Formaður sjúkrahússlækna segir ráðherrum að hætta að hlusta á forstjórann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2021 15:31 Theódór Skúli Sigurðsson biður ráðherra um að hlusta á starfsfólk Landspítalans en ekki stjórnendur. Theódór Skúli Sigurðsson, formaður sjúkrahússlækna, segir af og frá að mönnunarvandi sé eina vandamál Landspítalans en ekki fjármögnun. Það megi álykta af orðum ráðherra eftir fund með forstjóra Landspítalans. Theódór segir að sparnaðaraðgerðir hafi gengið svo langt að heilbrigðisstarfsmenn hafi hreinlega átt að hætta að hjúkra og lækna. Markmiðið væri að spara. Theodór segir að orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í kjölfar fundar með Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, hafi komið honum mjög á óvart. Deilir hann viðtali við Katrínu í Bítinu á Bylgjunni í vikunni. „Ég myndi segja að stóri vandinn sé mönnun heilbrigðiskerfisins og mönnun spítalans,“ sagði Katrín í viðtalinu og nefndi nýlegan samning við Klíníkina. Ekki væri um séríslenskt vandamál að ræða heldur væri sömuleiðis skortur á hinum Norðurlöndunum. Þá þyrfti að auka framboð á menntun hér á landi auk þess að bæta laun og starfsaðstæður, sem gert hafi verið. Bjarni sagði í viðtali við Ríkisútvarpið í vikunni að staðan á gjörgæslunni væri ekki fjármögnunarvandi. Þarf þyrfti fleiri menntaða starfsmenn með rétta sérhæfingu. „Þar erum við klárlega með of fáa sem eru að útskrifast og það þarf að gera átak í því að fá fleiri á þessar viðkvæmu deildir. Við eigum alveg ofboðslega mikið undir því, enda er staðan á gjörgæslunni á Íslandi í dag ekki fjármögnunarvandi. Það hefur komið hér fram á fundum með heilbrigðisráðherra og forstjóra Landspítalans,“ sagði Bjarni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagst merkja að nýlegir samningar lækna og hjúkrunarfræðinga hafi þýtt fjölgun íslensks heilbrigðisstarfsfólks sem leiti heim til Íslands.Vísir/Vilhelm Theodór segist þurfa að setja hlutina í samhengi Sjálfur hafi hann snúið heim úr sérnámi í svæfingum- og gjörgæslulækningum fyrir fjórum árum. Á þeim tíma hafi ítrekað verið varað við stöðunni á gjörgæsludeildum Landspítalans í ræðu og riti. „Eftir nokkrar COVID bylgjur hélt undiritaður að stjórnendur Landspítalans hefðu loksins áttað sig á erfiðri stöðu en um leið lykilhlutverki gjörgæsludeildanna fyrir íslenska heilbrigðiskerfið. Ákvörðun um að fækka úr 13 gjörgæsluplássum niður í 10 fyrir sumarið 2021 voru því mikil persónuleg vonbrigði enda setti þetta Ísland í botnsæti Evrópuþjóða hvað varðar fjölda gjörgæsluplássa,“ segir Theodór. Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans. Theódór Skúli hvetur ráðherra til að hætta að hlusta á forstjórann.Vísir/vilhelm Hann hafi ítrekað í samtölum við yfirmenn og stjórnendur Landspítalans áhættuna við þessa fækkun gjörgæsluplássa í skugga heimsfaraldurs, opnun landamæra og fjölgun ferðamanna. „Á fyrrnefndum fundum og samtölum með stjórnendum Landspítalans voru ástæður þessa niðurskurðar ávallt miklar sparnaðarkröfur stjórnvalda á Landspítalann.“ Fram að áramótum hafi þurft að spara 750 milljónir til að halda fjárhag Landspítalans réttum megin við strikið með öllum ráðum. Frá starfi á gjörgæsludeild Landspítalans.Vísir/EinarÁ „Læknar voru beðnir um að lækka starfshlutfall, ekki átti að greiða læknum aukagreiðslu fyrir að taka vakt vegna forfalla, loka skurðstofum, stöðva dýrari inngrip og fækka gjörgæsluplássum Við áttum einfaldlega að hætta að lækna og hjúkra til að spara!