Ferð Harris tafðist vegna gruns um „Havana-heilkennið“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 22:52 Harris er nú komin til Hanoi í Víetnam eftir nokkurra klukkustunda töf. Getty/Carlos Tischler Ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til Víetnam var frestað um nokkra klukkutíma vegna gruns um að upp sé komið tilfelli í höfuðborg landsins af hinu dularfulla „Havana-heilkenni“. Fyrstu tilfelli heilkennisins komu upp í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu árið 2016 og talið er að það orsakist af örbylgjugeislun. Harris var stödd í Singapúr fyrr í dag og átti hún að fljúga til Hanoi, höfuðborgar Víetnam, síðdegis. Flugferðinni var hins vegar frestað þegar grunur kom upp um mögulegt tilfelli heilkennisins. Ekki liggur fyrir hver það er sem talið er að hrjáist af heilkenninu. Fréttastofa CBS greinir frá. Samkvæmt fréttinni líkist tilfellið í Hanoi verulega þeim sem komu upp í Havana á sínum tíma og meðal starfsmanna Bandaríska sendiráðsins í Austurríki, sem fengu heilkennið fyrr á þessu ári. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði í yfirlýsingu í dag að eftir ítarlega skoðun hafi verið ákveðið að Harris og fylgdarmenn hennar skyldu halda til Hanoi, þar sem hún lenti fyrir einhverju síðan. Samkvæmt heimildamanni CBS í ráðuneytinu var opinber starfsmaður í Hanoi fluttur þaðan með sjúkraflugi um helgina. Þetta sé þá ekki fyrsta tilfelli heilkennisins sem komið hafi upp í Víetnam. Síðan greint var frá fyrstu tilfellunum af heilkenninu árið 2016 hefur fjöldi tilfella verið skráður, þar á meðal í Kína og síðast í Austurríki. Hundruð diplómata, njósnara og annarra opinberra starfsmanna Bandaríkjanna hafa hrjáðst af heilkenninu, en helstu einkenni þess eru heyrnartruflanir, alvarlegir höfuðverkir og ógleði. Niðurstöður bandarískrar rannsóknar frá árinu 2019 bentu til þess að heilastarfsemi diplómatanna, sem fengu heilkennið í Kúbu árið 2016, væri óeðlileg. Bandaríkin Víetnam Tengdar fréttir Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56 Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Fyrstu tilfelli heilkennisins komu upp í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu árið 2016 og talið er að það orsakist af örbylgjugeislun. Harris var stödd í Singapúr fyrr í dag og átti hún að fljúga til Hanoi, höfuðborgar Víetnam, síðdegis. Flugferðinni var hins vegar frestað þegar grunur kom upp um mögulegt tilfelli heilkennisins. Ekki liggur fyrir hver það er sem talið er að hrjáist af heilkenninu. Fréttastofa CBS greinir frá. Samkvæmt fréttinni líkist tilfellið í Hanoi verulega þeim sem komu upp í Havana á sínum tíma og meðal starfsmanna Bandaríska sendiráðsins í Austurríki, sem fengu heilkennið fyrr á þessu ári. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði í yfirlýsingu í dag að eftir ítarlega skoðun hafi verið ákveðið að Harris og fylgdarmenn hennar skyldu halda til Hanoi, þar sem hún lenti fyrir einhverju síðan. Samkvæmt heimildamanni CBS í ráðuneytinu var opinber starfsmaður í Hanoi fluttur þaðan með sjúkraflugi um helgina. Þetta sé þá ekki fyrsta tilfelli heilkennisins sem komið hafi upp í Víetnam. Síðan greint var frá fyrstu tilfellunum af heilkenninu árið 2016 hefur fjöldi tilfella verið skráður, þar á meðal í Kína og síðast í Austurríki. Hundruð diplómata, njósnara og annarra opinberra starfsmanna Bandaríkjanna hafa hrjáðst af heilkenninu, en helstu einkenni þess eru heyrnartruflanir, alvarlegir höfuðverkir og ógleði. Niðurstöður bandarískrar rannsóknar frá árinu 2019 bentu til þess að heilastarfsemi diplómatanna, sem fengu heilkennið í Kúbu árið 2016, væri óeðlileg.
Bandaríkin Víetnam Tengdar fréttir Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56 Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56
Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11