýðræðið í Reykjavík. Við erum samfélag þar sem raddir allra skipta máli. Við erum öll Reykjavík. Höfundur er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun