Cecilía hjá Everton til 2024 og segir liðið á leið að verða eitt það besta í Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2021 15:50 Cecilía Rán Rúnarsdóttir í landsleik gegn Ítalíu í apríl. Hún á að baki þrjá A-landsleiki. Getty/ Gabriele Maltinti Cecilía Rán Rúnarsdóttir gengur í raðir Everton í janúar og hefur skrifað undir samning við enska knattspyrnufélagið sem gildir fram í júní 2024. Hin 18 ára gamla Cecilía mun því koma sér fyrir í Englandi hálfu ári áður en íslenska landsliðið spilar svo á Evrópumótinu sem fram fer næsta sumar. Næstu mánuði mun Cecilía hins vegar halda kyrru fyrir hjá sænska félaginu Örebro þar sem hún hefur spilað í sumar. Lengi hefur legið ljóst fyrir að þessi fyrrverandi markvörður Fylkis og Aftureldingar væri á leið til Everton en enska félagið staðfesti félagaskiptin í dag og birti viðtal við íslenska landsliðsmarkvörðinn: „Þetta er alveg stórkostlegt. Everton er svo stórt félag og maður sér það á því hvaða leikmenn félagið er að fá hvað það er mikið í bígerð þarna. Ég er þakklát fyrir að fá að taka þátt í því,“ segir Cecilía. | "Everton are on a journey to become one of the best clubs in Europe. They have the squad and the environment to do that."@ceciliaran03 pic.twitter.com/xIzU9XLC4L— Everton Women (@EvertonWomen) August 20, 2021 Everton endaði í 5. sæti á síðsutu leiktíð og stefnir enn hærra. „Félagið stefnir í átt að því að verða eitt það besta í Evrópu að mínu mati. Ég tel að félagið hafi bæði umhverfið og hópinn til að gera það. Þetta seldi mér hugmyndina um að koma þangað,“ segir Cecilía. Haft þjálfara sem hafa haft trú á mér Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún öðlast mikla reynslu nú þegar en Cecilía lék 30 leiki í efstu deild hér á landi áður en hún hélt til Svíþjóðar eftir síðustu leiktíð, og hún hefur þegar leikið þrjá A-landsleiki. „Ég hef haft þjálfara sem hafa haft trú á mér, bæði markmannsþjálfara minn þegar ég var yngri og aðra þjálfara hjá félögunum sem ég hef verið hjá. Það er ekki vanalegt að 15 ára leikmaður spili á svona háu stigi svo ég er mjög þakklát fyrir það. Ungir markmenn þurfa að fá að spila í meistaraflokki til að verða betri og ég er ánægð með að hafa fengið það,“ segir Cecilía. „Mér finnst ég hafa þroskast mikið. Ég er auðvitað enn mjög ung en tel mig hafa öðlast talsverða reynslu,“ bætir hún við. Enski boltinn Sænski boltinn EM 2021 í Englandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Hin 18 ára gamla Cecilía mun því koma sér fyrir í Englandi hálfu ári áður en íslenska landsliðið spilar svo á Evrópumótinu sem fram fer næsta sumar. Næstu mánuði mun Cecilía hins vegar halda kyrru fyrir hjá sænska félaginu Örebro þar sem hún hefur spilað í sumar. Lengi hefur legið ljóst fyrir að þessi fyrrverandi markvörður Fylkis og Aftureldingar væri á leið til Everton en enska félagið staðfesti félagaskiptin í dag og birti viðtal við íslenska landsliðsmarkvörðinn: „Þetta er alveg stórkostlegt. Everton er svo stórt félag og maður sér það á því hvaða leikmenn félagið er að fá hvað það er mikið í bígerð þarna. Ég er þakklát fyrir að fá að taka þátt í því,“ segir Cecilía. | "Everton are on a journey to become one of the best clubs in Europe. They have the squad and the environment to do that."@ceciliaran03 pic.twitter.com/xIzU9XLC4L— Everton Women (@EvertonWomen) August 20, 2021 Everton endaði í 5. sæti á síðsutu leiktíð og stefnir enn hærra. „Félagið stefnir í átt að því að verða eitt það besta í Evrópu að mínu mati. Ég tel að félagið hafi bæði umhverfið og hópinn til að gera það. Þetta seldi mér hugmyndina um að koma þangað,“ segir Cecilía. Haft þjálfara sem hafa haft trú á mér Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún öðlast mikla reynslu nú þegar en Cecilía lék 30 leiki í efstu deild hér á landi áður en hún hélt til Svíþjóðar eftir síðustu leiktíð, og hún hefur þegar leikið þrjá A-landsleiki. „Ég hef haft þjálfara sem hafa haft trú á mér, bæði markmannsþjálfara minn þegar ég var yngri og aðra þjálfara hjá félögunum sem ég hef verið hjá. Það er ekki vanalegt að 15 ára leikmaður spili á svona háu stigi svo ég er mjög þakklát fyrir það. Ungir markmenn þurfa að fá að spila í meistaraflokki til að verða betri og ég er ánægð með að hafa fengið það,“ segir Cecilía. „Mér finnst ég hafa þroskast mikið. Ég er auðvitað enn mjög ung en tel mig hafa öðlast talsverða reynslu,“ bætir hún við.
Enski boltinn Sænski boltinn EM 2021 í Englandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira