Fjöldi fasteignapappíra inniheldur enn rasísk ákvæði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. ágúst 2021 07:04 Samtökin Mapping Prejudice smíðuðu leitarvél sem fór í gegnum 10 milljón síður af gögnum frá einni sýslu í Minnesota og fann 30 þúsund „athugunarverð“ skjöl. Yfirvöld og samtök víðsvegar í Bandaríkjunum vinna nú að því að auðvelda einstaklingum að fá rasískar klásúlur í fasteignapappírum numdar brott. Í fjölda afsala og öðrum gögnum er enn að finna orðalag þar sem kveðið er á um að viðkomandi fasteign megi ekki falla í hendur einstaklinga sem tilheyra ákveðnum minnihlutahópum. Er þá oftast vísað til svartra en einnig til gyðinga og einstaklinga af rómönskum uppruna. Þegar Kyona og Kenneth Zak ákváðu að taka heimili sitt í gegn á aldarafmæli hússins létu þau ekki nægja að láta mála það í upprunalegum litum og skipta um gler, heldur létu þau einnig strika út svohljóðandi ákvæði í afsalinu sem fylgdi húsinu: „Að enginn hluti fasteignarinnar skuli nokkurn tímann flutt yfir á eða falla í hendur einstaklinga annarra en af hvíta kynstofninum.“ Þess ber að geta að Kyona er svört og á helming fasteignarinnar. Ólögmæt í 50 ár Ákvæði af þessu tagi voru algeng á árum áður og gjarnan beitt til að takmarka úbreiðslu svartra inn í ákveðin hverfi. Þá þekktist að menn fóru húsa á milli til að hvetja nágranna sína til að bæta takmarkandi ákvæðum við fasteignapappíra. Árið 1927 börðust landssamtök fasteignasala meira að segja fyrir takmörkunum og gáfu út staðlaða útgáfu, sem kvað á um að umrædd fasteign mætti ekki falla í hendurnar á svörtum. Það var ekki fyrr en árið 1948 að Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að framfylgja ákvæðum af þessu tagi og ekki fyrr en í kringum 1970 að þau voru úrskurðaðir ólögmætir. Hingað til hefur það hins vegar kostað bæði tíma og peninga að fá klásúlurnar felldar niður og sums staðar er reyndar aðeins mögulegt að fá þær yfirstrikaðar. Nú horfir til betri vegar og víða hafa yfirvöld þegar einfaldað ferlið. Kevin McCarty, þingmaður fyrir Sacramento, segir aðgerðir yfirvalda ekki munu brúa þá miklu gjá sem hefur myndast milli svartra og hvítra á fasteignamarkaði. Þær væru hins vegar algjörlega tímabærar. „Fyrir mér er þetta eins og að láta skiltið fyrir ofan drykkjarbrunninn óhreyft, þar sem stendur Aðeins fyrir hvíta.“ New York Times fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Kynþáttafordómar Black Lives Matter Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Sjá meira
Í fjölda afsala og öðrum gögnum er enn að finna orðalag þar sem kveðið er á um að viðkomandi fasteign megi ekki falla í hendur einstaklinga sem tilheyra ákveðnum minnihlutahópum. Er þá oftast vísað til svartra en einnig til gyðinga og einstaklinga af rómönskum uppruna. Þegar Kyona og Kenneth Zak ákváðu að taka heimili sitt í gegn á aldarafmæli hússins létu þau ekki nægja að láta mála það í upprunalegum litum og skipta um gler, heldur létu þau einnig strika út svohljóðandi ákvæði í afsalinu sem fylgdi húsinu: „Að enginn hluti fasteignarinnar skuli nokkurn tímann flutt yfir á eða falla í hendur einstaklinga annarra en af hvíta kynstofninum.“ Þess ber að geta að Kyona er svört og á helming fasteignarinnar. Ólögmæt í 50 ár Ákvæði af þessu tagi voru algeng á árum áður og gjarnan beitt til að takmarka úbreiðslu svartra inn í ákveðin hverfi. Þá þekktist að menn fóru húsa á milli til að hvetja nágranna sína til að bæta takmarkandi ákvæðum við fasteignapappíra. Árið 1927 börðust landssamtök fasteignasala meira að segja fyrir takmörkunum og gáfu út staðlaða útgáfu, sem kvað á um að umrædd fasteign mætti ekki falla í hendurnar á svörtum. Það var ekki fyrr en árið 1948 að Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að framfylgja ákvæðum af þessu tagi og ekki fyrr en í kringum 1970 að þau voru úrskurðaðir ólögmætir. Hingað til hefur það hins vegar kostað bæði tíma og peninga að fá klásúlurnar felldar niður og sums staðar er reyndar aðeins mögulegt að fá þær yfirstrikaðar. Nú horfir til betri vegar og víða hafa yfirvöld þegar einfaldað ferlið. Kevin McCarty, þingmaður fyrir Sacramento, segir aðgerðir yfirvalda ekki munu brúa þá miklu gjá sem hefur myndast milli svartra og hvítra á fasteignamarkaði. Þær væru hins vegar algjörlega tímabærar. „Fyrir mér er þetta eins og að láta skiltið fyrir ofan drykkjarbrunninn óhreyft, þar sem stendur Aðeins fyrir hvíta.“ New York Times fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Black Lives Matter Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Sjá meira