Selshamurinn hlýtur verðlaun á kvikmyndahátíðum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. ágúst 2021 13:31 Kvikmyndin Selshamurinn keppti í aðalkeppni hinnar virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíðar í Huesca á Spáni fyrr í sumar. MYND/MARKUS ENGLMAIR Kvikmyndin Selshamurinn eða Sealskin, heldur áfram að vekja athygli á kvikmyndahátíðum erlendis. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Ugla Hauksdóttir. Selshamurinn hlaut verðlaunin Best International Fiction á Leiria kvikmyndahátíðinni 2021 í Portugal. Myndin átti sína Portúgölsku frumsýningu á hátíðinni þann 28. Maí 2021. Dómnefndin hafði meðal annars þetta að segja um stuttmyndina: „Selshamurinn segir með þögnunum sögu sem er of sorgleg og persónuleg til þess að hægt sé að koma því í orð. “ Selshamurinn hlaut einnig verðlaunin Best Original Soundtrack á 16. Dieciminuti Film Festival hátíðinni á Ítalíu. Herdís Stefánsdóttir er tónskáld myndarinnar. Hún vann meðal annars að kvikmyndinni The Sun Is Also A Star og HBO þáttaseríunni We’re Here. Stiklu stuttmyndarinnar má sjá hér fyrir neðan. SEALSKIN (2020) - TRAILER from Ugla Hauksdóttir on Vimeo. Hugarró í þjóðsögu Selshamurinn var framleidd af Antoni Mána Svanssyni fyrir Join Motion Pictures. Meðframleiðandi er Gunnhildur Helga Katrínardóttir og yfirframleiðandi Guðmundur Arnar Guðmundsson. Með aðalhlutverk fara Björn Thors og Bríet Sóley Valgeirsdóttir. „Hin fimm ára Sól býr með föður sínum í afskekktu húsi við hafið. Ímyndunarafl hennar tekst á flug í tómarúmi einmanalegra daga á meðan faðir hennar tekst á við tónsmíðar. Þegar Sól skynjar trega föður síns, sem er henni óskiljanlegur, finnur hún hugarró í gamalli íslenskri þjóðsögu,“ segir um söguþráð myndarinnar. Frá árinu 2017 hefur Ugla leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar starfað á alþjóðavettvangi sem kvikmynda- og sjónvarpsleikstjóri. Ugla hefur leikstýrt ýmsum sjónvarpsþáttum meðal annars að hluta til Hanna (Amazon), Snowfall (FX) og Ófærð (RVK Studios). Árið 2020 leiðstýrði Ugla tveimur þáttum af nýrri seríu Amazon The Power, byggð á metsölubók Naomi Alderman og framleidd af Sister Pictures. Ugla hefur leikstýrt fjölda stuttmynda og tónlistarmyndbanda og er nú að þróa sína fyrstu kvikmynd. Nýlega hlotnaðist Uglu sá heiður að vera boðið inngöngu í Leikstjórasamband Bandaríkjanna eða Directors Guild of America. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Sjá meira
Selshamurinn hlaut verðlaunin Best International Fiction á Leiria kvikmyndahátíðinni 2021 í Portugal. Myndin átti sína Portúgölsku frumsýningu á hátíðinni þann 28. Maí 2021. Dómnefndin hafði meðal annars þetta að segja um stuttmyndina: „Selshamurinn segir með þögnunum sögu sem er of sorgleg og persónuleg til þess að hægt sé að koma því í orð. “ Selshamurinn hlaut einnig verðlaunin Best Original Soundtrack á 16. Dieciminuti Film Festival hátíðinni á Ítalíu. Herdís Stefánsdóttir er tónskáld myndarinnar. Hún vann meðal annars að kvikmyndinni The Sun Is Also A Star og HBO þáttaseríunni We’re Here. Stiklu stuttmyndarinnar má sjá hér fyrir neðan. SEALSKIN (2020) - TRAILER from Ugla Hauksdóttir on Vimeo. Hugarró í þjóðsögu Selshamurinn var framleidd af Antoni Mána Svanssyni fyrir Join Motion Pictures. Meðframleiðandi er Gunnhildur Helga Katrínardóttir og yfirframleiðandi Guðmundur Arnar Guðmundsson. Með aðalhlutverk fara Björn Thors og Bríet Sóley Valgeirsdóttir. „Hin fimm ára Sól býr með föður sínum í afskekktu húsi við hafið. Ímyndunarafl hennar tekst á flug í tómarúmi einmanalegra daga á meðan faðir hennar tekst á við tónsmíðar. Þegar Sól skynjar trega föður síns, sem er henni óskiljanlegur, finnur hún hugarró í gamalli íslenskri þjóðsögu,“ segir um söguþráð myndarinnar. Frá árinu 2017 hefur Ugla leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar starfað á alþjóðavettvangi sem kvikmynda- og sjónvarpsleikstjóri. Ugla hefur leikstýrt ýmsum sjónvarpsþáttum meðal annars að hluta til Hanna (Amazon), Snowfall (FX) og Ófærð (RVK Studios). Árið 2020 leiðstýrði Ugla tveimur þáttum af nýrri seríu Amazon The Power, byggð á metsölubók Naomi Alderman og framleidd af Sister Pictures. Ugla hefur leikstýrt fjölda stuttmynda og tónlistarmyndbanda og er nú að þróa sína fyrstu kvikmynd. Nýlega hlotnaðist Uglu sá heiður að vera boðið inngöngu í Leikstjórasamband Bandaríkjanna eða Directors Guild of America.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Sjá meira