Segir Green Bay vera að neyða Rodgers til að vera áfram Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2021 12:15 Rodgers stytti samning sinn við Green Bay í sumar og leitar líklega á önnur mið að komandi leiktíð lokinni. Quinn Harris/Getty Images Stephen A. Smith, álitsgjafi á ESPN, segir að leikstjórnandinn Aaron Rodgers hjá Green Bay Packers í bandarísku NFL-deildinni sé haldið hjá félaginu gegn hans eigin vilja. Rodgers komst að samkomulagi við félagið í sumar um að stytta samning sinn um eitt ár og rennur hann út eftir komandi tímabil. Rodgers er orðinn 37 ára gamall og hefur leikið allan sinn feril í NFL-deildinni, frá árinu 2005, fyrir þá grænklæddu. Hann var valinn besti leikmaður tímabilsins (MVP) á síðustu leiktíð en það var í þriðja sinn sem hann hlýtur þau verðlaun. Eftir góða leiktíð tapaði Green Bay hins vegar fyrir Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers í undanúrslitum í úrslitakeppninni sem var fjórða tap Packers á því stigi keppninnar í röð. Enginn leikstjórnandi hefur tapað fjórum slíkum leikjum í röð og fóru fljótlega af stað sögusagnir þess efnis að Rodgers vildi burt frá félaginu til að freista þess að vinna NFL-titilinn annars staðar. Þrátt fyrir magnaðan feril hefur Rodgers aðeins tekist einu sinni að vinna Ofurskálina sem gerðist fyrir tíu árum síðan, árið 2011. Í lok júlí tilkynntu Packers um breytingu á samningi Rodgers þar sem hann var styttur, frá 2023 til 2022, og verður Rodgers því laus ferða sinna næsta sumar. Stephen A. Smith, álitsgjafi hjá ESPN, segir Rodgers hafa engan áhuga á að vera áfram hjá félaginu en hann eigi engra annarra kosta völ. „Green Bay Packers eru að halda Aaron Rodgers þvert á hans vilja,“ segir Smith. „Aaron Rodgers vill ekki vera þarna, en hann er þarna núna vegna þess að hann hafði engra annarra kosta völ. Það er alveg á hreinu að hann vildi yfirgefa félagið, Green Bay neitaði því og þess vegna er hann þarna,“ „Hann hafði aðeins einn annan kost í stöðunni, sem var að leggja skóna á hilluna og spila engan fótbolta í ár. Að öðru leyti hafði hann engan annan kost í stöðunni en að spila fyrir Green Bay Packers,“ segir Smith sem sagði töluvert meira um stöðu hans hjá félaginu en ummæli hans má sjá í spilaranum að ofan. Hann lætur þau falla þegar rúmar þrjár mínútur eru liðnar. Undirbúningstímabilið er í fullum gangi í NFL-deildinni en deildarkeppnin hefst 9. september næst komandi. Fjöldi leikja verður í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport í vetur. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sjá meira
Rodgers er orðinn 37 ára gamall og hefur leikið allan sinn feril í NFL-deildinni, frá árinu 2005, fyrir þá grænklæddu. Hann var valinn besti leikmaður tímabilsins (MVP) á síðustu leiktíð en það var í þriðja sinn sem hann hlýtur þau verðlaun. Eftir góða leiktíð tapaði Green Bay hins vegar fyrir Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers í undanúrslitum í úrslitakeppninni sem var fjórða tap Packers á því stigi keppninnar í röð. Enginn leikstjórnandi hefur tapað fjórum slíkum leikjum í röð og fóru fljótlega af stað sögusagnir þess efnis að Rodgers vildi burt frá félaginu til að freista þess að vinna NFL-titilinn annars staðar. Þrátt fyrir magnaðan feril hefur Rodgers aðeins tekist einu sinni að vinna Ofurskálina sem gerðist fyrir tíu árum síðan, árið 2011. Í lok júlí tilkynntu Packers um breytingu á samningi Rodgers þar sem hann var styttur, frá 2023 til 2022, og verður Rodgers því laus ferða sinna næsta sumar. Stephen A. Smith, álitsgjafi hjá ESPN, segir Rodgers hafa engan áhuga á að vera áfram hjá félaginu en hann eigi engra annarra kosta völ. „Green Bay Packers eru að halda Aaron Rodgers þvert á hans vilja,“ segir Smith. „Aaron Rodgers vill ekki vera þarna, en hann er þarna núna vegna þess að hann hafði engra annarra kosta völ. Það er alveg á hreinu að hann vildi yfirgefa félagið, Green Bay neitaði því og þess vegna er hann þarna,“ „Hann hafði aðeins einn annan kost í stöðunni, sem var að leggja skóna á hilluna og spila engan fótbolta í ár. Að öðru leyti hafði hann engan annan kost í stöðunni en að spila fyrir Green Bay Packers,“ segir Smith sem sagði töluvert meira um stöðu hans hjá félaginu en ummæli hans má sjá í spilaranum að ofan. Hann lætur þau falla þegar rúmar þrjár mínútur eru liðnar. Undirbúningstímabilið er í fullum gangi í NFL-deildinni en deildarkeppnin hefst 9. september næst komandi. Fjöldi leikja verður í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport í vetur. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sjá meira