“ Theodór segir yfirstjórn Landspítalans meðvitað hafa tekið sénsinn og tapað. Samfélagið taki afleiðingunum. Tínir Theodór til fimm atriði máli sínu til stuðnings. Síðasta vetur sóttu mun fleiri hjúkrunarfræðingar um vinnu á gjörgæsludeildunum, en færri fengu en vildu þar sem takmakaður fjöldi staða var í boði Engin sumarbónus var í boði (sem oft hefur tíðkast) fyrir starfsmenn sem myndu velja að fresta sumarfríum yfir mesta álagstímann þótt ljóst væri að fleiri hundruð vakta væru ómannaðar Hætt var að bjóða starfsmönnum 25% lengingu á fríum sem tekin væru utan sumarleyfistíma þótt margir hefðu örugglega valið þann möguleika Starfsmannavelta gjörgæslunnar er tæplega 60 starfsmenn/sólarhring við núverandi aðstæður og samningur Klíníkurinnar við Sjúkratryggingar Íslands skilaði 2 starfsmönnum inná gjörgæsluna í síðustu viku. Sá misskilningur virðist ríkja í stjórnkerfinu að þótt fjármagnið fyrir hágæsluna hafi verið samþykkt í upphafi vikunnar sé hægt að opna plássin í sömu viku. Marga mánuði mun taka að þjálfa upp nægjanlega mikið af starfsfólki (en skýrsla sem staðfesti þörf á hágæslu var tilbúin fyrir meira en 18 mánuðum). Ítrekuð langdregin kjarabarátta heilbrigðisstétta með tilheyrandi verkföllum, lagasetningum og kjaradómum auk umdeildra einhliða kjarasamningstúlkana Landspítalans hafa skilið eftir sig ör sem seint munu gróa og nú er nóg komið! Hann segir heilbrigðisstarfsfólk og landsmenn munu komast saman í gengum faraldurinn eins og önnur áföll. Þá beinir hann orðum sínum til fyrrnefndra ráðherra, Katrínar og Bjarna. „Hlustið frekar á starfsmenn Landspítalans en ekki þá sem hafa stýrt síðasta áratuginn með núverandi afleiðingum. Hættið að tala um hvað búið er að gera og einbeitið ykkur að því sem þarf að gera. Byggjum upp sterkan Landspítala sem við getum öll verið stolt af og viljum starfa á inní ókomna framtíð.“ Björn Zoega var forstjóri Landspítalans á árunum 2010-2013 en er í dag forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi. Páll Matthíasson hefur verið forstjóri Landspítalans frá árinu 2013. Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Theodór segir að orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í kjölfar fundar með Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, hafi komið honum mjög á óvart. Deilir hann viðtali við Katrínu í Bítinu á Bylgjunni í vikunni. „Ég myndi segja að stóri vandinn sé mönnun heilbrigðiskerfisins og mönnun spítalans,“ sagði Katrín í viðtalinu og nefndi nýlegan samning við Klíníkina. Ekki væri um séríslenskt vandamál að ræða heldur væri sömuleiðis skortur á hinum Norðurlöndunum. Þá þyrfti að auka framboð á menntun hér á landi auk þess að bæta laun og starfsaðstæður, sem gert hafi verið. Bjarni sagði í viðtali við Ríkisútvarpið í vikunni að staðan á gjörgæslunni væri ekki fjármögnunarvandi. Þarf þyrfti fleiri menntaða starfsmenn með rétta sérhæfingu. „Þar erum við klárlega með of fáa sem eru að útskrifast og það þarf að gera átak í því að fá fleiri á þessar viðkvæmu deildir. Við eigum alveg ofboðslega mikið undir því, enda er staðan á gjörgæslunni á Íslandi í dag ekki fjármögnunarvandi. Það hefur komið hér fram á fundum með heilbrigðisráðherra og forstjóra Landspítalans,“ sagði Bjarni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagst merkja að nýlegir samningar lækna og hjúkrunarfræðinga hafi þýtt fjölgun íslensks heilbrigðisstarfsfólks sem leiti heim til Íslands.Vísir/Vilhelm Theodór segist þurfa að setja hlutina í samhengi Sjálfur hafi hann snúið heim úr sérnámi í svæfingum- og gjörgæslulækningum fyrir fjórum árum. Á þeim tíma hafi ítrekað verið varað við stöðunni á gjörgæsludeildum Landspítalans í ræðu og riti. „Eftir nokkrar COVID bylgjur hélt undiritaður að stjórnendur Landspítalans hefðu loksins áttað sig á erfiðri stöðu en um leið lykilhlutverki gjörgæsludeildanna fyrir íslenska heilbrigðiskerfið. Ákvörðun um að fækka úr 13 gjörgæsluplássum niður í 10 fyrir sumarið 2021 voru því mikil persónuleg vonbrigði enda setti þetta Ísland í botnsæti Evrópuþjóða hvað varðar fjölda gjörgæsluplássa,“ segir Theodór. Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans. Theódór Skúli hvetur ráðherra til að hætta að hlusta á forstjórann.Vísir/vilhelm Hann hafi ítrekað í samtölum við yfirmenn og stjórnendur Landspítalans áhættuna við þessa fækkun gjörgæsluplássa í skugga heimsfaraldurs, opnun landamæra og fjölgun ferðamanna. „Á fyrrnefndum fundum og samtölum með stjórnendum Landspítalans voru ástæður þessa niðurskurðar ávallt miklar sparnaðarkröfur stjórnvalda á Landspítalann.“ Fram að áramótum hafi þurft að spara 750 milljónir til að halda fjárhag Landspítalans réttum megin við strikið með öllum ráðum. Frá starfi á gjörgæsludeild Landspítalans.Vísir/EinarÁ „Læknar voru beðnir um að lækka starfshlutfall, ekki átti að greiða læknum aukagreiðslu fyrir að taka vakt vegna forfalla, loka skurðstofum, stöðva dýrari inngrip og fækka gjörgæsluplássum Við áttum einfaldlega að hætta að lækna og hjúkra til að spara!“ Theodór segir yfirstjórn Landspítalans meðvitað hafa tekið sénsinn og tapað. Samfélagið taki afleiðingunum. Tínir Theodór til fimm atriði máli sínu til stuðnings. Síðasta vetur sóttu mun fleiri hjúkrunarfræðingar um vinnu á gjörgæsludeildunum, en færri fengu en vildu þar sem takmakaður fjöldi staða var í boði Engin sumarbónus var í boði (sem oft hefur tíðkast) fyrir starfsmenn sem myndu velja að fresta sumarfríum yfir mesta álagstímann þótt ljóst væri að fleiri hundruð vakta væru ómannaðar Hætt var að bjóða starfsmönnum 25% lengingu á fríum sem tekin væru utan sumarleyfistíma þótt margir hefðu örugglega valið þann möguleika Starfsmannavelta gjörgæslunnar er tæplega 60 starfsmenn/sólarhring við núverandi aðstæður og samningur Klíníkurinnar við Sjúkratryggingar Íslands skilaði 2 starfsmönnum inná gjörgæsluna í síðustu viku. Sá misskilningur virðist ríkja í stjórnkerfinu að þótt fjármagnið fyrir hágæsluna hafi verið samþykkt í upphafi vikunnar sé hægt að opna plássin í sömu viku. Marga mánuði mun taka að þjálfa upp nægjanlega mikið af starfsfólki (en skýrsla sem staðfesti þörf á hágæslu var tilbúin fyrir meira en 18 mánuðum). Ítrekuð langdregin kjarabarátta heilbrigðisstétta með tilheyrandi verkföllum, lagasetningum og kjaradómum auk umdeildra einhliða kjarasamningstúlkana Landspítalans hafa skilið eftir sig ör sem seint munu gróa og nú er nóg komið! Hann segir heilbrigðisstarfsfólk og landsmenn munu komast saman í gengum faraldurinn eins og önnur áföll. Þá beinir hann orðum sínum til fyrrnefndra ráðherra, Katrínar og Bjarna. „Hlustið frekar á starfsmenn Landspítalans en ekki þá sem hafa stýrt síðasta áratuginn með núverandi afleiðingum. Hættið að tala um hvað búið er að gera og einbeitið ykkur að því sem þarf að gera. Byggjum upp sterkan Landspítala sem við getum öll verið stolt af og viljum starfa á inní ókomna framtíð.“ Björn Zoega var forstjóri Landspítalans á árunum 2010-2013 en er í dag forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi. Páll Matthíasson hefur verið forstjóri Landspítalans frá árinu 2013.
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira