Golf

Lokahring The Northern Trust-mótsins frestað vegna slæmrar veðurspár

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Spánverjinn Jon Rahm er í toppbaráttunni fyrir lokahringinn á The Northern Trust.
Spánverjinn Jon Rahm er í toppbaráttunni fyrir lokahringinn á The Northern Trust. Getty/Warren Little

Lokahring The Northern Trust-mótsins, sem fara átti fram á morgun, hefur verið frestað fram á mánudag vegna slæmrar veðurspár. Hitabeltisstormurinn Henri setur strik í reikninginn.

Mótið er haldið í New Jersey í Bandaríkjunum, en stormviðvörun tekur þar gildi á morgun. Því hefur ákvörðun verið tekin um að fresta leik fram á mánudag. Rástímar verða kynntir þegar stormurinn hefur gengið yfir.

Spánverjinn John Rahm var í forystu eftir tvo hringi á 12 höggum undir pari, en hann hefur ekki lokið leik á þriðja hring þegar þetta er ritað. Eins og staðan er núna er Cameron Smith í efsta sæti á 15 höggum undir pari, en hann lék hringinn í dag á 60 höggum, sem er 11 höggum undir pari vallarins.

Á mánudaginn er spáð rigningu og þrumuveðri, og því verður að koma í ljós hvort hægt verði að klára lokahringinn þá.

Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×