Stjórnmál eru leiðinleg og koma mér ekki við Sigurjón Vídalín Guðmundsson skrifar 26. ágúst 2021 10:01 Þetta heyrir maður mjög oft þegar talið berst að stjórnmálum. Fólki finnst stjórnmálaumræða leiðinleg, flókin og óskiljanleg. Mörgum finnst þeir líka hafa engin raunveruleg áhrif eða völd yfir stjórnmálunum og þar af leiðandi sé best að vera ekkert að skipta sér af þeim enda skipti stjórnmálin eða stjórnmálamennirnir sér ekkert af þeim. Það gæti hins vegar varla verið fjarri sannleikanum. Stjórnmálin skipta sér af öllu sem snýr að okkar daglega lífi. Í gegnum stjórnmálin er ákveðið eftir hvaða lögum okkur er ætlað að lifa og hver lífskjör okkar eru. Stjórnmálin ráða því hvaða vöruúrval er í búðunum sem við verslum í, hvað við þurfum að borga af húsnæðinu okkar, hvort við höfum aðgang að heilsugæslu og læknum, hvað það kostar að setja eldsneyti á bílinn, hvaða menntun er í boði fyrir börnin okkar og hvort við fáum öldrunarþjónustu við hæfi svo við getum átt áhyggjulaust ævikvöld. Svona væri lengi hægt að telja. Stjórnmálin skipta sér af öllu sem þú gerir hvort sem þér líkar það betur eða verr. Þess vegna er það nauðsynlegt að allir skipti sér af stjórnmálunum. Lýðræðið virkar ekki nema sem flestir taki þátt, kynni sér hvað fólk og flokkar standa fyrir og kjósi samkvæmt því sem það tengir best við. Kjósi með hjartanu eins og stundum er sagt. Allir stjórnmálamenn eru óheiðarlegir svikarar. Þetta heyrist líka stundum sagt og þarf af leiðandi skipti engu máli hvað sé kosið og því sé best að sleppa því. Ég get vel skilið að fólki finnist það oft á tíðum en með virkri þátttöku sem flestra kjósenda er hægt að veita fólki sem er í stjórnmálum aðhald. Það er hreint og beint skylda kjósenda og þeirra hlutverk að veita þeim sem hafa orðið uppvísir að óheiðarleika að kjósa þá burt. Það versta sem gerist og hefur því miður lengi viðgengist er að kjósendur fari að styðja ákveðinn flokk eða framboð eins og uppáhalds íþróttaliðið sitt, sama hvernig gengur. Munurinn er sá að það skiptir engu máli fyrir lífskjör fólks hvernig uppáhalds íþróttaliðinu þeirra gengur en öllu máli hvaða ákvarðanir eru teknar af stjórnmálaflokknum eða stjórnmálamönnunum sem það styður. „Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“ Ágætt dæmi um það þegar fólk styður í blindi ákveðin stjórnmálaflokk eins og uppáhalds íþróttaliðið sitt er samtal sem ég átti við kunningja minn á eftirlaunaaldri varðandi stjórnmál, en í því samtali varpaði hann fram þessari yfirlýsingu hér fyrir ofan. Ég sagðist skilja að hann og einhverjir af hans kynslóð hefðu á einhverjum tíma átt samleið með sjálfstæðisflokknum en sem ellilífeyrisþegi gæti það varla átt við lengur og minnti hann á bréfið fræga frá Bjarna Ben í aðdraganda kosninganna 2013 þar sem Bjarni lofaði ellilífeyrisþegum öllu fögru í skiptum fyrir atkvæði þeirra. Fram á þennan dag hafi efndirnar hins vegar verið litlar sem engar og mörgum ellilífeyrisþegum finnst þeir hafa verið illa sviknir. Hann horfði á mig í smástund, fékk sér sopa af kaffinu sínu, lagði svo frá sér bollann, leit í augun á mér og endurtók blákalt: „Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“. Ég vissi varla hvort ég ætti að hlægja eða gráta. Gefum okkur sjálfum og framtíðinni tækifæri. Nú þegar rétt um mánuður er fram að næstu alþingiskosningum langar mig að hvetja alla kjósendur að gefa sér tíma til að setja sig inn í stjórnmálaumræðuna og mynda sér skoðun á því sem hinir ólíku flokkar og frambjóðendur standa fyrir. Mig langar að hvetja fólk til að skipta sér af stjórnmálunum og láta vilja sinn í ljós, gefa sjálfu sér, börnunum sínum og framtíðinni tækifæri. Ég trúi á frelsi, mannréttindi, jöfn tækifæri og réttlæti fyrir alla. Þess vegna er ég í stjórnmálum. Á hvað trúir þú og í hvernig samfélagi vilt þú búa? Höfundar skipa 3. sæti Viðreisn í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Suðurkjördæmi Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Þetta heyrir maður mjög oft þegar talið berst að stjórnmálum. Fólki finnst stjórnmálaumræða leiðinleg, flókin og óskiljanleg. Mörgum finnst þeir líka hafa engin raunveruleg áhrif eða völd yfir stjórnmálunum og þar af leiðandi sé best að vera ekkert að skipta sér af þeim enda skipti stjórnmálin eða stjórnmálamennirnir sér ekkert af þeim. Það gæti hins vegar varla verið fjarri sannleikanum. Stjórnmálin skipta sér af öllu sem snýr að okkar daglega lífi. Í gegnum stjórnmálin er ákveðið eftir hvaða lögum okkur er ætlað að lifa og hver lífskjör okkar eru. Stjórnmálin ráða því hvaða vöruúrval er í búðunum sem við verslum í, hvað við þurfum að borga af húsnæðinu okkar, hvort við höfum aðgang að heilsugæslu og læknum, hvað það kostar að setja eldsneyti á bílinn, hvaða menntun er í boði fyrir börnin okkar og hvort við fáum öldrunarþjónustu við hæfi svo við getum átt áhyggjulaust ævikvöld. Svona væri lengi hægt að telja. Stjórnmálin skipta sér af öllu sem þú gerir hvort sem þér líkar það betur eða verr. Þess vegna er það nauðsynlegt að allir skipti sér af stjórnmálunum. Lýðræðið virkar ekki nema sem flestir taki þátt, kynni sér hvað fólk og flokkar standa fyrir og kjósi samkvæmt því sem það tengir best við. Kjósi með hjartanu eins og stundum er sagt. Allir stjórnmálamenn eru óheiðarlegir svikarar. Þetta heyrist líka stundum sagt og þarf af leiðandi skipti engu máli hvað sé kosið og því sé best að sleppa því. Ég get vel skilið að fólki finnist það oft á tíðum en með virkri þátttöku sem flestra kjósenda er hægt að veita fólki sem er í stjórnmálum aðhald. Það er hreint og beint skylda kjósenda og þeirra hlutverk að veita þeim sem hafa orðið uppvísir að óheiðarleika að kjósa þá burt. Það versta sem gerist og hefur því miður lengi viðgengist er að kjósendur fari að styðja ákveðinn flokk eða framboð eins og uppáhalds íþróttaliðið sitt, sama hvernig gengur. Munurinn er sá að það skiptir engu máli fyrir lífskjör fólks hvernig uppáhalds íþróttaliðinu þeirra gengur en öllu máli hvaða ákvarðanir eru teknar af stjórnmálaflokknum eða stjórnmálamönnunum sem það styður. „Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“ Ágætt dæmi um það þegar fólk styður í blindi ákveðin stjórnmálaflokk eins og uppáhalds íþróttaliðið sitt er samtal sem ég átti við kunningja minn á eftirlaunaaldri varðandi stjórnmál, en í því samtali varpaði hann fram þessari yfirlýsingu hér fyrir ofan. Ég sagðist skilja að hann og einhverjir af hans kynslóð hefðu á einhverjum tíma átt samleið með sjálfstæðisflokknum en sem ellilífeyrisþegi gæti það varla átt við lengur og minnti hann á bréfið fræga frá Bjarna Ben í aðdraganda kosninganna 2013 þar sem Bjarni lofaði ellilífeyrisþegum öllu fögru í skiptum fyrir atkvæði þeirra. Fram á þennan dag hafi efndirnar hins vegar verið litlar sem engar og mörgum ellilífeyrisþegum finnst þeir hafa verið illa sviknir. Hann horfði á mig í smástund, fékk sér sopa af kaffinu sínu, lagði svo frá sér bollann, leit í augun á mér og endurtók blákalt: „Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“. Ég vissi varla hvort ég ætti að hlægja eða gráta. Gefum okkur sjálfum og framtíðinni tækifæri. Nú þegar rétt um mánuður er fram að næstu alþingiskosningum langar mig að hvetja alla kjósendur að gefa sér tíma til að setja sig inn í stjórnmálaumræðuna og mynda sér skoðun á því sem hinir ólíku flokkar og frambjóðendur standa fyrir. Mig langar að hvetja fólk til að skipta sér af stjórnmálunum og láta vilja sinn í ljós, gefa sjálfu sér, börnunum sínum og framtíðinni tækifæri. Ég trúi á frelsi, mannréttindi, jöfn tækifæri og réttlæti fyrir alla. Þess vegna er ég í stjórnmálum. Á hvað trúir þú og í hvernig samfélagi vilt þú búa? Höfundar skipa 3. sæti Viðreisn í Suðurkjördæmi.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun