Sport

Handtekinn í gær grunaður um morðið á liðsfélaga fyrir fimmtán árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rashaun Jones (númer 38) er hér einn af þeim sem minnast Bryan Pata fyrir leik hjá University of Miami árið 2006. Hann hefur nú verið handtekinn fyrir morðið.
Rashaun Jones (númer 38) er hér einn af þeim sem minnast Bryan Pata fyrir leik hjá University of Miami árið 2006. Hann hefur nú verið handtekinn fyrir morðið. AP/Al Diaz

Ameríski fótboltamaðurinn Bryan Pata var myrtur 7. nóvember 2006 en enginn hafði verið handtekinn fyrir morðið. Það er þar til í gær.

Pata var varnarlínumaður fótboltaliðs University of Miami skólans. Hann var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt eftir að vera koma heim af æfingu með skólaliðinu.

Í gær var liðsfélagi hans, Rashaun Jones, nú 35 ára gamall, handtekinn fyrir morðið á Pata. Jones hafði legið undir grun en hafði aldrei verið handtekinn.

Ástæðan fyrir því að Jones var í hópi grunaða voru slagsmál þeirra á æfingu og sú staðreynd að gömul kærasta hans var þarna orðin kærasta Pata.

Miami-Dade handtók síðan Jones í gær. Hann hafði aldrei verið nefndur sem mögulegur morðingi opinberlega þar til að ESPN birti frétt um morðið í fyrra þar sem Jones var nefndur sem líklegur morðingi.

Pata var 22 ára gamall þegar hann var myrtur og þótti líkleg framtíðarstjarna í NFL-deildinni. Hann var skotinn í hnakkann og lést samstundis.

Það voru hins vegar engin vitni af morðinu og það hafði verið óleyst þar til í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×